Vera - 01.12.1993, Blaðsíða 19
^VaVaVAWaVaVaVaVaVaVaVaVaVaVaVí Hvernig konur fara með vín
UM
KONUR og ÁFENGI
hegðun frekar en að það tengist drykkju
einvörðungu. Konur með áfengisvandamál
eru líklega ekki frekar en karlar „faldar“
fyrir þeim sem tengjast einkalífi þeirra,
fjölskyldu, vinum, heimilislæknum og
vinnuveitendum.
Afengisvandamálum kvenna er
enginn gaumur gefinn
Því hefur verið haldið fram að ekki sé
tekið á áfengismisnotkun kvenna vegna
þess að henni fylgi svo mikil skömm fyrir
konuna sjálfa, maka hennar og börn að
reynt sé að líta fram hjá vandamálinu og
að konunni sé hlíft við að horfast í augu
við afleiðingar gerða sinna. Þarna hefur ef
til vill hinn fastmótaði hugsunarháttur um
karlmanninn sem verndara haft áhrif. Ef til
vill er tilhneiging til að taka vandamál
Færri konur en karlar fara
í meöferð
Margar erlendar rannsóknir hafa
sýnt að konur leita frekar til sál-
fræðinga og geðlækna vegna vanda-
mála sinna, en karlar fara frekar í
áfengismeðferð. Hér á landi hefur
þróunin hins vegar orðið sú að
konur fara í áfengismeðferð í réttu
hlutfalli við karla. Þegar framboð á
áfengismeðferð er nóg, þá koma
konurnar í meðferð, því þær leita
sér almennt aðstoðar fyrr en karlar.
Kvenalkóhólistar sjóst
sióur
Því hefur verið haldið fram að
konur sem eiga við áfengisvanda-
mál að stríða séu faldar því þær séu
flestar húsmæður sem takist að fela
drykkju sína þar sem þær séu
tiltölulega einangraðar frá um-
heiminum. Slíkar fullyrðingar vísa
til þeirrar tilhneigingar að líta fram
hjá þeirri staðreynd að stór hluti
giftra kvenna vinnur utan heimilis
og hafa þær mun fleiri tækifæri til
áfengisneyslu en kynsystur þeirra
sem heima eru. I dag eru fæstar
konur húsmæður eingöngu og
ýmsar rannsóknir sýna að húsmæður eigi
síður við drykkjuvandamál að stríða en
aðrar konur. Margar konur sem misnota
áfengi drekka einar heima, en það á jafnt
við um giftar sem ógiftar konur. Ekkert
staðfestir það að konur feli drykkju sína
frekar en karlar. Hugsanlega hefur
þjóðfélagið gripið húsmóðurina sem staðn-
aða ímynd fyrir kvenalkóhólistann vegna
þess að hún virðist viðkvæmust og vegna
þess að misræmið á milli ímyndar hús-
móðurinnar og alkóhólistans er áhrifamest
(sherrýflaskan í kústaskápnum).
Kvenalkóhólistar geta verið síður sýni-
legir á almannafæri vegna þess að konur
eru ólíklegri til að sjást drukknar, lenda í
slagsmálum og hafa hátt. En þessi munur
endurspeglar almennan kynjamun í
félagslega ákvörðuðum reglum fyrir
kvenna síður alvarlega en karla, en
á sama hátt má segja að frekar sé
litið framhjá drykkju karla vegna
þess að ofdrykkja sé siður
afbrigðileg fyrir karla.
Konur fara aó drekka í
óhófi þegar börnin fara
aö heiman
Því hefur oft verið haldið fram að
áfengismisnotkun kvenna sé
viðbrögð við streitu tengdri
atburðum í lífi þeirra. Þar hefur
meðal annars verið talað um að
konur fari að drekka í óhófí þegar
bömin fara að heiman. Rannsóknir
á þessu fyrirbæri hafa hins vegar
sýnt að meðal kvenna á likum aldri
eru þær konur ánægðari með lífið
sem eiga börn sem eru farin að
heiman. Jafnvel er fullyrt að það
valdi meiri streitu að hafa fullorðin
börn búandi heima, þar sem það er
frávik frá þeim væntingum sem
fólk hefur til lifsins.
Kona sem drekkur er
lauslót
Mikil kynferðisleg skömm tengist
konum sem drekka eða nota aðra
vímugjafa. í vestrænum samfélögum eru
þessar konur sjálfkrafa álitnar bæði laus-
látar og aðgengilegir skotspónar fyrir kyn-
ferðislega áreitni. Almenningsálitið skellir
gjaman skuldinni á konur og stúlkur sem
verða fyrir nauðgun ef þær liafa verið
undir áhrifum vimugjafa. Nýrri rannsóknir
hafa sýnt að hin staðlaða ímynd konunnar
sem verður lauslát ef hún drekkur, er ekki
aðeins ónákvæm heldur veldur hún því að
þær verða fórnarlömb kynferðislegra
árása. Það hefur líka verið sýnt fram á að
konur sem sjást drekka, þ.e. drekka á bar,
eru mun líklegri til að verða fórnarlömb
áreitni en karlar, jafnvel þótt þær misnoti
ekki áfengi og hafi ekki áfengistengd
vandamál.
Asa Guðmundsdóttir
Byggt að mestu á Robertu G. Ferrence