Vera - 01.08.1992, Qupperneq 37
Accused", mynd um unga
konu sem leitar réttar síns eftir
að þrír karlmenn nauðga
henni. Mynd þessi er sterkur
vitnisburður um þá tíma sem
við lifum, þar sem rödd kon-
unnar er farin að hljóma og
ekki hægt að kæfa kröfu henn-
ar um jafnrétti og virðingu og
láta hana falla í glejmisku og
dá. Framleiðendur myndar-
innar héldu þvi fram, að Jodie
væri of feit til að leika hina
ólánsömu gengilbeinu, hún
hefði ekki þann „líkamlega
sjarma" sem hlutverkið krafð-
ist að þeirra mati. En Jodie
gafst ekki upp, fór til fundar
við annan aðal framleiðand-
ann og hnyklaði vöðvana íyrir
framan hann uns hann sann-
færðist um að hún væri kjörin
i þetta erfiða hlutverk. Niður-
læging af þessu tagi er og hefur
verið daglegt brauð fyrir konur
í kvikmyndabransanum og
kemur vart til með að breytast
nokkurn skapaðan hlut nema
konur taki það í sínar hendur
að hjálpa fólki (af báðum
kynjum!) að breyta stöðluðum
ímyndum um líkama
konunnar. Jodie Foster lék
Söru Tobias af mikilli innlifun
°g sannfæringu, svo vel að
aftur áttu menn eriitt með að
aðskilja skáldsagnapersónuna
°g leikkonuna. Hún var verð-
launuð fyrir frammistöðu sína
°g hlaut Óskarinn fyrir bestan
leik kvenna í aðalhlutverki.
f rá því að Jodie lék írisi í „Taxi
Driver" hefur hún valið
hlutverk kvenna sem eru á
einhvern hátt utangarðs eða
viga í vök að verjast í sam-
félaginu, eru nokkurs konar
fórnarlömb eríiðra aðstæðna
°g eigin kynferðis. Þótt það sé
'angt í frá hlutskipti Jodiear
sjálírar hefur hún einhverja
áráttu að leika konur sem hafa
°rðið undir í líflnu, rísa upp og
?tanda uppi sem sigurvegarar.
1 mynd Jonathans Demme
• Lömbin þagna" leikur Jodie
f'Bl-lærlinginn Clarice Starling
Sem, ólíkt öðrum persónum
sem hún hefur leikið, er hetja
há upphafi. í þeirri mynd fær
'hn þenkjandi og metnaðar-
Sjarna, en jafnframt samúðar-
tulla leikkona, frelsi og útrás
Sem aldrei fyrr til að nýta gáfur
sínar og innsæi þrátt fyrir
kynferði sitt. Clarice Starling
°g Jodie Foster renna saman í
eina persónu sem skorar á
hólm heilan her karlmanna og
hefur betur á endasprettinum.
Eins og nýjasta kvikmynd
Jodie Foster, „Little man Tate",
ber með sér er ekki ástæða til
að örvænta um framtíð þessar-
ar ungu leikkonu. í myndinni
þreytir hún frumraun sína á
sviði leikstjórnar og leikur
jafnframt eitt aðalhlutverkið í
vel heppnaðri mynd um
afburðagreindan dreng, Fred
Tate. Jodie leikur Dede,
einstæða móður drengs sem
lendir utangarðs sökum þess
að hann er gæddur yfirburða
gáfum og hefur andlega burði
langt fram yíir jafnaldra sína.
Samfélagið hafnar þessum
börnum eða gerir þeim erfitt
fyrir á einn eða annan hátt að
aðlagast og nýta hæfileika sína
á jákvæðan og uppbyggilegan
máta. Myndin um þau mæðgin
tekur á þessum málum af
manneskjulegri hlýju og góð-
legri kimni. Efni myndarinnar
er Jodie ekki að öllu leyti fram-
andi, því að sjálf er hún barn
einstæðrar móður og varð
fyrirvinna heimilisins þriggja
ára gömul með því að leika í
sjónvarpsauglýsingum. Aðeins
sjö ára gömul var Jodie alta-
landi á þrjú tungumál og hefur
alla sína skólagöngu haldið
lokaræðuna við skólaslit, en
það fá dúxar aðeins að gera.
Brandy, móðir hennar, lagði
hart að henni að afla sér
góðrar menntunar, því að hún
hefur ekki mikla trú á leiklist-
inni sem framtíðarveganesti.
Jodie er með B.A. gráðu í bók-
menntum frá Yale sem er einn
virtasti háskóli Bandarikj-
anna.
Hvað sem því liður er
ástæða fyrir konur að vera
bjartsýnar um þróun mála í
bandaríska kvikmyndaheim-
inum, þar sem ný kynslóð
„sterkra" kvenna hefur kvatt
sér hljóðs og lætur sífellt meira
að sér kveða á öllum sviðum
þessa fræga, en ekki síðasta
vigis karla í skemmtanabrans-
anum. Látum Jodie hafa síð-
asta orðið: „Hér á árum áður
leit ég eingöngu á kvikmynda-
leik sem hvert annað starf, nú
er þetta það sem ég lifi fyrir".
Það virðist því nokkuð ábyggi-
legt að Jodie Foster á eftir að
kiydda líf kvikmyndaunnenda
um víða veröld með myndum
sínum um ókomin ár. □
Lára Martin
Kvikmyndir Jodie Foster
Napoleon and Samantha 1972
Kansas City Bomber 1972
Mence of the Mountain 1973
One little Indian 1973
Tom Sawyer 1973
Alice does not live here any
more 1975
Taxi Driver 1975
Echos of a Summer 1976
Bugsy Malone 1976
Freaky Friday 1976
Little girl who lives down the
lane 1977
Candleshoe 1977
Foxes 1980
Carny 1980
Hotel New Hampshire 1984
The Blood of others 1984
Siesta 1986
Five Corners 1986
Reckless Endangerment 1988
Steeling Home 1988
Accused 1988
Catch Fire 1990
Silence of the Lambs 1991
Little man Tate 1991
HÁSKÓLIÍSLANDS
ENDURMENNTUNARSTOFNUN,
HEIMSPEKIDEILD
KVÖLDNÁMSKEIÐ
FYRIR ALMENNING
Á VEGUM ENDURMENNTUNARSTOFNUNAR OG
HEIMSPEKIDEILDAR HÁSKÓLA ÍSLANDS HAUSTIÐ 1992.
NÁMSKEIÐIN ERU ÖLLUM OPIN. SKRÁNING ER í S. 694940,
EN NÁNARI UPPLÝSINGAR í SÍMUM 694923,694924 0G 694925.
Spænskar bókmenntir, 8 skipti
Guðbergur Bergsson rithöfundur
Brennu-Njólssaga. lOskipti
Jón Böðvarsson, cand. mag.
Er til kvenlegur rithóttur? 6 skipti
Helga Kress prófessor, heimspekideild H.í.
Alheimurinn og við. 6 skipti
Guðmundur Arnlaugsson, fyrrverandi rektor, o.fl.
Heimspekileg og fagurfræðileg viðfangsefni i myndlist
Gunnar Árnason, doktor í heimspeki og kennari í
listheimspeki við Myndlista- og handíðaskóla íslands.
Þættir úr sögu siðfræðinnar, 6-8 skipti
Vilhjálmur Árnason, dósent heimspekideild H.í.
Hin nýja Evrópa: Þróun og sögulegar forsendur, 6-8 skipti
Magnús Toríi Ólafsson, blaðamaður o.fl.
Óperur og tónsmíðar Mozarts, 6 skipti
Guðmundur Emilsson tónlistarstjóri RÚV
Námskeiðin eru haldin eitt kvöid í viku
kl. 20:00-22:00 í október og nóvember.
Verð kr. 6.800 - 8.800 eftir lengd.
VR, SFR og BSRB styrkja félagsmenn sína.
37