Vera - 01.12.1993, Blaðsíða 35

Vera - 01.12.1993, Blaðsíða 35
^^^^^jSy^^^^jS/^^\/^^^A\/jS/j^^^^\ ÚRSÍÐUADAMS ^^ IIÐ ÞÖGLA KYN feður þeirra og spyrja sig því til hvers þeir eigi að nota gamlar fyrirmyndir. Þeir eru meðvitaðir um að þeir verði að rækta þá eiginleika með sér, sem henta betur inni á heimili en vinnustað, og gífurlegt atvinnu- leysi á sinn þátt í þessu. Hingað til hafa karlar ekki getað sýnt karlmennsku sína, án þess að vera sakaðir um karlrembu og chauvinisma. Mér finnst ýmislegt benda til þess að ungir karlmenn vilji heldur vera karlmannlegir feður, en þróa með sér hefðbundin kvenleg gildi. I þessu felst sprengikraftur og margir möguleikar. Hið þögla kyn sunnan nafla Er þá ekkert samhengi á milli mjúka mannsins og hinnar nýjuföðurímyndar? „Nei, mjúki maðurinn var bara hugtak sem fjölmiðlar fundu upp. Það voru í mesta lagi þrjú prósent karla sem féllu inn í þessa ímynd í byrjun áttunda áratugarins. Það er ekki hægt að bera mjúka manninn saman við hinn nálæga föður, því blíður og nærgætinn faðir getur verið allt í senn vöðvastæltur, hugdjarfur og fylginn sér. Ljósm. Sigrún Björnsdóttir Honum er frjálst að þroska eigið til- finningalíf í stað þess að reyna að lifa upp til þeirra kröfu að vera eins og kona. I tutt- ugu ára jafnréttisumræðu hafa karlmenn verið hið þögla kyn, enda þótt það hljómi mótsagnakennt. Enda þótt Simone de Beauvoir hafi sagt að konan væri hitt kynið, er veruleikinn annar. Konan hefur haft einkarétt á því að vera kynið og kynvera og er í raun eina kynið í jafnréttisum- ræðunni. Karlinn hefur bara verið fulltrúi þess karlmannlega. I okkar menningar- heimi hefur karlmennska og kynferði allt of lengi verið spyrt saman við þetta liffæri sem hangir sunnan undan naflanum. Karlafræðin eru kannski merki þess að menn séu farnir að kannast við að karl- kynið er ýmislegt fleira og vilji því allra náðarsamlegast fá að vera „hitt kynið". Til þess þurfum við bæði hugrekki og kímni- gáíu, því það versta sem gæti gerst væri að karlafræði yrðu uppskrúfuð og fanatísk fræðigrein." Höfundur er fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu Hans Bonde Historisk Institut Köbenhavns Universitet Njalsgade 102 2300 Köbenhavn Danmark KRABBAMEINSF ELAGSINS 1993 VEITTU STUDNING - VERTU MEÐ! í þetta sinn voru miðar sendir konum, á aldrinum 23ja - 75 ára. Viö þökkum öllum þeim sem þegar hafa borgað miðana og minnum hina á g'óðan málstað og verðmæta vinninga. Greiða má í banka, sparisjóði eða póstafgreiðslu til hádegis á aðfangadag jóla. Vakin er athygli á því að hægt er að borga með greiðslukorti (Visa, Eurocard). Hringið þá í síma (91) 621414. Hver keyptur miði eflir sókn og vörn gegn krabbameini!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.