Vera - 01.08.1992, Qupperneq 35
halí það einungis verið þaríir
kvenna sem hafl ráðið ferðinni
um atvinnuþátttöku þeirra.
Þar hafa ýmsar þjóðfélags-
breytingar, einkum staða
atvinnuveganna og þörf þeirra
fyrir vinnufúsar hendur, ráðið
miklu. Það er þvi engin tilvilj-
un að raddir um að konur
sviki fjölskyldur sínar með
þátttöku i atvinnulífi og félags-
málum verða hvað háværastar
á timum efnahagskreppu og
yflrvofandi atvinnuleysis.
Tvenns konar goðsagnir sem
tengjast atvinnuþátttöku
kvenna og velferðarkerfinu
hafa verið býsna lífseigar.
Önnur er sú að hugmyndir
sem velferðarþjónustan byggir
á stefni að því að auðvelda
konum þátttöku í líflnu utan
íjölskyldunnar. Hin er sú stað-
hæflng að konur annist síður
Qölskyldur sínar við það að
taka þátt í hinu opinbera lífi.
Hvort tveggja er rangt. Konur
sjá enn þann dag í dag að
mestu leyti (og oftast án launa)
úm umönnun barna, fatlaðra
Það sem ekki
hefur breyst er að
án ólaunaðra starfa
kvenna innan vegaja
heimilisins féííi
þjóðfélagið saman.
og aldraðra innan íjölskyld-
unnar og það sem er e.t.v. enn
mikilvægara, ábyrgðin á lífi og
velgengni fjölskyldna hvílir á
herðum kvenna. Þegar eitt-
hvað fer aflaga fer ekki á milli
mála hver ber ábyrgðina og er
þá sama hvort um er að ræða
slys á börnum, unglinga-
vandamál eða jafnvel afbrot
eða fíkniefnaneysla fullorð-
inna í íjölskyldunni. Félags-
málastefnur á íslandi (oft
stefnuleysi eða hentistefnur)
ganga enn út frá þeirri vissu að
íjölskyldan/konur beri ábyrgð-
ina. Þess vegna er hin opin-
bera þjónusta við fjölskyldur
hvar sem hana er að flnna, svo
brotakennd og ófullnægjandi
fyrir þá sem þurfa nauðsyn-
lega á henni að halda. Ekki
þarf annað en að líta á ástand
mála í dagvistarþjónustu,
skort á skólamáltíðum, tvi-
setna skóla, skort á heild-
stæðri stoðþjónustu við um-
önnun fatlaðra og aldraðra og
opinberar tryggingabætur sem
ekki gera betur en halda líflnu
í fólki, til þess að sannfærast
um að ísland er ekki i hópi
þeirra þjóða sem geta státað
sig af besta velferðarkerli í
heimi.
Auðvitað kemur hið götótta
velferðarkerfl sér oft illa fyrir
karla en fyrir konur skiptir það
sköpum, m.a. vegna stöðu
jDeirra í íjölskyldunni og á
möguleika þeirra að haldast
yflr fátæktarmörkunum og að
geta lifað líflnu með virðingu
fyrir sjálfri sér án þess að vera
algjörlega upp á aðra komnar.
Þegar fundið er að hinni opin-
beru velferð heyrast fljótt þær
raddir að íjölskyldan eigi að
axla ábyrgðina og ekki varpa
henni yflr á hið opinbera.
Þarna sem endranær fer ekki á
milli mála að þegar talað er um
fjölskylduna er átt við konur.
Þrátt fyrir það sem hér
hefur verið sagt um fjölskyld-
una er hún eina formið í hin-
um vestræna heimi þar sem
fólki er skapaður vettvangur til
þess að taka við og gefa vænt-
umþykju og á annan hátt að fá
útrás fyrir tilfinningar. Þess
vegna er hún mikilvæg og
leggja ber rækt við hana sem
grundvallarstofnun þjóðfélags-
ins. Ekki með þvi að hampa
henni á hátíðarstundum eða
skella skuldinni á þegar illa
gengur, heldur með þvi að
styðja hverja fjölskylduein-
ingu, hvernig sem hún er, með
markvissum aðgerðum stjórn-
valda. Móta þarf stefnu í mál-
efnum ijölskyldna m.a. út frá
mismunandi hagsmunum
kynjanna, líka innan fjögurra
veggja heimilisins. □
Lára Björnsdóttir
Teikning: Laura Valentino
KONUR
KARLAR
Við höfum nærfætnað fyrir þvagleka.
Höfum einnig þvagpokahaldara.
Allt sérhannað og úr góðum efnum.
Við minnum á okkar góða nærfatnað
frá Care-design fyrir allt fólk og líka
þá sem hafa sérþarfir.
7ónika h.fi.
Umboðs- og heildverslun
Melabraut 35, 170 Seltjarnarnesi s. 91-611668
VILTU BÆTA
HJÓNABANDID / SAMBÚÐINA?
Það er hægt að gera með einfafdri en viðurkenndri
aðferð, sem miðar að því að efla og þroska
gagnkvæman skilning ásamt þvi að treysta
og bæta hjónabandið á varanlegan hátt.
Námskeiðið er margreynt til fjölda ára
í Bandaríkjunum og hefur geflð góða raun.
Boðið er upp á kynningu og einkanámskeið
fyrir hjón. Fullkomnum trúnaði er heitið.
Upplýsingar í síma 91-37525, Guðrún,
eða skriflð í pósthólf 8552, 128 Reykjavík.