Vera - 01.08.1992, Qupperneq 28

Vera - 01.08.1992, Qupperneq 28
var mikið unnið i þemahópum. Við tókum fyrir ýmis mál sem brunnu á okkur. Við þýddum bæklinga, gáfum út blað og fleira. Við konurnar höfðum líka þörf fyrir að kynnast og vera saman. Þetta voru alls konar konur sem komu viða að. Sumar voru vel stæðar, aðrar ekki. Margar höfðu aldrei hugsað um pólitík áður. Rétt eins og í Kvennaframboðinu og Kvennalistanum síðar. í raun var þetta vísir að þvi sem var að gerast hér heima. Hvað brann áykkur? - Til dæmis kvenímyndin. Við vildum vita af hverju við vorum eins og við vorum og kynntum okkur því kvennasögu. Hvað heldur konum niðri og hvernig getum við blómstrað? Við rýndum í samfélagið: Samfélagsleg ábyrgð á fjölskyldunni, hið prívata er pólitík. Nú er það breytt, einka- lífið er aftur orðið prívat, en það kemur til með að breytast. Það er til dæmis alltaf litið á getnaðar- varnir sem einkamál en þær eru auðvitað ekkert einkamál. Manstu eftir kröfunni um ókeypis getnað- arvarnir? Ég legg til að Sighvatur taki hana upp núna. Heilmikill sparnaður þar, eða hvað? Bárust Kvennaframboðsstraumar strax til Kaupmannahafnar? - Nei, kvennahóparnir voru eiginlega dottnir upp fyrir þegar Kvennaframboðið kom til sög- unnar. Það var eins með þá og hverfasamtök. Þeir spretta upp af þörf og láta ákveðin málefni til sín taka og hætta svo. Það varð engin endurnýjun, konur höfðu ekki sömu þörf fyrir að hittast og vinna saman. Sumar fóru heim, aðrar í eitthvað annað. Við vorum allar mjög hrifnar af þessum nýju hugmyndum. Ég fékk mörg bréf að heiman um málið og það var gaman að lesa hin ólíku sjónar- mið. Margar konur innan Rauð- sokkahreyfingarinnar voru á móti sérstöku kvennaframboði og sumar gengu til liðs við Alþýðu- bandalagið. Mér fannst jákvætt að sjá að hreyfing getur dáið og eitt- hvað annað tekur við. Það er eðli hreyflnga. Þær eru virkari á einum tíma en öðrum alveg eftir þvi hvað er að gerast. Mér fannst það mjög gott að Rauðsokkahreyfingin skyldi leggja sjálfa sig niður, hún hafði ekki hljómgrunn lengur. Guðrún á Kaupmannahafnarárunum. Mér fannst það mjög gott að Rauðsokkanreyfingin skyldi hljómgrunn lengur. Hvað tók við þegar heim kom? - Ég vann við dagskrárgerð hjá útvarpinu, var ritstjóri Sæmund- ar um skeið og var í ritnefnd VERU. Ég var verkefnisstjóri hjá LÍN og fór síðan að vinna hjá Sjálfsbjörg. Ég var einnig með námskeið fyrir foreldra fatlaðra barna. Það voru góð námskeið sem Greiningastöðin tók síðar yfir. Ég fór því að vinna aftur með foreldra, rétt eins og ég hafði ætlað mér. Og við fjölmiðlunina. Þar sjást vel þessar tvær rætur mínar, uppeldi mitt hjá útvarpinu og kennslan, sem ég sameina í námi mínu. Vinna með foreldra er oftast vinna með mæður. Það eru mæður fyrst og fremst sem bera ábyrgðina. Það er reyndar ekki alveg algilt, en í flestum tilfellum er það þannig. Og auðvitað er talsvert mikið af skilnuðum í þessum hópi, því að þetta er svo mikið álag á fjölskyldurnar. AJhverju guggna karlmenn? - Þeir virðast eiga erfiðara með að horfast í augu við ískaldan raunveruleikann. Annað hvort verða svona sambönd mjög góð, styrkjast við hveija raun, eða fólk skilur. Það er auðvitað líka spurn- ing um grunninn sem sambandið byggir á, þetta er auðvitað mjög einstaklingsbundið. Ég var einnig með í Kvennaráðgjöfinni og síðan fór ég að vinna á Kvennadeild Landspitalans. Ég er alltaf með konum. Ertu ekkert orðin þreytt á þeim? - Nei, konur eru það skemmti- legasta sem til er. Það er alveg satt. Konur eru svo óstjórnlega dug- legar. Þær þora svo vel að taka á þegar reynir virkilega á. Það er ekkert eins spennandi eins og að- stoða konu sem á erfltt og sjá hana rétta úr kútnum. Það er mesta faglega kikk sem maður getur fengið. Ég hef unnið á Kvenna- deildinni í ijögur ár og fer núna í launalaust leyfi. Ég veit að ég gæti ekki sinnt konunum mínum sem skyldi verandi borgarfulltrúi og ég met þær meira en svo. Ég flnn mér einhver íhlaup. Ég hef líka verið að kenna í Háskólanum samhliða vinnu á Kvennadeildinni og haldið fyrirlestra víða. Verður þú aldrei þreytt á þessum eilífu vandamálum? - Jú það er ég oft. Ég þarf iðulega að hvila mig þegar heim kemur, þetta eru það þung mál- Ég hef einnig notið handleiðslu í vinnunni, sem er geysilega mikil- vægt þegar verið er að vinna með eins erfið mál og á Kvennadeild- inni. 28

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.