Vera - 01.12.1993, Blaðsíða 26

Vera - 01.12.1993, Blaðsíða 26
...og vín með konur c > xO 4) E o L. o 3 C 0 O) <D > z • • ÞORF A BRJALUÐUM AROÐRI Eitt af fyrstu leikritunum um vímuefna- notkun kvenna, sem sýnt var hér á landi, var sænska leikritið Sjö stelpur eftir Erik Thorstenson. Leikfélag Kvennaskólans í Reykjavík, Fúría, er nú að æfa leikritið undir stjórn Sigrúnar Valbergsdóttur og mun sýna það í Tjarnarbíó í janúar næstkomandi. Samkvæmt tillögu Sigrúnar var verkið staðfært og málfar fært til nútímahorfs, þar sem slanguryrðin hafa elst misvel. Tinna Björk Arnardóttir og Þórhildur Valsdóttir litu við á Veru tíl að segja frá stykkinu því þær höfðu frétt að blaðið ætlaði að fjalla um konur og alkóhól, en stelpumar sjö þekkja misnotkun þess vel af eigin raun. „Þetta er svo aktúelt stykki, því margir jafnaldrar okkar eru að koma úr meðferð eða fara í meðferð," segir Þórhildur. Leikritavalið réðst því ekki aðeins af Qölda kvenhlutverka en í Fúríu eru stelpur í meirihluta. Það endurspeglar ekki aðeins kynhlutföllin í Kvennaskólanum heldur einnig þá staðreynd að mun fleiri konur en karlar leggja leiklist fyrir sig á sama tima og flest hlutverk eru skrifuð fyrir karla. „Þetta er mjög skemmtilegt verk og nálægt okkur í aldri. Það er svo erfitt fyrir áhugafólk að leika upp fyrir sig í aldri,“ segir Tinna Björk. Þær líta á uppsetningu verksins sem lið í forvamarstarfi, sem þær telja að sé allt of lítið. „Það þyrfti að byrja strax í grunnskólunum og koma með brjálaðan áróður til að það virki,“ segir Tinna Björk og bætir við að hún haldi „að það séu að minnsta kosti jafnmargar stelpur - ef ekki fleiri - sem fara í meðferð. Það er kannski vegna þess að þær gera sér frekar grein fyrir því að i óefni er komið og leita sér hjálpar.“ Ætlunin er að skrifa grein í sýningarskrána um meðferð unglinga og leikhópurinn ætlar í heimsókn á Barna- og unglingageðdeild ríkisins og að Tindum ef leyfi fæst, til að kynna sér starfsemina þar. RV , & Islensk list við öll ©1 I Sklpholt 60B, Síml 814020 V^VaVÍVaVaVAAVaVaVaVaVaVaVaVaVaVaVaVíV4VaVaVaVíV-V FLASKAN OG SIÐGÆÐIÐ 26 Drukkin kona fær harðari dóm en drykkjubræður hennar. Finnsk rannsókn sýnir aó þar í landi hafa karlar og konur sem handtekin eru vegna ölvunar fengið mjög ólíka meðferó. Dæmi: „31 árs gömul kona er handtekin í stigahúsi við Helsingegötuna þriðjudagssíðdegi árið 1942, eftir að einn íbúa hússins hafði gert lögreglu aðvart. Konunni er lýst sem heimilislausri, fyrrverandi hár- greiðslukonu, fráskildri tveggja barna móður. Við handtöku er hún með karl- manni, sem hún er grunuð um að hafa haft samræði við í stigaganginum. Bæði eru drukkin, en ekki ofurölvi. Konan er handtekin vegna ölvunar, karlinum er sleppt.” Drukkin kona er sem ólæst kista, segir gamalt máltæki. í Róm til forna mun hafa legið refsing við því að konur drykkju áfengi, því áfengi gerði þær hættulega lauslátar. Þetta er sami boðskapur og enn heyrist til dæmis þegar sagt er að drukknar konur geti sjálfum sér um kennt sé þeim nauðgað. Konu er hægt að nauðga og því er hún hættulegri en karl sem getur nauðgað. Sökin er hennar sem freistar fremur en hans sem lætur freistast. Af einhverjum ástæðum hafa lögin aldrei bannað karlkyninu að drekka á þeim forsendum að áfengi gerði það hættulega ofbeldishneigt. BÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.