Vera - 01.12.1993, Blaðsíða 39

Vera - 01.12.1993, Blaðsíða 39
JÓlin V^v BARNA- OG UNGLINGABÆKUR GuSrún Helgadóttir, Iðunn 1992 Guðrúnu bregst ekki bogalistin í sögunni um Hannibal Hansson, fremur en endranær, þegar bamabækur eru annars vegar. Hér er á ferðinni skemmtileg saga, um strák sem er eins og börn eru flest, með afar fjörugt ímyndunarafl. Boðskapur sögunnar er einnig uppbyggilegur og fræðandi. Aldrei er langt í „húmorinn" og leikur höfundar að orðum fær lesendur og hlustendur til þess að lifa sig inn í söguþráðinn. Myndir Brians Pilkingtons fylgja efninu vel eftir og eru fjörlegar og „krúttlegar“ og gaman að skoða þær vel og sjá hvernig fjöll, ský og blóm, svo ekki sé talað um sjálft Island, fær andlit. Hannibal Hansson er með betri bókum sem ég hef lesið fyrir yngstu kynslóðina í háa herrans tíð. Guðlaug Gísladóttir Fanney Finnsdóttir skrifar: Draugar vilja ekki dósagos Kristín Steinsdóttir Vaka-Helgafell 1 992 Elsa sem er ellefú ára flytur með foreldmm sínum úr Grafarvogi í gamalt hús í Hafnarfirði. Hún byrjar í nýjum skóla og þarf því að kveðja bestu vinkonu sína en hættir fljótlega að sakna hennar. Á meðan Elsa bjó í Grafarvogi fór hún alltaf til ömmu sinnar eftir skóla. Þær vom miklar vinkonur. Daginn sem Elsa flutti fékk amma hennar hjartaáfall í garðinum og dó þegar hún var komin upp á sjúkrahús. Sagan er svolítið ótrúleg. Mér finnst t.d. skrýtið hve fljótt Elsa hættir að sakna vinkonu sinnar og að þær skuli aldrei hittast. Það er ágætt stundum að fara til ömmu eftir skóla en ég myndi ekki nenna að fara á hverjum degi. Mér finnst miklu skemmti- legra að hitta vinkonur mínar. Óttinn læóist Gunnhildur Hrólfsdóttir ísafold 1992 Það er góð tilbreyting að lesa bók sem gerist úti á landi og stórsniðugt að hafa kort af staðnum. Elín, tíu ára, flytur með foreldrum sínum frá Reyðarfírði til Vestmannaeyja. Ég veit ekki hvenær sagan á að gerast en það hlýtur að vera sautján hundmð og súrkál því að mjólkin er á brúsum og fólk notar úti- kamra og skítur í fötu. Ég trúi því ekki að það sé svoleiðis í Vestmannaeyjum í dag. Móðursystir Elínar býr í Eyjum. Hún á þrjú börn og eitt þeirra, Ásdís, verður besta vinkona Elínar. Það drífur margt á daga vinkvennanna. Um sumarið fer öll íjölskylda Ásdísar til ömmu á Reyðarfirði og Elín verður að eignast nýjar vinkonur. Elínu dreymir mjög undarlega drauma og stundum dreymir pabba hennar sömu draurna! Sagan er vel skrifuð og skemmtileg en mér fannst sagan um Söru (Gunnhildur Hrólfsdóttir, 1991) miklu skemmtilegri. Ástæðan er ef til vill sú að Sara er nær mér í aldri og býr í borg eins og ég. Græna bókin Pearce & Winton þýð.: Gunnhildur Oskarsdóttir og Arnór Þórir Sigfússon Bjallan 1992 Ég vissi lítið um umhverfrsmál áður en ég las Grœmi bókina, enda er lítið farið í þau í skólanum. Ég hef t.d. safnað dósum til að fá pening en gerði mér enga grein fyrir því að ég væri að gera gagn um leið. Bókin útskýrir flókin hugtök (eins og súrt regn og gróðurhúsaáhrif) á einfaldan hátt. Ég held að fullorðnir hefðu gott af að lesa bókina líka, því að þó oft sé talað um umhverfismál í fréttum þá er ekki víst að allir skilji um hvað verið er að tala. Grœna bókin er bæði fræðandi og skemmtileg. Teikningamar em líka frábærar. Aftast er listi yfir samtök og stofnanir sem sinna umhverfismálum hér á landi. Eitt þeirra er Ungmennafélag Islands. Ég er í ungmennafélaginu Fjölni og það eina sem við höfum gert í þessum málum er að tína rusl í kringum voginn. Það var allt of mikið drasl þar og ætti fólk að ganga betur um. Úlfur, úlfur Gillian Cross Mól og menning 1993 Mjög vel skrifuð bók. Hún er bæði þræl- spennandi og skemmtileg. Mig langar til að lesa meira eftir þennan höfúnd. Milli vita Þorsteinn Marelsson Mól og menning 1992 Bókin er skemmtileg, það er áhugavert að lesa um aðrar fjölskyldur og það er gaman að sjá hvernig Þrándur Hreinn breytist þegar hann verður skotinn í stelpu, hann verður opnari og minna feiminn. Bak við blóu augun Þorgrímur Þróinsson Fróöi, 1992 Ég hef lesið allar bækur Þorgríms Þráinssonar og þessi er sú besta. Sagan er sorgleg á köflum og er bæði spennandi og skemmtileg. Ég gat ekki lagt bókina ífá mér fyrr en ég var búin með hana. Súrar gúrkur og súkkulaði Stéphanie Mól og menning 1991 Ég las bókina þegar hún kom út og fannst hún mjög skemmtileg. Ég held samt að stelp- ur pæli ekki svona mikið í því að byrja á túr. Fanney Finnsdóttir (fædd 1980) er nemandi í Foldaskóla. Hún er óvirk í ung- mennafélaginu Fjölni en virk í skátunum. Fyrir utan að vera í dansi finnst henni skemmtilegt að fara á skíði, vera með vinkonunum og lesa bækur. Það er vor og yndi sem okkur langar í, ekki fótanuddtæki eða vídeótæki, ekki einu sinni gervihnattadiskur, jafnvel þótt einhver gæfi okkur gervitungl yrðum við ekki hótinu sælli fyrir vikið, þótt við kynn- um að segja: En gaman, einmitt það sem mig hefur alltaf vantað. Guðmundur Andri Thorsson Fleiri athyglisverðar bækur eftir konur: A bak vió hús; Áslaug Jónsdóttir Er allt að verða vitlaust? lðunn Steinsdóttir Litlu greyin; Guðrún Helgadóttir Borg: Ragna Sigurðardóttir Nellikur og dimmar nætur; Guðrún Guðlaugsdóttir Þerna ó gömlu veitingahúsi; Kristín Omarsdóttir Eldhús; Bahana Yoskimoto þýð. Elísa Björg Þorsteinsdóttir Feró allra ferða; Nadine Gordimer þýð. Ólöf Eldjám Þú gefst aldrei upp, Sigga; Ævisaga Sigríðar Rósu Kristinsdóttur Elísabet Þorgeirsdóttir Skráði MYNDBAND UM MATVINNSLU Matvinnsluvélar eru víða lokaðar inni í skápum við hlið fótanuddstækja. Það verðskulda þær svo sannarlega ekki því að fjölhæfni þeirra er mikil. En nú hefur verið gefið út myndband þar sem útskýrt er hvernig nýta má nútímamatvinnsluvélar á sem hagnýtastan hátt. Myndbandið er breskt að uppruna, en með íslensku tali og leiðbeiningum og fæst í raftækjaverslunum um allt land. Hví ekki að gefa þeim sem þú veist að hafa lagt matvinnsluvélina á hilluna þetta hagnýta myndband? 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.