Vera - 01.08.1992, Síða 12

Vera - 01.08.1992, Síða 12
veðrið og nú standa þær íyllilega jafnfætis stöllum sínum á hinum Norðurlöndunum hvað fram- haldsmenntun varðar. Gamlar konur eru fátækari en gamlir karlar. Á öllum Norðurlöndunum er stór gjá milli aldraðra hjóna og þeirra sem búa einir hvað varðar efnalega velferð. Aldraðir sem búa einir eru í hópi þeirra sem minnst mega sín i efnalegum skilningi í samfélaginu, en mikill meirihluti þeirra eru konur. Hvað varðar lífeyrisréttindi eru þær norsku og islensku verst settar af norrænum öldruðum konum. Enda hafa þær stysta starfsæfi utan heimilis og hafa því ekki áunnið sér lífeyrisréttindi í sama mæli og gamlar konur á hinum Norðurlöndunum. Á öllum Norð- urlöndunum búa konur við lélegri efnahagslegar aðstæður en karlar, þar eru íslenskar konur engin undantekning. Ef til vill má segja að gamlar konur á Norður- lönduiium deili þeim „örlögum“ að búa við lélegri lífskjör en karlar, en sameiginleg „huggun" þeirra er sú að þær hafa traustari og betri félagsleg tengsl en þeir. Ef skoðuð eru almenn kjör koma karlar alltaf betur út nema hvað varðar félagsleg samskipti. Þeir hafa hærri tekjur, eiga meiri eignir og auðæfi, eru menntaðri, eru síður hræddir við ofbeldi, halda betri heilsu o.s.frv. Þessi mismunur er afleiðing af hefð- bundinni verkaskiptingu kynj- anna, þar sem karlinn hefur lagt allt sitt í vinnuna, en konan í fjöl- skylduna. Því má segja að það gildi fyrir gamlar konur á Norður- löndunum að makaval hafi verið afgerandi fyrir lífshlaup þeirra. Að félagsleg staða karlsins hafí verið afgerandi fyrir félagslega stöðu konunnar. En vegna þess að konan er í miklu meiri og traustari félagslegum tengslum, þá er hún ekki eins illa stödd þegar hún verður ekkja og karl í sömu sporum. Niðurstöður verkefnisins voru gefnar út í bók sem heitir: Gamle kvinner í Norden - deres liv i text og tall og er til sölu hjá Félagsmála- stofnun Reykjavíkurborgar. Myndirnar með þessari grein eru úr Félags- starfi aldraðra, Ijósmyndari Halldóra Guð- mundsdóttir og Þórdís Ágústsdóttir tók mynd af verkakonu. EFTIRMINNILEGT KVENNAHLAUP Fullur strætisvagn af konum, 67 ára og eldri, tók þátt í Kvennahlaupinu (Kvenna- göngunni!) sem haldið var 20. júní í Garðabæ. Elsti þátttakandinn var 85 ára og ein var með hækjur en gaf ekkert eftir. Flestar konurnar gengu en nokkrar skokkuðu og þar af ein 7 kílómetra. Margar þeirra höfðu verið í leikfimi áður. Allir þátttakendur fengu verðlaunapening að göngu lokinni, e.t.v. þann fyrsta á ævinni. Á eftir var boðið upp á hressingu og ekki má gleyma að nefna að auðvitað var sungið í strætó af hjartans lyst. Halldóra Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður í Félagsstarfi aldraðra, var með þeim og hvatti þær áfram og hér á eftir fylgja nokkrar visur úr brag sem Laufey Jakobsdóttir (76 ára) orti, en hún var að sjálfsögðu með. KVENNAHLAUPIÐ Konur fóru í Kvennagöngu kunnu sumar ekki aö hlýða. Halldóra þar stóð í ströngu, stelpa, viltu bíða! Garðabœrinn gekk úr skorðum gamlingjar í svona pressu? Allar urðu eins og forðum, og enginn skildi neitt í þessu. Þœr hentu sumar hœkjunum hoppuðu og teygðu sig, allt fór fram úr allra vonum öll var gangan yndisleg. Dagurinn var dósamlegur, dagur lífs og vona. Allt er þetta okkar sigur afls að vera kona. 12

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.