Vera - 01.12.1993, Síða 24
Hvernig konur fara meb vín
og vín me& konur ^VaVaVAWaVaVaVaVaV^VaVaV^VÁVA/aVaVW
MEÐVIRKNI
FEMINÍSK GAGNRÝNI
24
K
áttunda áratugnum. Því hafi verið haldið
fram að orðið hafi borist samtímis frá
ýmsum meðferðarstofnunum í Minnesota.
Með hugtakinu reyni meðferðariðnaðurinn
að koma böndum á bæði kvennahreyfíng-
una og tólf spora hreyfínguna, eins og hún
birtist í AA samtökunum.
Erfðavenjumar tólf eru undirstaða AA
s
Eg bý í samfélagi þar sem
meðvirkni er „big busi-
ness“, þar sem konur
hafa lagst á sjúkrahús til
lœkninga, þar sem margar
tilheyra einhvers konar
meðvirknisamtökum, þar sem
þerpar (þerapistar) auglýsa
sérfrœðiaðstoð sína í með-
virknismeðferð innan kvenna-
hreyjingarinnar. Fjölmargar
konur hafa sagt mér að þœr
séu meðvirkar. Þegar kvenna-
frœðadeildin í háskólanum
þar sem ég vinn bauð upp á
vinnusmiðju (workshop) um
meðvirkni streymdu stúdentar
að, þannig að við urðum að
halda tvær. Og þetta gerist í
samfélagi með innan við
jjörtíu þúsund íbúa. Auk þess
hef ég orðið vör við það í
samrœðum við konur annars
staðar á landinu að það sama
er uppi á teningnum þar.
Bœkur um meðvirkni eru met-
sölubœkur. Nú geta konur
farið í sérstaka með-
virknihópa og lesbíur hafa
sína eigin hópa. Meðferðar-
stofnanir fyrir konur eru
auglýstar í dagblöðum og
sjónvarpi. “
Orðið hefur Bette S.
Teller í Minnesota sem er les-
bía og femínisti og hefur
meðal annars skrifað lærða
grein um tólf spora hreyfíng-
una. Hér birtist þýdd og
nokkuð stytt grein úr ameríska kvenfrelsis-
blaóinu Sojourner frá því í janúar 1990.
Teller veltir því fyrir sér hvað við konur
græðum á því að útskýra ákveðna þætti í
lífi okkar sem afleiðingar meðvirkni. Hún
segir, að hugtakinu meðvirkni hafí skotið
upp meðal meðferðariðnaðarfólks seint á
og er ætlað að halda AA
hreyfingunni sem grasrótar-
samtökum, þar sem félagamir
eru aðalatriðið. Erfða-
venjumar stuðla ekki einungis
að hæfilegri fjarlægð milli
hreyfingarinnar og sérfræð-
inga og lækningaaðferða,
heldur beinast líka að sjálfs-
upphafningunni og sjálfs-
ánægjunni, sem taldar eru
vera kjarni drykkjumynst-
ursins. Þær skýra til fulls
nafnleyndarhluta heitis
hreyfingarinnar. Tólf spora
hópar, sem ekki eru undir
hlífiskildi AA, eru ekki
bundnir af erfðavenjunum. Og
það eru einmitt þessar erfða-
venjur - sem eru það
jákvæðasta við AA - sem
bataiðnaðurinn er að týna.
Teller ræðir um grósku bata-
iðnaðarins, sem umfangsmikil
útgáfustarfsemi og aragrúi
námskeiða og meðferðar-
stöðva vitni um. Þekktustu
frömuðurnir séu fjölmiðla-
stórstjörnur; orð þeirra og
hugmyndir bylji okkur á allar
síður. Boðskapur þeirra dynji
á okkur bókstaflega eins og
sprengjuregn. Og hún segir að
það sé einkar athyglisvert
hvernig tólf spora hreyfíngin
hefur orðið í höndum þeirra.
Teller segir frá heimsókn á
þekkta meðferðarstöð fyrir konur í
Minnesota. Allt var óaðfinnanlegt hvert
sem litið var, hvort heldur bæklingar eða
umhverfí. Meginuppistaðan í meðferðinni
voru tólf spora hópar dvalarkvenna. Þegar
Teller spurði yfirgeðlækninn úl í skyldu-
mætingu á tólf spora fundina, sem er
algerlega á skjön við AA venju, svaraði