Vera - 01.12.1993, Blaðsíða 22

Vera - 01.12.1993, Blaðsíða 22
Hvernig konur fara með og vín með konur c > 22 lengi vel að óhamingja mín væri öllum öðrum að kenna; föður mínum sem var drykkjumaður, ástmönnum sem fóru illa með mig (að líta á sjálfa sig sem fómarlamb er ekkert annað en önnur leið til að firra sig ábyrð). Ef ég hefði bara verið fallegri, mjórri, hærri, ef bara fólk myndi skilja mig! Eg hafði reynt hundrað milljón nýjar aðferðir við drykkjuna. Skipt um tegundir, sleppt sterku, drukkið bara bjór eða vín, bara gin en ekki vodka, bara hass, ekkert hass og svo framvegis út í það óendanlega. Ekkert virtist ganga, því fyrr en síðar féll allt í sama farið aftur, ég missti alltaf stjóm á neyslunni. Um leið og ég fékk mér i glas var ijandinn laus. Eftir því sem á leið varð erfiðara og erfiðara að lifa. Frammistöðu minni í námi og vinnu fór hrakandi, ég hafði ekki lengur þrek til að halda uppteknum hætti. Fólk hafði fundið að drykkjunni hjá mér í áravís. Mér sveið fátt sárara en að fá umvandanir í þá átt. Fannst drykkjan vera mitt einkamál, sem öðmm kæmi ekki við. I raun gat ég ekki hugsað mér lífið án áfengis. Eins mótsagnakennt og það kann að hljóma fyrir þann sem ekki hefur sömu reynslu þá voru einu bærilegu stundir lífs míns orðnar þegar ég var undir áhrifúm. Ég var veik og uppgefin á því að vera veik og uppgefin. Gat ekki lifað og skorti kjarkinn til að deyja. I örvæntingu minni bað ég guð um hjálp - ég taldi mig annars trúlausa. Ég fékk sannarlega bænheyrn, sem breytt hefur lífí mínu. Vinur minn og drykkju- félagi sem hafði verið edrú í tvo mánuði, (sem fyrir mér var heil eilífð) kom mér til bjargar og tók mig með sér á fund hjá AA samtökunum. Þetta var fyrir tæpum fjórum árum og síðan þá hef ég sótt styrk minn á fundi samtakanna. Það kom strax í ljós hverjir voru vinir mínir og hverjir aðeins drykkjufélagar. Hinir síðarnefndu hurfu sem dögg fyrir sólu. Það er ekki mér eða mannkostum mínum að þakka að ég hélt í gömlu vinina. Ég er guði þakklát fyrir að eiga enn gömlu vinina sem ég deildi öðrum þáttum af lífi mínu með en drykkjunni. Ég vil taka það fram að ég tala ekki sem fulltrúi AA samtakanna, það getur ekki nokkur sála. Hins vegar er þetta félagsskapur sem öllum er opinn. Það eina sem til þarf til að gerast félagi er löngun til að hætta að drekka. Hvað hefur breyst? Allt mitt líf. Ekki að utanverðunni heldur að innan. Ég hef ekkert að skammast mín fyrir lengur. Lífíð er ekki lengur einhver eilífðar feluleikur fyrir sjálfri mér og öðrum. Ég á engin leyndarmál sem þola ekki dagsins ljós. Sjálfsmynd mín verður sífellt styrkari og ég er að læra að takast á við hlutina, hlaup- ast ekki á brott. Þetta gerðist ekki á einni nóttu, aldeilis ekki, sem betur fer. Breytingarnar eru örsmáar dag hvern en Drykkjan sem slík er ekki aðal- vandamólib. Það er ekki nóg að hætta að drekka eða dópa, þaó veróur aó taka ó öllum hinum vandamólunum líka. Það verður aö breyta viöhorfum sínum til lífsins. stöðugar og markvissar, svo lengi sem ég drekk ekki, sæki t'undi og vinn að mínum málum. Ég reyni að fara ekki sjaldnar en fjórum sinnum í viku á fundi. Einhver kann að spyrja, hvort ekki sé hægt að sleppa fundasókn þegar allt er augljóslega farið að ganga vel. Svar mitt er ó nei og aldeilis ekki. Mér hefur verið kennt að leggja eins mikla orku og tíma i batann eins og ég lagði áður í drykkjuna og reikni nú hver sem vill. Er ekki nóg að fara í afvötnun, meðferð og þannig ná tökum á vandamálinu í eitt skipti fyrir öll kunna aðrir að spyrja. Svarið hér er nei. Það er einungis hægt að ná tökum á þessu vanda- máli einn dag í senn. Ég fer á fundi til að sækja andlegan styrk meðal fólks sem hefur gengið í gegnum sömu reynslu og ég. Ég fer á fund til að létta á hjarta mínu, til að heyra hvernig gengur hjá öðru fólki, til að draga lærdóm af reynslu annarra. Einhver sagði, klár kona lærir af eigin reynslu en vitur kona lærir af reynslu annarra. Ég fór aldrei í meðferð, enda þarf meðferð ekki að vera skilyrði íyrir því að vera edrú. Ég hef verið mjög virk í öllum þjónustustörfum innan AA og fínnst það mjög gefandi. Ég stjórna fundum, tala reglulega á opnum fundum og er með mjög góðan trúnaðarmann sem mér finnst afar mikilvægt. Alkóhólismi er banvænn sjúkdómur. Hann getur snardrepið fólk en oftast er hann að murka lífið úr fólki árum saman, það smádeyr. Alkóhólismi er sjúkdómur sem segir manni að maður hafi engan sjúkdóm. Alkóhólismi er geðsjúkdómur, sjúkdómur sem litar öll viðhorf manns til lífsins og hegðunar. Neikvæðni, stífni, ótti, hroki, vanhæfni til að takast á við til- finningar, flótti frá tilfinningum með öllum tiltækum ráðum eru allt karakter- einkenni drykkjumanns. Þessi lífsviðhorf breytast ekki sjálfkrafa við það að hætta að drekka eða fara í meðferð. Þessi viðhorf og vanlíðanin sem þeim fylgir getur ein- ungis breyst með hjálp annarra. Drykkjan sem slík er ekki aðalvandamálið. Það er ekki nóg að hætta að drekka eða dópa, það verður að taka á öllum hinum vanda- málunum líka. Það verður að breyta viðhorfum sínum til lífsins. Hér get ég ekki unnið ein og óstudd og einmitt í því er fegurðin fólgin. Með því að veita fólki aðgang, leyfa því að hlúa að mér og vefja mig kærleika sinum læri ég að elska sjálfa mig, í því felst batinn. Ég sæki líka styrk í trú á mátt sem er æðri sjálfri mér - sumir kjósa að kalla þennan mátt guð - þessi trú er lykilatriði. (Ég er ákaflega trúuð en ekki í hefðbundnum skilningi, er t.a.m. lítið hrifin af kirkjunni.) Viðhorfsbreytingar eru frumforsenda fyrir breyttri hegðun. Þarflaust frá að segja þá er hegðun praxís. Praxísinn er lífið sjálft. Hér eru mistökin algerlega ómiss- andi. Ég er alltaf að gera mistök og þannig læri ég. Munurinn frá því sem var og því sem er nú, er sá að ég lít ekki á þessi mis- tök sem einhvern dóm yfír því hver ég er sem manneskja; ómöguleg, mislukkuð o.s.frv., eins og mér var tamt áður fyrr. Ég skal gefa dæmi. Ég vinn sjálfstætt. Fyrir skömmu skil- aði ég af mér drögum að stóru verkefni sem tekur að minnsta kosti ár í vinnu. Ég er búin að leggja mjög mikla vinnu í að undirbúa verkefnið. Aður en ég get hafíst handa þurfa drögin að hljóta samþykki fímm manna nefndar. Ég fékk umsagnir &
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.