Vera - 01.12.1993, Blaðsíða 54

Vera - 01.12.1993, Blaðsíða 54
TVV^VA/^V^V^V^VVvVVA/A/aV^V^V^V^ Sendum lesendum VERU bestu óskir um gleðilega hátíð og farsœld á nýju ári Amaro hf, Hafnarstrœii 99-101, Akureyrí Apótek Vcsturbœjar, Melhaga 20-22, Reykjavík Bangsi-Fix, Bankastrœti II, Reykjavík Bikarbox hf., Vatnsstíg 3, Reykjavík Blómaval, Sigtúni 40, Reykjavfk Boiur, Stniðjuvegi 10, Kópavogi Bón og þvottastöðin, Sigtúni 3, Reykjavík BorgarbókasafiUð, Þlngholtsstrœtt 27, Reykjavik Borgarnesbœr Brúnás, MÍðási II, Egilsstöðum Búnaðarfélag Islands Búseú-Landssamband, Laufásvegi 17, Reykjavík Davt'ð S. Jónsson og Co hf., Þingholtsstrœti 18, Reykjavík Fatahreinsun Vigfúsar Og Árna, Hofsbót 4, Akureyri Féiag framretðslumanna, Óðinsgötu 7, Reykjavik Friðþjófur hf, Strandgötu 4, Fskifirði Frosti hf, Álftftrðingur hf, Njarðarbraut 1-5, Súðavlk G.S. Varahlutir, HamarshÖfða I, Reykjavik Cjögur hf, Tómasarhaga 46, Reykjavík Græna línan-SnyrtivöruversIun, Laugavegi 46, Reykjavík Hafnarfjarðarbœr Hagstofa íslands Heildverslun Magnþóru Magnúsdótiur sf, Suðurlandsbraut 22, Reykjavík Hitaveita Reykjavíktir Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað Iðnsveinaféiag Suðurnesja IKFA, Kringlunni 7, Reykjavík Isfugt hf, Reykjavegi 36, Mosfellsbœ ískaup hf., Vesturvör 16-20, Kópavogi Isieifur Jónsson, Bolholti 4, Reykjavík Jafnréttisrúð, Laugavegi 13, Reykjavík Johan Rönning hf., Sundaborg 15, Reykjavík Kaupfélag Borgfirðinga, Fgilsgötu II, Borgarnesi Keflavíkurbœr Kjarnafœði hf, Fjðlnisgötu Ib, Akureyri Rauði kross íslands, Kvennadeiidin í Reykjavík Lind hf, Lúgmúla 6, Reykjavfk Matstofan Á nœstu grösum. Laugavegi 20b, Reykjavík Myndbanki sjómanna, Hringbraut 121, Reykjavík Norðurtangi hf, Sundaslrœli 36, ísafirði óíafur Þorsteinsson og Co hf, Vatnagörðum 4, Reykjavík Prentþjónustan hf, Bolholt't 6, Reykjavik Samband islenskra bankamanna Seðíabanki íslands Tímaritiö li'tðfaxi, Árntúla 38, Reykjavík Verkakvennafélagið Framsókn, Skipholti 50a, Reykjavík Verzlunarmannafélag Reykjavlkur Verslunarmannafélag Suðurnesja Viðskiptaskólinn, Skólavörðustíg 28, Reykjavík Ljósmynd Anna Fjóla ENGLAR A GALLABUXUM Einbeitingin skín úr svipnum. íklæddar hvítum hönskum fara þær mjúkum höndum um bjöllurnar sem gefa frá sér mismunandi tóna sem mynda í sameiningu fagurt tónverk sem var eflaust samið guði til dýrðar. „Skyldi vera svona í himnaríki?" hvísla ég að Önnu Fjólu sem smellir af þeim mynd. Hún svarar að bragði að hún efist um að englarnir séu á gallabuxum. Lena, dóttir Önnu Fjólu, sest á stól og hlustar að því er virðist hugfangin. Við erum í heimsókn hjá Bjöllusveit Laugarneskirkju þar sem ellefu stúlkur æfa tvisvar í viku undir stjórn Ronalds Turner. „Af hverju völduð þið bjöllusveit en ekki lúðrasveit?" spyr ég þegar hlé er gert á æfingunni. „Við erum flestar í lúðrasveit líka," svara þær. Það er ekki nóg með að þær spili í bjöllusveit og lúðrasveit, heldur eru margar í dansi, passa börn, stunda hestamennsku og upptalningin á frístundastarfí þeirra ætlar engan endi að taka. Stelpurnar segjast vera í Bjöllusveitinni vegna tónlistarinnar og félagsskapurinn hafí einnig mikið að segja. Þó þær minni mest á engla þar sem þær standa og spila á bjöllurnar sínar eru þær ósköp venjulegar stelpur þar fyrir utan, lífsglaðar og ófeimnar. Bjöllusveit Laugarneskirkju hefur starfað sl. þrjú ár og nú eru starfræktar yngri deild og eldri deild. Að sögn Ronalds eru a.m.k. sex bjöllusveitir hér á landi, „en við erum bestar af því að við höfum svo góðan stjórnanda!" segir ein brosandi og stallsystur hennar taka undir. I bjöllusveitunum eru aðeins stúlkur, en strákarnir syngja í Drengjakór Laugarneskirkju. Sumar stúlknanna hafa verið með frá upphafi og halda ótrauðar áfram þótt þær flytji úr hverfinu. Foreldrarnir taka þátt í þessu með þeim, t.d. með því að skutla þeim á æfmgarnar. „Það er töluvert að gera hjá þeim," segir Ronald, „mest þó á jólunum. Þær spila við athafnir í kirkjunni að sjálfsögðu, en koma einnig fram annars staðar, t.d. á ráðstefnum og árshátíðum hjá félögum úti í bæ. Við förum í æfíngabúðir haust og vor og munum fara á alþjóðlegt bjöllusveitamót í Flórída eftir jólin og þurfum að æfa vel fyrir það." Þegar þeim verður ljóst að það muni koma mynd af þeim í Veru segjast þær allar vera miklar kvenréttindakonur „þú ættir bara að heyra í okkur í sögutímunum". Ronald gefur þeim merki og þær taka upp bjöllurnar. Þær verða aftur einbeittar á svip og tónlistin fylg- ir okkur út úr safnaðarheimilinu. RV 54 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.