Vera - 01.12.1993, Blaðsíða 41
Hverjir hafa lagt sitt á vogarskál jafnréttis undanfarib?
Hverjir hafa unniá jafnréttisbaráttunni mest gagn og ógagn?
HVAÐ FINNST ÞÉR? Sendu Veru línu eba taktu upp símtólib og láttu skoóun þína í
Ijós.
PLIJS
Ellert B. Schram
Fyrir leiðara miðvikudaginn 10. nóv. sl.
þar sem segir m.a.:
- Staðreyndin er sú að konur eru alla jafna
í láglaunastörfum. Er það vegna þess að
konur sæki frekar í láglaunastörf eða er
það vegna þess að lág laun eru greidd
þegar konur eru annars vegar? Þetta er
lykilspumingin.
Hér skal því haldið blákalt fram að
vinnuveitendur hafí komist upp með að
bjóða konum lægri laun en körlum. Og
það á jaftit við hvort sem störfin em sam-
bærileg eða ekki. Hvað þá ef um er að
ræða hefðbundin kvennastörf. Skýringin á
sér sjálfsagt sögulegan aðdraganda frá því
konur vom að langmestu leyti ómenntaðar
og til uppfyllingar á vinnumarkaðnum. En
i seinni tíð er orsakanna að leita í vanmati
á störfum kvenna og vanmætti þeirra
sjálfra til að standa saman um bætt kjör.
Við þurfum ekki annað en að líta yfir
atburðarás síðustu ára og áratuga til að átta
okkur á því að réttindi kvenna hafa verið í
lágmarki. Síðbúinn kosningaréttur, tak-
markaður fjöldi menntaðra kvenna,
nýfengið fæðingarorlof, vanbúið dag-
vistunarkerfi. Allt á þetta rætur að rekja til
skeytingarleysis karlaveldisins til stöðu
kvenna í þjóðfélaginu. Þær voru hús-
mæður, karlarnir fyrirvinnur.
Verkalýðshreyfingin á sinn þátt í
þessu. Henni hefur verið tröllriðið af hugs-
unarhætti karla og þar hefur enginn merkj-
anleg herferð eða barátta verið háð fyrir
bættum hlut kvenna á vinnumarkaðnum.
Verkalýðshreyfíngin er risavaxið nátttröll
sem hefur ekki haft innri kraft eða
hugmyndaflug til að aðlaga sig breyttum
viðhorfum í þjóðfélaginu. Kvennabaráttan
hefur farið þar fyrir ofan garð og neðan. ...
Jafnréttisróð
Fyrir fyrsta jafnréttisþingið. Það var
kominn tími til!
Kvennalistinn
Ekki aðeins fyrir að njóta fylgis 20%
þjóðarinnar heldur einnig fyrir góða álykt-
un um atvinnumál sem virðist hafa vakið
verkalýðsforystuna af Þyrnirósarsvefni
sínum.
Mokka og Hannes Sigurðsson
Fyrir sýningaröð sem sýnir margbreyti-
leika femínismans og fyrir fróðlegt viðtal
við líkamsræktarkonuna og aðgerðarsinn-
ann Laurie Fierstein: Líkaminn sem lista-
verk og verkfæri i jafnréttisbaráttu kvenna.
Útvarpsráð
Fyrir bókun sína þann 15. október sl. þar
sem útvarpsráð beinir því til útvarpsstjóra
að óháðum aðila verði falið að kanna hlut
kvenna í fréttum Utvarps og Sjónvarps og
fréttatengdum þáttum, til að kanna hver
þróunin hefur verið síðan 1987. Einnig
fyrir bókun sína þann 22. október þar sem
gagnrýndur var fjöldi karlkyns þátttakenda
„með áþekk stjórnmálaviðhorf' í um-
ræðuþáttum sjónvarpsins.
Rannsóknastofa í kvenna-
fræðum
Fyrir Rabb um rannsóknir, þar sem fræði-
konur kynna rannsóknir sínar.
Vikublaðið
Fyrir tíða og góða umfjöllun um jafn-
réttismál. Sérstakan plús fær grein
Þorgerðar Einarsdóttur: Einkalífið - hinn
gleymdi vig\’öllur kvennabaráttunnar.
Þór Jónsson
Fyrir leiðara í Tímanum þann 6. nóvember
sl. þar sem hann rekur hvernig hlutur
kvenna er víða fyrir borð borinn; launa-
rnunur kynjanna, fáar konur í fremstu
röðum stjórnmálamanna í ljórflokkunum
og umijöllun ijölmiðla um konur. Hann
segir að það sé full ástæða fyrir ijölmiðla
að skoða rækilega sinn þátt í þessum
efnum.
MÍMU2
Fjölmiólar
Fyrir skammarlega litla umfjöllun urn
fyrsta jafnréttisþingið. Hvenær ætli þeim
skiljist að jafnréttismál eru þungavigtannál
rétt eins og önnur þjóðfélagsmál?
Jafnréttisróö
Fyrir val á framsögumönnum á jafnréttis-
þinginu. Benedikt Davíðsson, Magnús
Gunnarsson, Ólafur Ragnar Grímsson...
hvað hafa þessir rnenn lagt á vogarskál
jafnréttis? Var virkilega ekki hægt að fínna
einhverja betri?
Magnús Óskarsson
og allir hinir karlarnir sem ruku upp til
handa og fóta vegna bókunar útvarpsráðs
og kusu að snúa út úr henni.
Felufemínistarnir
Hve lengi þurfum við að lesa viðtöl við
konur sem hafna kvennabaráttunni þótt
ljóst sé bæði af orðum þeirra og æði að
þær lifa og starfa í anda hennar? Er ekki
kominn tími til að koma út úr skápnum?