Vera - 01.12.1993, Blaðsíða 38
S7Z$ JÓlin ^v^V^V^VAAV^VA/^VV^V^
VERA MÆLIR MEÐ
38
Ástin fiskanna
Steinunn Siguröardóttir
iSunn 1993
Ástin fiskanna er svo hárfín, meitluð og
spennandi frásögn að það er ekki hægt að
leggja bókina frá sér fyrr en lestrinum er
lokið. I þessari stuttu skáldsögu er öll
sérstöku einkennin hennar Steinunnar sem
þjappar saman harmrænni örlagasögu af
hinni miklu ást sem hellist yfir sögukonuna.
Hún gengur í eins konar björg tilfmninganna
og alveg til enda ríkir spennan: Hver verða
örlög hennar? Söguþráður er skemmtilega
eínfaldur en þó er reynt að skilgreina ástina
og það tekst bara vel. I þessari fallegu,
grænu bók sem lítur út eins og lítil dagbók er
fögur og myndræn saga, sorgleg, fyndin og
spakleg.
Hrund Ólafsdóttir
Hvatt ao rúnum
Álfrún Gunnlaugsdóttir
Mál og menning 1 993
Bækur Álfrúnar Gunnlaugsdóttur:
Smásagnasafnið Afmanna völdum og skáld-
sögurnar Þel og Hringsól eru ailar í miklu
uppáhaldi hjá mér. Því var ég afar spennt að
lesa þá nýjustu, Hvatt að rúnum. Eins og
hínar þrjár las ég hana af áfergju og spenn-
ingi og eins og fyrri daginn vöknuðu margar
spurningar við lesturinn. Þessa bók verð ég
að lesa þrisvar sinnum a.m.k. því í henni
fléttast saman þrjár sögur sem eftir fyrsta
lestur liggur ekki ljóst fyrir hvernig tengjast.
Ég vil lesa hverja sögu fyrir sig því allar eru
þær vel skrifaðar, skemmtilegar og þræl-
spennandi og var ekki laust við að mér fynd-
ist ég vera að ráða krossgátu. Bókin er krefj-
andi og ótæmandi uppspretta umræðna.
Helsti vildi ég að sem flestir læsu hana til að
geta talað um hana við mig og velt vöngum
með mér yfir hinum ótæmandi túlkunar-
möguleikum.
Ragnhildur Vigfúsdóttir
Ódaudleg ást
Ljúdmíla Petrúshevskaja
þýS. Ingibjörg Haraldsdóttir
Mál og menning 1993
Smásögur Ljúdmílu Petrúshevskaju eru
heillandi. Þær eru fyndnar, en látlausar, þær
eru raunsæjar en koma víð hjartað í manni.
Sögusviðið er Moskvuborg samtímans og
efniviðurinn óvenjuleg örlög, ástir, drykkja
og veikindi. Hérna er engin gervimennska á
ferðinni. Persónur sagnanna eru svo
mannlegar og einmitt það er svo hrífandi.
Skáldskapur sem ber af, eftir eina af fremstu
skáldum móðurlands síns.
Vala S. Valdimarsdóttir
Franskur leikur
Vigdis Hjorth
þýð. Ásgeir Ásgeirsson
Almenna bókarelagiS 1993
Þessi saga gerir töluverðar kröfur til lesand-
ans. Hún fjallar um tilfinningalega einangrun
og það er erfitt að ná sambandi við aðal-
persónuna því hún nær ekki að gefa öðrum
af sjálfri sér. Sagan er ekki heillandi á yfir-
borðinu. Maður þarf að hafa fyrir því að
finna tilfinningar sem krauma undir. En ef
það tekst þá hefur maður ef til vill öðlast
dýpri skilning á persónum eins og aðal-
persónunni Láru.
Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir
Veröld sem ég vil
Saga Kvenréttindafélags íslands
1907-1992
rituS af SigríSi Th. Erlendsdóttur sagn-
fræSingi.
Loksins er hún komin! Þó svo að ekki sé
fjallað um kvennabaráttu heillar aldar eins
og sagt er í auglýsingabæklingnum þá er
þetta góð bók, vel skrifuð, fróðleg og falleg.
Að gefa
er auðlegð
þú gafst mér þann auð
því þú
vildir þiggja
Jórunn Sörensen
Orosnilld kvenna
MálmfríSur SigurSardóttir valdi
Mál og menning 1992.
Bókin skiptist í eftirfarandi kafla: Landið og
náttúran, Söknuður og dauði, Lífið og tilver-
an, Hugsanir og skáldskapur, Móðir og barn,
Konur og karlar (sá kafli hefði átt að heita
Um ástina, þar sem konur geta líka elskað
aðrar konur), Úr íslendingasögum og
þjóðlegum fróðleik, Þjóðvísur eftir konur,
Málshættir um konur, Úr ljóðabók barnanna.
Orösnilld kvenna er gullfalleg og eiguleg
bók! Sjálfsögð bók fyrir allar konur
Fjarri hlýju hjónasængur
Inga Huld Hákonardóttir
Mál og menning 1992
Öðruvísi íslandssaga er réttnefni á þessari
bók. Það er alltaf gaman þegar sagnfræðing-
ar reyna að setja fram og segja sögu á þann
^^¦^^ ^^jJ"
hátt að „venjulegt fólk" hafi gaman af. Sú
aðferð sem Inga Huld notar við söguritunina
krefst mikils af höfundi og minnist ég þess
ekki að hafa lesið jafn góða íslandssögu
síðan bók Þórunnar Valdimarsdóttur Snorri
á Húsafelli kom út. I gegnum umfjöllun um
ástir, kynlíf, hjónabönd og frillulíf má lesa
átakanlega sögu - íslandssögu sem of lengi
hefur verið óskrifuð.
Höfundur hefur starfað lengi sem blaða-
maður og nýtist það vel í bókinni. Textinn
rennur áfram á skemmtilegan, hnitmiðaðan
og lifandi hátt. Hiklaust bók sem hægt er að
mæla með til jólagjafa fyrir feður, syni og
frændur á öllum aldri!
Steinunn V. Óskarsdóttir
Steiktir grænir tómatar
Annie Flagg
Skialdborg 1992
þýo. Jóhanna G. Erlingsdóttir
Sagan kafar dýpra og spannar lengri tíma en
kvikmyndin og frásögnin er oft skemmtilega
marghliða. Hinsvegar geldur hún líka
tímaflækingsins og finnst mér kvikmyndin
hjálplegur rammi utan um sögu bókarinnar.
Berglind Steinsdóttir
Móoir og barn
Elizabeth Fenwick
ÞýS. ÁlfheiSur Kjartansdóttir
Örn og Örlygur 1992
Bókin lýsir á mjög skýran og aðgengilegan
hátt meðgöngu, fæðingu og umönnum barns
fyrstu þrjú árin. Texti er hnitmiðaður og bók-
ina prýðir fjöldi mynda til frekari útskýringa.
Bókin er handbók fyrir foreldra og er sem
slík einkar handhægt uppflettirit sem í er að
finna a.m.k. allt sem mér hefur dottið í hug
að leita svara við, hvort sem um hefur verið
að ræða atriði er tengjast meðgöngu, fæð-
ingu eða umönnum ungbarnsins. í bókinni er
líka að finna góð ráð við ýmsum vanda-
málum sem upp kunna að koma og ítarlegur
kafli er um sjúkdóma og slys. Að mínu mati
er bókin ekki síður góð fyrir foreldra sem
eiga börn fyrir. Á mínu heimili hefur hún
a.m.k. verið mikið skoðuð og lesin af eldri
systkinum sem finnst hún mjög forvitnileg.
Ég mæli því með bókinni fyrir alla verðandi
foreldra.
Gunnhildur Óskarsdóttir