Vera - 01.08.1992, Síða 34
0
velferð
KONUR
Að undanförnu hefur nokkur
umræða farið fram um ís-
lenska velferðarkerfið, einkum
í kjölfar efnahagsráðstafana
stjórnvalda með tilheyrandi
niðurskurði í heilbrigðis-, fé-
lags- og menntakerfinu.
Eins og svo oft áður einkenn-
ist þjóðmálaumræðan af
flokkspólitísku reiptogi þar
sem fulltrúar flokkanna toga
hverju sinni í þá átt sem hæfir
setu þeirra í stjórn eða stjórn-
arandstöðu. Flestir, hvar í
flokki sem þeir eru, segjast
hafa það að markmiði að verja
velferðina. Umræðan er líka
full af slagorðum, t.d. um þá
„sem minnst mega sín“ og
goðsögnum eins og þeirri að
ísland hafi lengi verið meðal
mestu velferðarríkja heims
þar sem hið opinbera velferð-
arkerfi sé að meira eða minna
leyti búið að taka við hlutverki
íjölskyldunnar. Minna hefur
farið fyrir málefnalegri um-
ræðu þar sem velferðarríkið er
skilgreint og eðli þess brotið til
mergjar. í þessum pistli verður
leitast við að líta á tengslin
milli kvenna, fjölskyldu og
velferðarkerfisins.
í bók sinni Konur og vel-
ferðarríkið (Women and the
Welfare State) segir Elisabeth
Wilson, breskur félagsráðgjafi
og feministi: „Velferðarríkið er
ekki einungis röð þjónustu-
þátta, það er einnig margs
konar hugmyndir um sam-
félagið og fjölskylduna og ekki
síst um konur sem gegna
lykilhlutverki innan fjölskyld-
unnar sem eins konar jafn-
vægisstöng hennar,"
Til þess að skilja eðli vel-
ferðarrikisins verður að byija
á því að fjalla um íjölskylduna,
samskipti kynjanna og sér-
staklega stöðu konunnar
innan fjölskyldunnar. Félags-
fræðin og ýmsar skyldar fræði-
greinar fjalla oftast um fjöl-
skylduna sem eina heild þar
sem hagsmunir allra fara
saman, barna og fullorðinna
af báðum kynjum. Feministar
víða um hinn vestræna heim
Til þess að skilja eðli
velferðarríkisins verður
að byrja á því
að fjalla um fjölskylduna,
samskipti kvnjanna
og sérstaklega
stöðu konunnar innan
fjölskyldunnar.
hafa aftur á móti bent á að í
fjölskyldum ráði feðra/karl-
veldið ríkjum og þar verði
hagsmunaárekstrar þar sem
þeir valdaminni (konur, börn,
gamlir, fatlaðir) verði undir í
samkiptum sínum við þá
sterkari, karlana. Hagsmunir
karla eru m.a. að viðhalda
ójafnri skiptingu verka á heim-
ilinu þar sem fjölskyldulíf og
barneignir móta líf flestra
kvenna. Kannanir sýna svo
óyggjandi er, að störf sem
þessu tengjast og ábyrgðin
sem þeim fylgir hvíla enn í dag
að mestu á herðum kvenna.
Ein afleiðing þessa er ójöfn
staða karla og kvenna á vinnu-
markaði þar sem konur eru
rétt rúmlega hálfdrættingar á
við karla í launum sem aftur
verður til þess að gera konur
háðari velvilja karla bæði í
einkalífi og i hinum opinbera
heimi. Fýrir u.þ.b. hálfri öld
skrifaði Virginia Woolf í kapp-
ræðuriti sínu Three Guienas:
„Heiminum er sem stendur
skipt í tvö þjónustusvið, annað
opinbert og hitt einkasvið. í
öðrum heiminum eru synir
menntaðra karla að vinnu sem
opinberir starfsmenn, dómar-
ar og hermenn og fá greidd
laun fyrir þessa vinnu. í hin-
um heiminum eru dætur
menntaðra manna að vinna
sem eiginkonur, mæður og
dætur ... en eiginkonur, dætur,
mæður sem vinna allan dag-
inn, alla daga og án vinnu
þeirra myndi Ríkið falla sam-
an, án þessarar vinnu myndu
synir yðar, herra, hætta að
vera til, - þær fá ekkert borgað
fyrir þessa vinnu sína.“
Vissulega hefur ýmislegt
breyst á þessum fimmtíu
árum sem liðin eru, m.a. eru
konur orðnar sýnilegri á hinu
opinbera sviði þar sem þær
starfa við hlið karla i flestum
i
störfum og segja má að hinn
opinberi heimur félli saman ef
konur hættu þar störfum. Það
sem ekki hefur breyst er að án
ólaunaðra starfa kvenna inn-
an veggja heimilisins félli þjóð-
félagið saman. Réttur kvenna
til þátttöku í hinum opinbera
heimi hefur unnist en því hef-
ur löngum verið haldið fram
bæði leynt og ljóst að þessi
þátttaka bitni á Qölskyldunni.
Ekki svo að skilja að í raun
34