Vera - 01.12.1993, Blaðsíða 48

Vera - 01.12.1993, Blaðsíða 48
*?ZV ATHAFNAKONAN V*V^VA/A/^VA/AAV^^V^VA/A/A/A7AA^ SIVINSÆLT LEIKHUSITÖSKU 48 I Ein mesta athafnakona á íslandi fyrr og síðar er án nokkurs vafa Grýla. Þessi ske- legga tröllkona sem endasentist um allar sveitir óþreytandi að afla sér og karli sínum í soðið. Önnur athafnakona uppi á tuttugustu öldinni hreifst svo af hinni líf- seigu stöllu sinni að hún samdi um hana leikrit og sýnir það börnum á leik- skólum. Það er Þórdís Arnljótsdóttir sem ferðast með sýningu, sem heitir ( ... ....••.;,;" Björt og jólasveinafjöl- skyldan, í tösku milli leik- skóla rétt fyrir jólin. Líkt og margir ungir leikarar þarf Þórdís að treysta á eigið frumkvæði og sköp- unargáfu til að hafa næg verkefni allt árið og leik- sýningin er sprottin af þeirri þörf. „Ég skrifaði einhvern tíma sögu eða handrits- drög um Grýlu og jólasveinana, þó ég sé annars ekki vön að skrifa. Haustið 1989 sá ég fram á að hafa ekkert að gera í nóvember og desember svo ég vann úr þessu leikrit og kynnti það leikskólastjórum. Ég vonaði að sýningar yrðu 15-20 en ég endaði með að anna ekki eftirspurn." Á fjórum árum eru sýningar orðnar á annað hundrað og er það vel að verki staðið þegar haft er í huga að Þórdís er ein og sýningartími hvert ár er aðeins þrjár vikur. „Ég byrja að undirbúa mig strax á haustin. Ég fer í líkamsrækt og sjúkraþjálf- un því þetta er geysilegt líkamlegt erfiði. Börn eru kröfuharðir áhorfendur og hafa mun styttri einbeitingartíma en fullorðnir. Það krefst því mikils af leikaranum. Ég kýs að leika ekki á sviði heldur sem næst áhorfendunum, þannig tekst mér best að komast í samband við börnin. Þetta er ein- föld uppsetning með engri lýsingu og nánast engri leikmynd, svo athyglin á leikarann verður enn meiri en ella." Þórdís hefur aldrei auglýst leikhúsið sitt en í fyrra ákvað hún hins vegar að freista þess að leita umsagnar um vinnu sína. Hún bauð gagnrýnendum tveggja stærstu dagblaðanna á sýningu hjá sér og ekki bar á öðru en þeim Iíkaði vel. „Sýning Þórdísar er ákaflega vel sam- sett og lifandi... Þórdís nær góðu sambandi við börnin og heldur hæfilegri spennu." (Súsanna Svavarsdóttir, Mbl. 8.12.1992) „Sýningin er þess vegna lifandi og fjörleg og umfram allt fróðleg fyrir unga áhorfendur." (Auður Eydal, DV 7.12.1992) „Veturinn 1991 -92 var ég fastráðin við öðrum árstímum, en til þess hefur mig skort tíma. Ég sótti um styrk til nýs verkefnis úr Listasjóði, en fékk ekki." Leikritið hennar Þórdísar segir frá lítil- li stúlku sem týnist í jólaösinni. Gömul kona bjargar henni og fer með hana heim til sín. Til að stytta henni stundir segir hún henni frá jólahaldi í gamla daga þar með talið Grýlu og ..-,. jólasveinunum. Til að gæða frásögnina lífi bregður sú gamla sér í gervi persónanna. Leiksýningin endar með því að gamla konan tekur á sig gervi jólasveinanna og leikur þá alla þrettán eins og þeir birtast i kvæði Jóhannesar úr Kötlum. Teikning: leikhúsið á Akureyri, en gat þrátt fyrir verkefni þar ekki hugsað mér að sleppa þessu svo ég lék í leikskólum og fyrir yngstu börnin í grunnskólum þar. Starfsfélagar mínir sýndu þessu áhuga og mat ég það mjög mikils. Hér í höfuðborg- inni hef ég hins vegar ekki sýnt í grunnskólum en í suma leikskóla er ég búin að koma þrisvar. í vetur verð ég áfram í leikskólum og líklega einnig í Þjóðleikhúskjallaranum. Eg hef átt gott samstarf við leik- skólastjóra og fóstrur við sýningarhaldið. Þær eru ákaflega vel menntaðar og fag- Tryggvi Magnússon Viðtal: Steingerður Steinarsdóttir Ljósmynd Só!a legar, þessar konur, og búa yfir gífurlegri þekkingu í uppeldisfræðum sem má nýta sér. Hér í eina tíð þótti sjálfsagt að bjóða börnum annars og þriðja flokks efni, en það er liðið. Þær hafa orðað það við mig að gaman væri að fá nýtt efni sem hæfði GRYLA OG HENNAR HYSKI En hver er þessi Grýla? Hún er fyrst nefnd í Snorra-Eddu þegar tröllsættir eru taldar. Mörgum sögum fer af útliti hennar, en öllum ber saman um að talsvert skorti á fríðleik hennar. Hún er sögð hafa fimmtán hala, allt frá þremur og upp í þrjúhundruð hausa og þrenn augu í hverjum. Jóhannes úr Kötlum segir hana hafa „ferlega hönd og haltan fót". Ekki skorti Grýlu aðdáendur, þótt út- litið teldist ekki aðlaðandi því hún var þrígift, en aðeins síðasti eiginmaður henn- ar hefur náð að verða nafnkunnur en sá hét Leppalúði. Hún átti fjölda barna og hefur sjálfsagt orðið að vera bæði sterk og úrræðagóð til að sjá þeim öllum farborða. í karlinum hefur verið lítið lið ef marka má gamlar sögur. Þekktust barna Grýlu eru án efa jólasveinarnir og svo þau sem nefnd eru í þulunni „Grýla kallar á börnin sín þegar húnfer að sjóða tiljóla ". Grýla var öldum saman áhrifaríkur vöndur á íslensk börn, en það er ekki fyrr en á 17. öld sem hún er kennd við jólin. Um hana eru til mörg kvæði og þulur, en það er meðal annars á þeim sem Leikhús í tösku Þórdísar Arnljótsdóttur byggist. Steingerður Steinarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.