Vera - 01.08.1992, Page 23

Vera - 01.08.1992, Page 23
EKKI NÓG AD DREKKA MJÓLK Þvengmjóar konur sem keðju- reykja og hreyfa sig lílið eru sér- stakur áhættuhópur sem ætti að hugsa vel sinn gang. Mataræði skiptir máli og hæfileg áreynsla er einnig mjög mikilvæg. Það verður að reyna á beinin til að fá þau þéttari. Birna telur að afrekskonur í íþróttum verði þó að gæta sín. Stundum borða þær ekki nóg og sumar eru þvi með anorexíu, þær hætta að hafa blæðingar og steinefni minnka í beinunum. „Hóf er best í öllu. Ég kann þvi miður enga töfraformúlu, en gönguferðir eru ekki það versta.“ EKKI ER RÁÐ NEMA í TÍMA SÉ TEKIÐ Rannsóknirnar eru enn á byrj- unarstigi en benda til þess að beinþynning sé töluverð hjá islenskum konum. Beinþéttni er almennt lægri en viðast í vestur- Evrópu, þrátt fyrir það að islenskar rannsóknir Laufeyjar Steingrimsdóttur á mataræði islendinga haíi sýnt að meðal inntaka okkar á kalki er óvenju há. Enn er ekki ljóst hvort bein sumra kvenna þynnist hraðar en annarra, eða hvort beinþéttni fyrir tíðahvörf skipti mestu máli. Birna leggur áherslu á að hver kona hafi rétt á að vita um þéttingu beina sinna. „En ennþá er þetta einungis rannsóknar- vinna. Hver rannsókn með sneið- myndatæki kostar um þrettán þúsund krónur og stendur almenningi ekki til boða enn sem komið er. Stjórnmálamenn hafa reyndar vissan skilning á nauðsyn rannsóknarinnar, því þetta er fyrirbyggjandi starf og þeir vita að gamlar konur sem eru síbrotnandi eru þjóðfélaginu dýrar. Mér finnst þó öllu mikil- vægara að losa fólk við óþarfa verki og sársauka. Allar konur fara í krabbameinsskoðun með jöfnu millibili og það þykir alveg sjálfsagt. Kannski verður það einhvern tíma eins með mælingar a beinþéttni, en eins og niður- skurðurinn er í heilbrigðis- herfinu í dag getum við þvi miður ekki hafið fyrirbyggjandi starf þó að full þörf sé á því.“ RV ÞVAGLEKI KREPPA 1,2,3... GRINDARBOTNSÞJÁLFUN ER NAUÐSYNLEG ÖLLUM KONUM Hún var opin og félagslynd kona, þótti gaman aö vera innan um fólk, en svo gerðist eithvaö og hún hœtti að dansa, hlœja, fara í saumaklúbb og var meö ótrúíegustu afsakanir ó síöustu stundu þegar hún ótti aö mceta ó mannamót og fór hvergi. Það var ekki fyrr en dóttir hennar komst aö óstœöunni að mdlin breyttust. Vandamóliö var að mamma hennar var farin að pissa í buxurnar. Þaö að pissa d sig var svo hroðaleg skömm fyrir kon- una aö hún gat ekki sagt nokkrum manni frá því og kvaldist í hljóöi, hœtti aö taka á móti gestum og einangraðist meir og meir. Margar konur eru í þessari aöstööu og vita ekki aö þaö er hœgt aö koma í veg fyrir þvagleka á frekar einfaldan hátt. Þvagleki er einn fylgiflskur ellinnar og er talið að um 14% kvenna þjáist af honum. Að vísu eru það ekki bara gamlar konur sem þjást af þvagleka heldur líka margar konur sem hafa eignast börn eða eru líkamlega slapp- ar. Karlar þjást einnig af þvagleka en þó ekki eins margir og konur. Þvagleki er ósjálfráð tæming þvag- blöðru, og getur verið bæði um algera tæmingu að ræða eða leka i mismikl- um mæli. í grein sem Ársæll Jónsson, læknir, skrifaði í blað sjúkraþjálfara, Félagsmiðil, segir hann að á öldrunar- stofnunum sé þvagleki meginástæða þess að hinn aldraði getur ekki búið lengur heima og að um 25% tíma hjúkrunarfólks sé varið til að annast þvagleka sjúkl- inga. „Um helmingur þvag- missis meðal kvenna staf- ar af slappleika i vöðvum og eða bandvef, sem veld- ur því að hornið á milli blöðrubotns og blöðrunn- ar gliðnar og viðnám þvag- rásar fýrir hækkuðum kviðarhols- þiýstingi minnkar. Þvaglekinn kemur fram við hósta, hnerra eða áreynslu," segir Ársæll i grein sinni. Til að koma í veg fyrir þennan kvilla er þjálfun svokallaðra grindarbotnsvöðva ein aðalaðferðin. Ef það dugar ekki getur þurft skurðaðgerð. Pað var snemma á flmmta áratugnum að kveniæknirinn Arnold Kegel vildi frekar kenna konum að gera grindar- botnsæflngar til að styrkja þá vöðva sem nauðsynlegir eru til að koma í veg fýrir þvagleka heldur en að láta þær leggjast undir hníflnn. Hér á landi hafa þessar æflngar verið kenndar af sjúkraþjálfur- um lengi en það er ekki fyrr en á síðustu árum að konur hafa orðið meira meðvitaðar um þetta mál og eru farnar að koma úr felum og viðurkenna að þær þjáist af þvagleka en gamlar konur eiga þó enn í erfiðleikum með að segja frá þvi. Læknar eru líka í æ ríkara mæli farnir að senda konur í svona meðferð. Esther Sigurðardóttir, sjúkraþjálfari á endurhæfingardeild Landspítalans segir að grindarbotnsæfingar séu í raun sáraeinfaldar æflngar sem hægt er að gera hvar sem er um leið og konur hafl lært að gera þær rétt. Það sem þarf að gera er að draga saman hringvöðva sem liggja i kringum út- gangsopin og læra að „lyfta" flötum vöðvum sem halda undir grindarhols- líffærin sem eru þvagblaðra, leg og endaþarmur. Esther segir að rosknar konur hafl oft ekki eins mikla þekkingu á líkama sínum og ungar konur og þvi þarf að byrja á að upplýsa þær um hin ýmsu líffæri. „Þær verða oft mjög áhuga- samar og þakklátar þegar ég útskýri þetta fyrir þeim og segjast ekki skilja af hverju þeim var ekki sagt frá þessu fyrr,“ segir Esther. Hún segir að það sé vel hægt að hjálpa íjölda kvenna sem stríða við þetta vandamál með áðurnefndum æflngum og ættu konur þvi ekki að vera í felum heldur læra æfingarnar og komast fyrir þennan leiða kvilla. Konan sem sagt var frá í upphafi greinarinnar fór til læknis sem dreif hana i grindarbotnsæiingar og þvag- lekinn hætti. Hún er nú aftur á meðal fólks. ÞB Þvaglekinn kemur fram við hósta, hnerra eða óreynslu. Grindarbotnsæfingar eru í raun sóraeinfaldar æfingar sem hægt er að gera hvar sem er um leið og konur hafa lært að gera þær rétt. 23

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.