Vera - 01.08.1992, Qupperneq 25
hljóðlátur hópur sem vinnur bara
sína vinnu og rís venjulega ekki
UPP og kvartar opinberlega.
Kannski það sé partur af vanda-
málinu þvi stjórnvöld þurfa ekki
að byggja hjúkrunarrými meðan
konur annast þetta gamla fólk
hljóðalaust.
„Ég er alltaf að bíða efir að
þrýstihópur myndist meðal að-
standenda aldraðra og aldraðra
sjálfa sem segir að nú sé komið
nóg,“ segir Kristjana Sigmunds-
dótitir hjá Félagsmálstofnun.
„Þetta er orðið geysilegt öngþveiti
og ég veit ekki hvernig karlasam-
félagið myndi bregðast við ef
konur segðu hingað og ekki
lengra,“ segir Kristjana.
Eins og málin standa í dag eru
269 konur og 118 karlar á skrá
hjá Félagsmálastofnum yfir þá
sem búið er að meta að þurfi á
stofnun að halda. Af þeim eru
120 manns í brýnni þörf fyrir
hjúkrunarrými í dag. Lítið mjak-
ast í þá átt að breyting verði á
þessu ástandi þar sem ríkið á að
sjá um hjúkrunar-og heilbrigðis-
mál og allir vita að þar er verið að
skera niður. Hjúkrunarheimili er
ekki það sama og öldrunardeildir
spítalanna þvi að öldrun sem slík
er ekki sjúkdómur. Þegar aldraðir
fá sjúkdóma fara þeir á öldrunar-
deildir en á hjúkrunarheimilum
er litið á fólkið sem einstaklinga
sem þurfa aðstoð við hið daglega
líf. Á svona stofnun er sjúkra-
blærinn tekinn af og fólk fær að
hafa eigið herbergi með eitthvað
af munum sínum í kringum sig.
Þjónustumiðstöðvar
í sex hverfum
Þó svo að neyðarástand ríki í um-
önnun gamalmenna sem þurfa
mikla þjónustu þá er ýmislegt
gert fyrir aldraða sem eru nokk-
urnveginn fullfriskir. Undanfarin
ár hefur orðið skipulagsbreyting
á allri öldrunarþjónustu í land-
inu. Ný lög voru sett um málefni
aldraða árið 1990 og er markmið
laganna að „aldraðir eigi völ á
þeirri heilbrigðis-og félagslegu
Þjónustu sem þeir þurfa á að
halda og að hún sé veitt á því
þjónustustigi sem er eðlilegast og
hagkvæmast miðað við þörf og
ástand hins aldraða." Einnig
Segir í lögunum að „aldraðir geti
svo lengi sem verða má búið við
eðlilegt heimilislíf en að jafnframt
sé tryggð nauðsynleg stofnana-
Þjónusta þegar hennar gerist
þörf. Eftir því sem kostur er skal
sjálfsákvörðunarréttur aldraðra í
þvi efni virtur og möguleikar
þeirra til ráðstöfunar eigin eigna
Margar konur
hafa hætt að vinna úti
til að sinna öldruðum
skyldmennum sínum.
„Þetta er orðið
geysilegt öngþveiti og
ég veit ekki hvernia
karlasamfélagio
myndi bregðast við ef
Konur segðu hingað
og eldci lengra."
og lífeyrirs ef þess gerist þörf.“
Ýmislegt vantar uppá að lögun-
um sé fullnægt en margt hefur
breyst til batnaðar. Stöðugt er
unnið að þvi að sú þjónusta sem
fyrir hendi er berist til þeirra sem
þurfa hennar með og verið er að
meta hvers konar þjónusta er
nauðsynleg. Það var greinilegt að
margar konur sem VERA hafði
samband við og annast aldraða
ættingja eru frekar óuppplýstir
um þá þjónustu sem fólk getur
fengið. Þær fóru frekar eftir því
sem þær höfðu heyrt frá ná-
grönnum eða öðrum ættingjum
heldur en að hringja í þjónustu-
miðstöðvarnar og komast að því
hvaða Jrjónusta stæði til boða í
þeirra tilfelli.
Reykjavikurborg rekur nú sex
þjónustumiðstöðvar víðsvegar
um borgina sem bjóða þeim sem
enn búa heima upp á ýmsa
þjónustu, t.d. leikfimi, aðstoð við
böðun og hársnyrtingu. Út frá
þessum þjónustumiðstöðvum er
líka rekin heimilishjálp. Almenn
heimilisstörf, eins og ræsting,
matreiðsla, innkaup og þvottar
eru innt af hendi, matur er send-
ur heim og félagslíf og þjónusta
miðstöðvanna er kynnt. Einnig
geta aldraðir fengið aðstoð við að
komast á dagvistunardeild til
endurhæfingar svo eithvað sé
nefnt. Aðstoðin sem er veitt er
háð rnati sem fólk frá þjónustu-
miðstöðvunum gerir. Til að vita
hvaða Jrjónustu fólk á völ á verða
aðstandendur eða aldaðrir sjálfir
að hringja í þjónustumiðstöð í
sínu hverfl. Enn sem komið er er
eftirspurn eftir þjónustu meiri en
framboð og það reynist ennþá
erfltt að fá fólk til að starfa við
heimilishjálp vegna lágra launa
og vanvirðingu starfsins.
Það var einu sinni í lögum að
börn áttu að annast foreldra
sinna þegar þau væru orðin
gömul. Þjóðfélagið hefur breyst
mikið frá gamla sveitasam-
félaginu þegar allir bjuggu á
sama bæ. Það er ekki konum að
kenna að þjóðfélagið breyttist og
að ríki og borg sjái það sem
skyldu sína að veita fólki sem
hefur lagt mikið af mörkum til
uppbyggingar þessa þjóðfélags þá
þjónustu sem það þarfnast. Það
hlýtur að vera mikilvægt að
gamalt fóki geti fengið að halda
sjálfsvirðingu sinni og reisn sem
manneskja þó svo það þurfl hjálp
við að matast, fara á klósettið,
hátta sig eða baða. Það getur
verið erfltt að halda sjálfsvirðing-
unni ef barnið er farið að skeina
mann og baða og það væri nær að
fá einhvern annan í það hlutverk.
Það liggur fyrir okkur öllum að
verða gömul svo það er hagur
okkar allra að öldrunarþjónustan
verði til þess að auka líkurnar á
að efrí árin verði sem ánægju-
legust.
ÞB
Fyrir þá sem þurfa uþþlýsingar um það
hversu mikið fólk fœr í krónum talið frá
ríkinu til framfœrslu á efri árunum, er
það ekki mikið. Einstaklingur fœr elli-
lífeyri sem er í dag tekjutengdur,
óskertur er hannl2,329 kr. Ef viðkom-
andi þénar meira en 71,114 kr. á
mánuði byrjar ellilífeyririnn að skerðast
um ákveðnar prósentur. Þar nœst fœr
einstaklingurinn kr. 22.684 I tekjutrygg-
ingu ef hún fœst óskert. Skerðingin
hefst eftir að einstaklingurinn þénar
17,582 kr. á mánuði. Síðan getur þessi
einstaklingur fengið viðþót ef hann þýr
einn en það kallast heimilisuþþþbót
7,711 kr. og sérstðk heimilisuppbót
5,304 kr. Samanlagt gerir þetta 48,028
kr. ef það fœst óskert. Lífeyrisgreiðslur
eru svo sér og mjög mismunandi, en
konur fá venjulega lœgri upphœðir en
karlmenn.
25