Vera - 01.08.1992, Qupperneq 38

Vera - 01.08.1992, Qupperneq 38
AÐ TAKA MÁLIN í EIGIN HENDUR I tilefni Kvennadagsins var haldin ráðstefna á Akureyri um atvinnusköpun kvenna dagana 19. til 20. júní síðast- liðinn. Ráðstefnan var haldin fyrir konur á norður- og aust- urlandi en rúmlega eitt hundr- að konur komu, ekki aðeins af svæðinu, heldur alls staðar af landinu til að fræðast og íylgj- ast með þróun í atvinnusköp- un kvenna. Mikil eftirvænting lá í loftinu í byijun ráðstefnunnar og voru konur ákafar að nýta sér þetta tækifæri til að viða að sér hug- myndum og þekkingu. Flestar ráðstefnukonur eru viðriðnar framleiðslu og rekstur á einn eða annan hátt. Flestar kon- urnar stunda heimilisiðnað en þarna voru líka konur sem reka sín eigin fyrirtæki, sjúkranuddstofu, leðuriðju og gluggatjaldaþjónustu. Samdráttur í landbúnaði og erfiðleikar i sjávarútvegi hafa haft mikil áhrif á atvinnu- möguleika kvenna. Minnkandi tekjur í landbúnaði og at- vinnuleysi kvenna í sjávarút- vegi hefur orðið til þess að konur hafa farið að leita í eigin hugm^oidabanka um leiðir til framfærslu og fer heimilisiðn- aður því ört vaxandi. Aukinn ferðamannastraumur um okk- ar fagra land hefur skapað auknar þarfir og hafa margar konur gripið tækifærið og hafið framleiðslu á minjagripum. Þrjár konur iluttu framsögu- erindi um efni ráðstefnunnar, þær Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, Stefanía Traustadóttir og bandaríska konan Lynn Ludlam, en meginuppistaða ráðstefnunnar voru smiðjur. Smiðjurnar voru fjölbreyttar og fjölluðu um atvinnurekstur, atvinnusköpun, markaðsmál og sitthvað íleira. Sem dæmi um spennandi smiðjur má nefna „Frá hugmynd til fram- kvæmdar” smiðju sem fjallaði um frumkvæði i atvinnulífinu, „Fjármögnun atvinnusköp- unar" um eigin sjóði/opinbera sjóði/aðra sjóði, „IFE (Iðnþró- unarfélag Eyjafjarðar): mark- aðssamslarP' um samvinnu kvenna i héraði, um allt land og milli landa og „Að skapa sín eigin atvinnutækifæri til sveita“. Konur þustu óþreyju- fullar í smiðjur til að hlusta, læra og ræða málin. Smiðj- urnar voru líflegar eftir því og miklar umræður áttu sér stað um reynslu kvenna í þróun hugmynda, framkvæmd og at- vinnurekstri. Það var sérstak- lega áhugavert að heyra um rejmslu kvenna í heimilis- iðnaði. „Handverkskonur milli heiða" (Fljótsheiðar og Vaðlaheiðar) er samstarfshóp- ur 75 kvenna í heimilisiðnaði sem stofnaður var í mars í vetur. Tilgangur verkefnisins er að minnka einangrun kvenna sem vinna á eigin heimilum og auðvelda þeim að koma á framfæri vörum sem þær framleiða. Samstarfs- hópnum er skipt i Ijóra minni hópa sem hittast einu sinni í viku til þess að vinna saman, skipuleggja og ræða nýjar vöruhugmyndir. Þegar líður að vori, er vörunum pakkað í fallegar umbúðir og útnefndur verðlagningarstjóri aðstoðar konur við verðlagningu á vör- um. Konurnar töldu að það væri hagstæðara fyrir þær að selja vörurnar sjálfar en senda þær í búðir. Þær keyptu sölu- vagn í þeim tilgangi og komu honum fýrir við Goðafoss. Reyndar fauk söluvagninn í óveðri í vor, en „Handverks- konur milli heiða“ létu ekki deigan síga og héldu ótrauðar áfram þrátt fyrir þetta skakka- fall og fengu litinn sumar- bústað til afnota, sem var komið fyrir þar sem áður var söluvagn. „Handverkskonur milli heiða“ eru ekki eina dæmið, það eru til aðrir samstarfshópar, svo sem „Hagar hendur“ í Eyja- ljarðarsveit sem starfar á svipuðum grundvelli. Fulltrú- ar ofangreindra samstarfs- hópa sögðu frá reynslu sinni í einni smiðjunni. Það var augljóst af viðtökum þátttak- enda að þeir höfðu áhuga á að stofna samstarfshópa í sínum sveitum og rigndi ótal spurn- ingum yflr fulltrúana um allt sem við kom stofnun og rekstri svona hópa. í þessu sambandi er vert að minnast á mikilvægi ákvörðunar Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar að ráða markaðs- ráðgjafa síðastliðið haust til að þjóna þróun og uppbyggingu verkefna á vegum kvenna. Upphaflega var ráðið í starfið til sex mánaða en ákveðið var að framlengja tímabilið til haustsins því sjá mátti góðan og áhugaverðan árangur af starfi ráðgjafans. Bæði „Hand- verkskonur milli heiða“ og „Hagar hendur" nutu góðs af þessari þjónustu, svo og margar aðrar konur sem fengu aðstoð við vöruþróun, rekstur, markaðssetningu og fjáröflun. Yflrskrift ráðstefnunnar var „Að taka málin í eigin hendur" ig og var yfirskriftin samnefnari '•§ þeirra kvenna er ráðstefnuna ■§ sóttu. Konur sem hafa tekið ^ málin í eigin hendur og taka ig nú virkan þátt í framleiðslu, 'O atvinnu- og verðmætasköpun í : landinu. Vörur þeirra eru •g fjölbreyttar eins og sjá mátti á ^ markaðnum sem haldinn var á vegum ráðstefnunnar. Þar voru skartgripir og minjagripir af öllum stærðum og gerðum. Fallegir útskornir munir, handprjónaðar þjóðbúninga- dúkkur, veglegar leðurvörur, vörur úr selskinni og gleri. Svo voru hefðbundnar prjónavörur úr íslenskum lopa og einnig vörur úr angóru. Ráðstefnan varð mikilvægur umræðuvettvangur fyrir konur. Það voru ekki aðeins þær upplýsingar og þekking sem konur gátu viðað að sér í skipulögðum fýrirlestrum og smiðjum, heldur einnig þaer samræður sem áttu sér stað yflr matarborðum og kaffi- bollum. Konur kynntust og spjölluðu um eigin verkefni og fyrlrtæki og lærðu af mistök- um og árangri annarra. Loftið sem hafði titrað af eftirvænt- ingu i byijun ráðstefnunnar breyttist og í lok hennar var það orðið mettað af árangri velheppnaðrar ráðstefnu. Kon- ur höfðu komið, séð og miðlað. Þær héldu heim tilbúnar til að vinna úr nýrri þekkingu. reynslu og kannski nýjum hugmyndum. Þær vita að þ° þær séu smáar framleiðslu- einingar, þá eru þær svo margar að þær eru sýnilegar i íslensku efnahagskerfi. Elsa Guðmundsdóttir 38

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.