Vera - 01.12.1993, Blaðsíða 18

Vera - 01.12.1993, Blaðsíða 18
Hvernig konur fara me& vín 18 ...og vín meb konur ^v^v^VaVaVaVaVaVaVaVaVaVaVAAVaV^ Eiga konur að fó meðferb ó göngudeildum eba legudeil- dum? Rannsóknaniðurstöður gefa til kynna að meðferð á göngudeildum skili jafngóðum árangri og innlagnir á legudeildir. Innlagnir eru meiri röskun á daglegu lífí sem er neikvætt einkum fyrir konur sem hafa börn á framfæri. A göngudeild er hægara um vik að veita konum stuðning og kenna þeim að takast á við aðstæður og atburði sem upp koma í daglegu lífi. Göngudeildir eru taldar æskilegri nema um sé að ræða stutta innlögn vegna bráðrar kreppu. Eiga konur að fó einstaklings- eba hópmeðferð? Skiptar skoðanir eru á því hvaða meðferð hentar, hvort einstaklingsmeðferð á betur við eða hópmeðferð. Rannsóknaniður- stöður eru mótsagnakenndar. Konur sem koma í áfengismeðferð eru oft fullar sektar- kenndar og hafa skömm á sjálfum sér. Þær hafa minnimáttarkennd og finnst erfitt að tjá sig innan um hóp af fólki. Því reynist oft vel að hafa þær í einstaklingsviðtölum í byrjun. Hins vegar getur hópmeðferð síðan veitt þeim tækifæri til að takast á við slíka erfiðleika. Margar eldri rannsóknir hafa sýnt að eldri konur drekka frekar einar heima, en yngri konur drekka utan heimilis með öðru fólki. Oft hefur verið talað um vandamálin fylgjandi drykkju kvenna innan veggja heimilisins. Það leiðir til tilfinningalegrar og félagslegrar einangrunar sem síðan veldur meiri drykkju og verður þannig vítahringur. Konur sem eiga við áfengis- vandamál að stríða eiga oft engar vinkonur, þær hafa fjarlægst æsku- vinkonur og skömmin vegna drykkjunnar og erfiðra aðstæðna kemur í veg fyrir að þeim finnist þær eiga heima í hópi jafn- aldra kvenna. Hópmeðferð getur hjálpað þeim til að rjúfa þennan vítahring. A hinn bóginn eru ekki allar konur eins. Þær sem ekki hafa gifst eða eignast böm fínnst þær oft utangátta innan um aðrar konur og finna ekki til samkenndar með þeim sem hafa þörf fyrir að tjá sig um sektarkennd og skömm gagnvart bömum og maka. Eiga konur að fó fjölskyldu- meðferð? Konur þurfa einkum einstaklingsmeðferð ef þær hafa verið beittar ofbeldi af maka eða ef hjónabandið er slæmt. Fjölskyldu- meðferðin er ef til vill besta forvömin fyrir næstu kynslóð, þ.e.a.s. í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að barnanna bíði sömu örlög er þau vaxa úr grasi. Eiga konur að vera í AA? AA er stofnað af körlum og íyrstu kvenna- deildirnar áttu erfitt uppdráttar. Með- ferðarstofnanir hvetja alla til að fara í AA- samtökin að meðferð lokinni og sækja sér þar stuðning og félagsskap án áfengis. Margar konur kunna illa við sig í blönd- uðum deildum af því að þær em svo oft í minnihluta, stundum aðeins ein eða tvær ef deildirnar em litlar. Konur dragast að deildum þar sem konur eru fyrir. Innan AA-samtakanna eru sérstakar kvenna- deildir og stunda konur oft hvort tveggja. Eru batahorfur kvenna í áfengismebferð lakari en karla? Flestar meðferðarstofnanir eru byggðar upp með þarfír karla í huga, enda hafa þeir verið í meirihluta meðal sjúklinga. Miðað við það eru batahorfur kvenna í áfengis- meðferð ekki lakari en karla. Konur eru boðhlýðnari en karlar og fylgja betur ráð- leggingum. Þær eiga einnig oft auðveldara meó aó ræða um tilfínningar sínar og leysa tilfínningalega vandamál þegar í meðferð er komið. Lokaorð Helstu ástæður sem nefndar hafa verið fyrir innlögn kvenna í áfengismeðferð era þunglyndi, líkamleg veikindi tengd áfengisneyslu og erfíðleikar í sambandi við maka eða elskhuga. Flestar konur koma í áfengismeðferð þunglyndar og með mjög lágt sjálfsmat. Sumar hafa gert tilraun til sjálfsvígs áður en þær komu í meðferð. Þær em oft þjakaðar af sektar- kennd og skömm, sem einkum tengist móðurhlutverkinu. Þær sjá ekki hvernig þær geti breytt lífí sínu til betri vegar. Þær eru oft reiðar og fínnst sér misboðið og vantar oft aðrar leiðir til að tjá reiði en drykkjuna. Konumar vantreysta oft fólki og eiga erfítt með að byggja upp traust, enda hafa margar þeirra fengið lítinn félagslegan stuðning í bernsku og á unglingsámm sem getur verið tengt hærri tíðni alkóhólisma í uppmnaijölskyldu. Konur sem koma í áfengismeðferð em oft verr staddar á vinnumarkaðinum og afleiðing drykkju þeirra er oft atvinnu- leysi. Þær sem em giftar eiga iðulega við hjónabandsvandamál að stríða og em oft giftar körlum sem drekka of mikið. Drykkja eiginmanns ýtir oft undir drykkju konunnar. Fyrir hana er það t.d. ein leið til að umbera drykkja mannsins og eins ýtir auðveldur aðgangur að áfengi undir notkun þess. Sú staðreynd að margir eigin- menn drykkjukvenna yfirgefa þær en tiltölulega fáar eiginkonur yfirgefa drykkjumenn sína gefur til kynna að konur séu í raun minna verndaðar ef þær drekka of mikið. Atburðir í lífí kvennanna, s.s. skilnaður eða missir vinnu, verða oft til þess að þær leita meðferðar. Algengar ástæður sem margar konur nefna íyrir drykkju sinni era einmanaleiki, minnimáttarkennd, hjálpar- leysi og reiði. Langflestar konurnar hafa önnur stór vandamál fyrir utan drykkjuna (Macdonald 1987). Oftast eru nefndir til- finningalegir erfiðleikar, taugaveiklun, vandamál i kynlífi, heilsufarsvandamál og fjárhagsvandamál. Til þess að tryggja að meðferð á konum sem drekka of mikið skili árangri þarf að leggja áherslu á ýmsa þætti samhliða því að takast á við neysluna sjálfa. Það þarf að hjálpa konunum að byggja upp aukið sjálfstraust og bæta þar með sjálfsímyndina. Einnig þarf að hjálpa þeim að bæta tengslin við umhverfí sitt, rjúfa þá félagslegu einangmn sem þær búa við og virkja þar með leiðir til stuðnings. Síðast en ekki síst þarf að hjálpa þeim að yfirvinna sektarkenndina og skömmina sem tengist því að vera kona og móðir og hafa bmgðist í þeim hlutverkum. Höfundur fæst við áfengisrannsóknir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.