Vera - 01.12.1993, Blaðsíða 34

Vera - 01.12.1993, Blaðsíða 34
^VVV^^^V^VV^VV7^^ 34 Þar kom að því. Tveimur áratugum eftir að kvennarannsóknir urðu viðurkennd frœðigrein á Norður- lóndum rísa menntakarlar upp og vilja að þeirra vandamál, ekki síður en kvenna, séu tekin alvarlega. A geysifjölmennri ráðstefnu um stöðu karla, sem haldin var við háskólann í Hróarskeldu í október síðastliðnum, spyrntu ungir og framsœknir háskóla(karl)menn hvaðanæva af Norðurlöndum fótum við einokun kvenna á frœðimennsku um stöðu kynjanna og kröfðust þess að fá að skilgreina hlutverk sitt sjálfir. „Við kunnum Kvennafræðarann utan að. Við vitum allt um tíðahring kvenna, sálar- líf þeirra og skoðanir á körlum, meira en um okkar eigin sáðlát," var haft eftir einum ráðstefnugesta. Greinilegt var að umræðuþörfin var brennandi, enda óskuðu yfir eitt hundrað mennta(karl)menn að ráðstefnunni lokinni að fá að stunda karla- rannsóknir við danska háskóla. Þá kom til líflegra skoðanaskipta í dönskum fjölmiðlum um gildi karlarannsókna. Jörn Halberg Beckmann prófessor í sálarfræði við sjúkrahúsið í Óðinsvéum hélt því fram í blaðagrein að karla- rannsóknir væru hámark nafla- skoðunarinnar. Karlar voru að hans mati óáhugavert rannsóknarefni, enda mun frumstæðari en konur hvernig sem á þá væri litið. „Samanborið við konuna er karlinn tilfínningalegur öreigi, ekki síst í kynlífi og hefur hvorki hugsun, skynjun né næmi á við konuna," sagði Beckmann. Herskáir feministar létu heldur ekki sitt eftir liggja og héldu því fram að nú væru karlar að gera enn eina tilraunina til að undiroka konur í fræðimennsku. Bente Rosenberg doktor í kvennafræðum við Kaupmannahafnarháskóla var hins vegar á þeirri skoðun að karlarannsóknir ættu eftir að auðga kvennafræðin og að þessar tvær fræðigreinar gætu með tíð og tíma breytt dftewárv ríkjandi söguskoðun og rannsóknaraðferð- um háskólamanna. Berlingske Tidende, málgagn íhalds- ins, sló því svo upp á forsíðu þegar umræðan stóð sem hæst, að mjúki maðurinn væri dauður, ný og betri karl- ímynd væri að sjá dagsins ljós; „hinn nálægi faðir". An andsvars veroa lcven- nafræ&in afturhaldssöm Vera náði tali af Hans Bonde, lektor í sagnfræði við Kaupmannahafnarháskóla, en hann skipulagði karlaráðstefnuna í Hróarskeldu. Bonde er 33 ára, tveggja barna faðir og íþróttamaður í toppþjálfun. Hann er ekki í vafa um að hægfara karlabylting sé hafín og segir karla loksins hafa risið upp gegn oki starfsframans til að sinna börnum sínum og fjölskyldu. Áhuginn á karlafræðum endurspegli ein- faldlega löngun karla í nýtt hlutverk, þeir vilji vera virkar og lifandi kynverur. En hvernig svarar Bonde þeirri gagnrýni, sem karlafræðimenn hafa mætt? „Gagnrýnin hefur verið óréttmæt, því hún hefur aðallega beinst að því að gera kröfu karla um ríkara kynferðislíf tor- tryggilega. Karlafræði nær langt út fyrir einstaklinginn, hún hlýtur að miða að því að sýna áhrif karlkynsins á alla þætti þjóðlífs. Á stjórnmál, stéttabaráttu, fjár- málaheim og atvinnulíf. Sú krafa kom til dæmis fram á ráðstefnunni, að staða karla í vanþróuðum ríkjum væri rannsökuð, áður en ákvarðanir væru teknar um fjárveitingar til þróunarverkefna. Á Norðurlöndum virðast þeir, sem ákveða hvernig verja eigi fjármagni til félagslegrar uppbyggingar í þróunarríkjunum, ganga út frá þeirri for- sendu að frekar þurfí að styðja við bakið á konum en körlum. Rannsóknir mann- fræðinga í mörgum Afríkuríkjum benda til hins gagnstæða, að karlar verði verst úti þegar iðnvæðingin og þéttbýlismyndunin hefst." í i Ertu sammála þeim sem álíta karlafræði viðbót við kvennafræðin, eða á hún vera sjálfstœð frœðigrein ? „Þegar til lengri tíma er litið verða „kynrannsóknir" eina haldbæra fræði- greinin. Það eru engin vísindi að einblína einungis á annað kynið. Kynin spila alltaf saman. Á sama hátt og ekki er hægt að þekkja svarta litinn öðruvísi en vita hvernig hvítt er, þá er ekki hægt að skilja karlinn öðruvísi en að þekkja konuna. Það er hins vegar nauðsynlegt að karlar fái fyrst frið til að rannsaka eigin hagi. Það verður að styrkja karlafræði sem sjálf- stæða fræðigrein áður en lengra er haldið. Kvennafræðin staðna og verða aftur- haldssöm fái þau ekkert andsvar eða mót- spil. Þær konur sem rísa upp á afturlapp- irnar í hvert sinn sem karlar gera tilraun til að skilgreina hlutverk sitt, vinna gegn jafnræði kynjanna." Langsumlcarlar Er hægt að nota karlafræðin til að setja fram pólitískar kröfur? „Engin vísindi eiga að grundvallast á stjórnmálum eða taka mið af stjórn- málaskoðunum. Það hefur komið mér á óvart að strax er farið að leggja einhverja pólitíska þýðingu í karlarannsóknir, eingöngu vegna þess að þær snúast um annað kynið. Þess vegna hafa mennta- menn, sem stunda karlafræði í Danmörku hafnað öllu samstarfi við ýmsar réttinda- hreyfíngar karla." Þess má geta að karlafræðarar kalla samtök sín „Mœnd pá langs" eða Langsumkarlar, samtök kvennafræðara heita „Kvinder pá tværs" Þversumkonur. Hvernig myndir þú lýsa þessari nýju karl- ímynd „hinum nálœgaföður"? „Við hvorki fundum þessa ímynd upp né settum hana á stall. En það er skýring á því af hverju karlmaðurinn er kominn í sviðsljósið. Hún er sú að ungir karlmenn taka föðurhlutverkið mun alvarlegar en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.