Vera - 01.12.1993, Blaðsíða 25

Vera - 01.12.1993, Blaðsíða 25
^VaVaVaV^VaVaVaVAWaVaVaVAVaVaVi Hvernig konur fara meö vín... hún: „Já, það er vandamál“ og fór út í aðra sálma. Spumingum um það, hvernig þerp- ar - en margir þeirra voru ekki úr hópi óvirkra efnaneytenda - gætu tekið þátt í batahópum, var mætt með sömu þokka- fullu undanbrögðunum. Nærvera sérfróðra þerpa, sem eiga hæfni sína einvörðungu þjálfun að þakka en ekki eigin reynslu, á slíkum fundum og skyldumæting segir höfundur að sé í mótsögn við erfðavenjur og siði AA. Þar að auki fari þetta fram á dýrri stofnun, en ekki við grasrótar- aðstæður þar sem öllum hjálparþurfi sé heimill aðgangur. Einn þerpinn sagðist aldrei hafa heyrt um tólf spora kenninguna og sagði að eina ástæðan fyrir því að meðferðarstöðin hefði opnað sérstaka kvennadeild væri sú að eigendumir vissu að þeir myndu græða á því. Og það gera þeir svo sannarlega. Meðvirkni og lækning hennar er þunga- miðjan í viðleitni bataiðnaðarins í að ráðskast með konur og stjórna þeim. Svo er látið heita, að hugtakið sé runnið frá Al- Anon, sem þær Lois Wilson og Anne Smith stofnuðu, en í þeim samtökum voru upphaflega eiginkonur AA-manna. Al- Anon var byggt á þeirri hugmynd, að áfengi ylli þeim, sem byggju með drykkjusjúklingum, sömu búsifjum og drykkjusjúklingnum. Aldrei, hvorki fyrr né síðar á ferli Al-Anon, var því haldið fram, að áfengi hefði svipuð líkamleg áhrif á makann og á drykkjusjúklinginn. Nánast öll hegöun, sem eignuð er meðvirkum, er það sem venjulega er talin kvenleg hegðun í amerísku samfélagi. Hegðun drykkjusjúklingsins var aðal- atriðið. Ekki var litið á hegðun maka, sem auðveldaði drykkjusjúklingnum drykkj- una, sem sjúkdóm eða fíkn, heldur sem þránd í götu á leið drykkjusjúklingsins til bata. Nú cr litið allt öðruvísi á þetta. í fyrsta lagi, og ef til vill er það þýðingar- mest, er litið á meðvirkni sem sjúkdóm, stigversnandi, greinanlegan sjúkdóm, sem ávallt fari á eina og sömu leið og sem sé banvænn sé hann ekki meðhöndlaður. Meðvirkni er sögð fíkn, sem valdi ákveðnum likamlegum einkennum, sem ýmsir sérfræðingar telja að komi fram áður en sá meðvirki kornist í tæri við fíkil. Fólk er sagt vera í tygjum við fíkil af því að það sé meðvirkt. Fólki í Al-Anon er aftur á móti ráðlagt að halda hæfilegri fjar- lægð milli sín og hegðunar drykkjusjúkl- ingsins (að taka hegðun drykkjusjúkl- ingsins ekki of nærri sér), en er ekki talið hafa verið veikt áður en tengslin komust á. 1 öðru lagi er nánast öll hegðun, sem eignuð er meðvirkum, það sem venjulega er talin kvenleg hegðun í amerísku sam- félagi. Það hvernig sérffæðingamir taka á þessu á mikinn þátt í því hvernig með- virknishreyfingin leitast við að afmá pólitíkina úr femínismanum. Teller vitnar í lýsingu á einkennum meðvirkni þar sem þau eru talin vera lágt sjálfsmat, bæling, þráhyggja, afskiptasemi, afneitun, ósjálf- Meðvirkni og lækning hennar er þungami&jan i vi&leitni bata- ibna&arins í að rá&skast með konur og stjórna þeim. stæði, léleg tjáning, ógreinileg mörk, vantraust, reiði og kynlifstruflanir. Þetta segir hún að sé grundvöllur að hefðbundinni amerískri kvenímynd, og ef við andæfunr þessum boðskap er okkur refsað fyrir reiði okkar og vantraust. Vegna þess hve meðvirkni lýsir vel reynslu margra okkar, kennum við sjálfum okkur um breytnina. Sem dæmi nefnir Teller nemanda sem var margorð í kennslustund um hvað hún hefði lært mikið af lestri bókarinnar Konur sem elska of mikið. Eftir lesturinn sagðist hún loks hafa skilið tilfinningar sínar í garð fyrrverandi eiginmannsins sem hafði beitt hana ofbeldi. Teller svaraði því til að e.t.v. fjallaði besta bókin ekki um konur sem elska of mikið hcldur um karla sem berja of mikið. Nemandinn sagði henni siðar að þessi athugasemd hefði komið henni úr jafnvægi, því henni hafði aldrei hugkvæmst að hann væri ábyrgur fyrir eigin hegðun. Að mati Tellers kennir meðvirkni okkur þannig að kveneðli sé sjúklegt, og við kennurn sjálfum okkur um sjálfseyðileggjandi kvenlega hegðun og sleppum körlurn við alla ábyrgð á ofbeldi sínu og ruddaskap... Það sjónarmið að sá meðvirki geti ekki ráðið hegðun fíkilsins leiði iðulega til þeirrar röksemdarfærslu að ekki sé einu sinni hægt að gagnrýna hana. í þriðja lagi dregur þerpasamfélagið broddinn úr femínismanum með því að halda því fram að skýringa á meðvirkri hegðun rnegi leita í „brotnum“ Qölskyld- um. Teller segir að hugmyndir um „brotn- ar“ fjölskyldur geri ráð fyrir því að hægt sé að búa í „eðlilegri“ ljölskyldu í því sam- félagi sem við búum við. Þessar hugmynd- ir svíki auk þess eitt grundvallaratriði femínismans, þ.e. að íjölskyldan sé aðal kúgunartækið. Þegar við sem femínistar tökum á van- rækslu og misþyrmingu barna er tilgang- urinn sumpart að lina okkar eigin kvöl, en við verðum líka að leitast við að skilja hið pólitíska samhengi, sem veldur því að slíkar misþyrmingar eru útbreiddar, viðurkenndar og daglegt brauð, og berjast sameiginlegri baráttu til að stöðva þær. En meðvirkniiðnaðurinn segir okkur að við getum náð fullum bata án þess að hrófla við því samfélagi sem býr til aðstæður sem gera okkur „sjúkar“. Meðvirknikenningar bjóða upp á leið til að öðlast persónulegan frið án þess að kanna hvað sá friður kostar aðra. RV í nýjasta hefti SIGNS - Journal of Women in Culture and Society (Winter 1993, vol. 18, 2) er einkar fróð- leg grein um svipað efni eftir Janice Haaken sem heitir: From Al-Anon to ACOA: Codependence and Reconstruction of Caregiving. KONUR SEM VILJA VERA ALLSGAÐAR Jean Kirkpatrick stofnaði félagsskapinn Women for Sobriety (konur sem vilja vera allsgáðar) árið 1976 vegna þess að henni fannst AA samtökin ekki mæta þörfum kvenna. Eftir að hafa sótt AA fundi í rnörg ár komst hún að þeirri niðurstöðu að AA fundimir uppfylltu ekki þarfír hennar. Karlarnir voru fastir í hugmyndum sínum, þeir réðu öllu á fundunum og sögurnar sem þeir sögðu voru oft hræði- legar, þeir voru grobbnir og lýsingar þeina á konum voru oft karlrembulegar. Women for Sobriety leggja áherslu á vald gagnstætt AA samtökunum sem leggja ríka áherslu á stjómleysi og það að viðurkenna vanmátt sinn. Að samþykkja undirgefni er eitt það versta sem getur komið fyrir konu sem er alkóhólisti, segir Kirkpatrick.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.