Vera - 01.08.1992, Qupperneq 16
4
ERT BARA UNGLEG!
SAGÐI HÚN Á
14 ÁRA AFMÆLINU MÍNU
Sorgleg saga
um sumarást
Ég var komin yfir tvitugt þegar ég
laug í íyrsta sinn til um aldur
minn. Sumarástin var ljúf og heit
og ég gat ekki hugsað mér að
segja honum að ég væri þremur
árum eldri en hann. Um leið varð
ég að gera mig að tvíbura af því að
ég hafði sagt honum að ég ætti
átján ára systur. Samt varð það
aldrei meira en sumarást af þvi að
ég fylltist ógurlegu samviskubiti
sem leiddi til þess að ég hætti að
svara bréfum hans eftir þijú
brennheit ástarbréf. En ég hef
hvorki losnað við samviskubitið
né gleymt honum. Enn sé ég
hann fyrir mér ýmist gamlan,
lotinn, dapran mann sem er að
bíða eftir bréfinu frá íslandi eða
virðulegan, gráhærðan fjöl-
skylduföður í skuggsælum rósa-
garði í Suður Frakklandi um-
kringdan börnum og barnabörn-
um sem hann horfir á mildum,
hlýjum, brúnum augum - og mig,
víðs íjarri þessum unaði.
Lengstum kenndi ég meinleg-
um örlögum um, en nú veit ég að
ég var fórnarlamb aldursfordóma.
Þetta dásamlega hugtak - aldurs-
fordómar - á ensku „ageism" -
heyrði ég fyrst af vörum Margaret
Stacy, prófessors í félagsfræði,
frægri kvennabaráttu- og
kvennarannsóknarkonu sem
kom hingað fyrir nokkrum árum
og hélt námskeið um kvenna-
rannsóknir. Síðan hefur hugtakið
fylgt mér og er smám saman að
opna mér nýja sýn. Hvað liggur
svo í hugtakinu aldursfordómar?
Jú, það er sú tihneiging í okkar
menningu að leggja svo mikið
upp úr aldri og því sem við álítum
að honum fylgi á hverju aldurs-
skeiði að við sjáum ekki ein-
staklinginn fyrir aldrinum, ekki
einu sinni okkur sjálf!
Kvennahreyfingin
og aldursfordómar
Margaret Stacy var hreint ekki að
hugsa um heimskulega fordóma
vanþroskaðrar stúlkukindar þeg-
ar hún varpaði fram þessu hug-
taki. Hún var að hugsa um
kvennahreyfinguna og hvernig
eldri konum farnast innan henn-
ar og var ekki par ánægð með
það. Hún hélt ]dví fram að eldri
konum væri ýtt til hliðar og ekki
hlustað á þær og var vonsvikin, ef
ekki bitur, með samstöðu og
systralag kvenna.
Kvennabaráttan, feminism-
inn, snýst um að við konur skil-
greinum okkur upp á nýtt út frá
eigin forsendum og myndum
systralag til þess að beijast
sameiginlega á móti kúgun feðra-
veldisins. En eru ekki forsend-
urnar sem við miðum við dálítið
þröngar og konan sem við
berjumst fyrir móðir á þrítugs,
fertugs eða fimmtugsaldri? Mis-
minnir mig, að yngstu konurnar,
sem voru lausar og liðugar lentu
fremur í þvi að mála, taka til, sjá
um kaffi, skúra gólf og „redda“
hlutum í árdaga Kvennaframboðs
og Kvennalista á meðan þær eldri,
þessar með börn (ekki barna-
börn), héldu ræður, réðu ráðum
og komu fram í fjölmiðlum? Og
hurfu ekki þær ungu furðu fljótt?
Hvar eru eldri konurnar, þær sem
eru búnar að koma börnunum af
höndum sér og ættu að hafa
dýrmæta reynslu og góðan tíma
til að sinna pólitísku starfi? Þær
hafa flestar haft stuttan stans og
virðast ekki hafa fundið sér vett-
vang í kvennahreyfingunni nýju.
í skæru ljósi aldursfordóma-
hugtaksins hef ég helst komist að
þeirri niðurstöðu að kvennahreyf-
ingin gangi hugsunarlaust út frá
þvi að með feminískri endurskoð-
un og umbyltingu á samfélaginu
(les karlaveldinu) og með aukinni
vitund kvenna um stöðu sína og
eðli muni konur allt að þvi yfir-
vinna „elli kerlingu". Þær verði
svo hressar og djarfar og sigli
hraðbyri í gegnum lífið með slík-
um elegans að ellin perli af þeim
16