Vera - 01.12.1993, Blaðsíða 24

Vera - 01.12.1993, Blaðsíða 24
«» c > ...og vín meo konur í^ST^^^^SST^sTaS^^^S^^^S^^^^^^^^^W 0 o **- i- C o O) • ^ c 1- 0) > MEÐVIRKNI FEMINÍSK GAGNRÝNI 24 I Eg bý i samfélagi þar sem meðvirkni er „big busi- ness", þar sem konur hafa lagst á sjúkrahús til lækninga, þar sem margar tilheyra einhvers konar meðvirknisamtökum, þar sem þerpar (þerapistar) auglýsa sérfræðiaðstoð sína í með- virknismeðferð innan kvenna- hreyfingarinnar. Fjölmargar konur hafa sagt mér að þœr séu meðvirkar. Þegar kvenna- fræðadeildin í háskólanum þar sem ég vinn bauð upp á vinnusmiðju (workshop) um meóvirkni streymdu stúdentar að, þannig að við uróum að halda tvœr. Og þetta gerist í samfélagi með innan við jjörtíu þúsund íbúa. Auk þess hef ég oróið vör við það i samræðum við konur annars staðar á landinu að það sama er uppi á teningnum þar. Bœkur um meðvirkni eru met- sölubækur. Nú geta konur farið i sérstaka meó- virknihópa og lesbíur hafa sína eigin hópa. Meðferðar- stofnanir fyrir konur eru auglýstar í dagblöðum og sjónvarpi." Orðið hefur Bette S. Teller í Minnesota sem er les- bía og femínisti og hefur meðal annars skrifað lærða grein um tólf spora hreyfmg- una. Hér birtist þýdd og nokkuð stytt grein úr ameríska kvenfrelsis- blaóinu Sojourner frá því í janúar 1990. Teller veltir því fyrir sér hvað við konur græðum á því að útskýra ákveðna þætti í lífi okkar sem afleiðingar meðvirkni. Hún segir, að hugtakinu meðvirkni hafi skotið upp meðal meðferðariðnaðarfólks seint á áttunda áratugnum. Því hafi verið haldið fram að orðið hafi borist samtímis frá ýmsum meðferðarstofnunum í Minnesota. Með hugtakinu reyni meðferðariðnaðurinn að koma böndum á bæði kvennahreyfing- una og tólf spora hreyfinguna, eins og hún birtist í AA samtökunum. Erfðavenjurnar tólf eru undirstaða AA og er ætlað að halda AA hreyfingunni sem grasrótar- samtökum, þar sem félagarnir eru aðalatriðið. Erfða- venjurnar stuðla ekki einungis að hæfilegri fjarlægð milli hreyfingarinnar og sérfræð- inga og lækningaaðferða, heldur beinast líka að sjálfs- upphafningunni og sjálfs- ánægjunni, sem taldar eru vera kjarni drykkjumynst- ursins. Þær skýra til fulls nafnleyndarhluta heitis hreyfingarinnar. Tólf spora hópar, sem ekki eru undir hlífiskildi AA, eru ekki bundnir af erfðavenjunum. Og það eru einmitt þessar erfða- venjur - sem eru það jákvæðasta við AA - sem bataiðnaðurinn er að týna. Teller ræðir um grósku bata- iðnaðarins, sem umfangsmikil útgáfustarfsemi og aragrúi námskeiða og meðferðar- stöðva vitni um. Þekktustu frömuðurnir séu fjölmiðla- stórstjörnur; orð þeirra og hugmyndir bylji okkur á allar síður. Boðskapur þeirra dynji á okkur bókstaflega eins og sprengjuregn. Og hún segir að það sé einkar athyglisvert hvernig tólf spora hreyfingin hefur orðið í höndum þeirra. Teller segir frá heimsókn á þekkta meðferðarstöð fyrir konur í Minnesota. Allt var óaðfinnanlegt hvert sem litið var, hvort heldur bæklingar eða umhverfi. Meginuppistaðan í meðferðinni voru tólf spora hópar dvalarkvenna. Þegar Teller spurði yfírgeðlækninn út í skyldu- mætingu á tólf spora fundina, sem er algerlega á skjön við AA venju, svaraði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.