Vera - 01.12.1993, Blaðsíða 21
VVaVaVaVA/aVaVaVaVaVaVaVaVAVaVaVí Hvernig konur fara me& vín...
MEÐ UÓTLEIKANN SEM FÖRUNAUT
s
g heiti Anna og ég er
alkóhólisti. Eg ætla að
segja ykkur frá reynslu
minni af alkóhólisma og
hvemig ég hef með aðstoð guðs
og góðra manna tekist á við
þennan forna íjanda og öðlast
fyrir vikið andlegan og til-
finningalegan styrk og von.
Algerlega gagnstætt því sem ég
hélt hefur uppgötvun mín og
viðurkenning á vandamálinu
orðið mitt stærsta gæfuspor í
lífinu. Alkóhólismi er ekki
siðferðilegt spursmál, alkóhól-
ismi er sjúkdómur: líkamlegur,
tilfinningalegur og andlegur.
Sjúkdómur sem fer ekki í
manngreinarálit, spyr ekki
hvort þú ert karl eða kona, ung
eða gömul, feit eða mjó, fögur
eða rík, svört eða hvít, hvort þú
býrð á Arnarnesi eða hjúfrar
þig upp við Amarhól.
Ég var langt frá því að vera
í ræsinu, var glimrandi sökk-
sessfúl útávið og hafði háan
status í samfélaginu. Hafði
góða vinnu ef svo bar undir,
náði mér í allskonar titla þess á
milli. Lagði mikið kapp á að
sanna umheiminum að ég væri
einhvers virði, annmarkinn
hinsvegar sá að ég sjálf átti
ákaflega erfitt með að trúa því.
Allt leit skínandi út - að minn-
sta kosti virka daga — þvegið,
bónað, straujað, stælt, allt nema
ég sjálf, innan í mér. Þar var
allt í bendu, viðvarandi panikk-
ástand, taugarnar stekktar til
hins ítrasta. Innra með mér var
sár sem stöðugt blæddi, vildi
ekki gróa, gat í raun ekki gróið.
Eins og málum var háttað þá
bara óx það og með því ósegjan-
legar kvalir. Kvalir sem ég
kunni ekki að stilla öðruvísi en
með alkóhóli. Drykkjan veitti
mér stundarfrið frá sálarang-
istinni sem gagntekið hafði líf
mitt.
Ég drakk, eða öllu heldur
datt í það, um hverja helgi. Ég
var blokkát drykkjumanneskja,
þ.e.a.s. missti minnið við
drykkjuna, mundi ekki nema brot af því
sem ég hafði sagt og gert þegar
að rann af mér. Að vakna upp
eftir að hafa ofurölvi haft kyn-
mök við einhvem, sem ég varla
meira en svo þekkti er ákaflega
lítið geðslegt. Það kom ósjaldan
fyrir. Oftar en ekki liélt ég að ég
væri skotin í þessum mönnum,
sem gat svosem vel verið. En
þama var byrjað á öfugum enda.
Það er giftusamlegra að byrja á
því að kynnast fólki áður en
maður fer að sænga hjá því. En
ég átti í miklum erfiðleikum með
samskipti við karlmenn sem
kynverur, eða sem hugsanlega
elskhuga, þegar ég var edrú. Ég
þurfti áfengi til að „lijálpa mér“
en ég og áfengi vorum uppskrift
að katastrófu.
Ljótleikinn var minn fasti
förunautur þegar ég drakk.
Brotakennt minni um niður-
lægingu og skörnrn voru fastir
liðir. Ovissa, nagandi ótti við að
rekast á fólk sem segði mér
hryllingssögur af ósæmilegri
hegðan minni fylgdi mér hvert
fótmál. Líkamlegir timburmenn
voru smávægilegir, en andlegir
og tilfinningalegir timburmenn
eltu mig svo dögum skipti eða
þangað til ég datt aftur í það til
að losa upp spennuna sem þessu
fylgdi. Auðvitað sagði ég ekki
nokkrum manni frá því hvemig
mér leið heldur byrgði allt inni
og sökkti mér niður í vinnu. Eftir
því sem árin liðu voru allar
hirslur innra með mér að yfírfyll-
ast af hryllilegum leyndar-
málum, skelfilegum endumiinn-
ingum sem þustu fram þegar ég
síst átti þess von. Það var orðið
næsta fúllt starf að halda þessum
minningum í skefjum, hylja þær,
láta sem ekkert væri, reyna að
halda andlitinu.
Ég hafði vitað í mörg ár að
ég átti við vanda að stríða, en
fannst að það jafngilti full-
komnum ósigri að viðurkenna
vanmátt minn. Það gerðu bara
algjörir alkar, ég var ekki eins
slæm og þeir, ég var öðruvísi,
enginn vissi hvað ég hafði
gengið í gegnum, mátt þola! Mér fannst
21
3
og vín meö konur