Vera - 01.12.1993, Blaðsíða 9

Vera - 01.12.1993, Blaðsíða 9
HVI DREKKA ÞÆR MINNA EN ÞEIR? 1 T J.s [óðurást og með- aumkvun, reglu- semi og siðprýði. Þetta eru eiginleikar sem kvenréttindakonur á 19. öld töldu að konum væru meðfæddir og með auknum réttindum þeirra hefðu þessir kostir sið- bætandi áhrif á samfélag- ið allt. Á þessum tíma urðu miklar þjóðfélags- breytingar á Vestur- löndum, sem leiddu meðal annars til ólíkrar afstöðu kynjanna til áfengis. í kjölfar þess að karlar sóttu vinnu í auknum mæli út fyrir heimilin fjölgaði knæp- um og krám og drykkjan færðist út af heimilunum. Jafnframt varð til ímynd hinnar algáðu, dyggðugu og fórnfúsu konu, sem héldi fjölskyldunni saman á umbrotatímum. Konan átti að sýna sjálfsaga og neita sér um allar nautn- ir, þar á meðal áfengi. Danskar heimildir segja þó að konur í borgarastétt hafi ekki allar gengist mótþróalaust undir þessar kröfur heldur notað siðfágaðar aðferðir til að drekka í laumi: „Paraplyer, Ringe, Visitkortboger og en hel Mængde lignende Genstande, som hörer med til en Dames Udstyr, havde allesammen kun den ene Bestemmelse at kunne optage i sig og skjule et större eller mindre Kvantum Whiskey."l Siogæoisveröir samfélagsins Siðgæðið var tvöfalt og í veislusölum 19. aldar dreyptu konurnar í mesta lagi á líkjör úr fingurbjörgum meðan karlarnir steyptu í sig sjússum úr stórum glösum. Eiginkonur skyldu vera algáðar og siðprúðar á meðan eiginmenn drukku og drýgðu hór. Konur ólu upp börn og vinnufólk í góðum siðum, endurreistu fallnar stúlkur og reyndu að fá karlana til að hætta að drekka sig fulla og spýta á gólfín. Upp úr 1870 fóru konur í borgarastétt að stofna félög með það fyrir augum að hækka siðferðisstig almennings. Þær háðu einvígi við viskí- og bjórframleiðendur og hættu lifi sínu í stríði við vændis- húsaeigendur. Þær kröfðust kosningaréttar til að geta haft áhrif á lögin. Allt þetta gerðu þær í krafti þess að þær væru mæður og bæru ábyrgð á komandi kynslóðum. Þessi barátta kvenna fyrir bættu siðgæði hafði afgerandi áhrif á vestræn samfélög og þvi má til dæmis halda fram að til hennar megi rekja upphaf velferðar- kerfis nútímans. Lífsgleoi njóttu Efnahagslegri uppbyggingu í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar fylgdi mikil lífs- nautnastefna og óbilandi trú á að auðlindir jarðar væru óþrjótandi. Menn - og þar á meðal konur - skyldu leyfa sér að eta, drekka og vera glaðir, reykja, neyta lyfja og njóta kynlífs. Um svipað leyti og Pillan kom á markaðinn, á hippatímanum miðjum og blómaskeiði nýju kvennahreyf- ingarinnar, urðu reykingar og drykkja hluti af frelsun kvenna. Fólk trúði á frelsi og lífsnautnir og í bókmenntum þessa tíma birtist oft hatur og beiskja í garð púrít- anskra mæðra, sem höfðu heft böm sín og komið í veg fyrir að þau nytu lífsins. Síðari tíma hugsuðir hafa velt því fyrir sér hvort fundin hafi verið afsökun fyrir drykkju kvenna með þvi að gera lítið úr mæðrum og móðurhlutverkinu. Nú þegar við stöndum í anddyri nýrrar aldar er lífsgleði ekki lengur sjálfsögð mannréttindi og trúin á auðlindirnar fyrir bí. Jafnrétti kynjanna er kannski meira en nokkru sinni fyrr, en siðgæðishugmyndir síðustu aldar leika þó lausum hala. Enn eru gerðar meiri siðgæðiskröfur til kvenna en karla. Full kona þykir til dæmis allmiklu ógeðslegri en fullur kall. Hinn mikli munur sem við síðustu aldamót var á drykkjuvenjum kynj- anna hefur þó að miklu leyti þurrkast út. En sú viðtekna hugmynd að konur séu farnar að haga sér eins og karlar á öllum sviðum - líka i viðskiptum sínum við Bakkus - er röng. Rannsóknir sýna að konur drekka enn umtals- vert minna en karl- menn og drykkju- siðir þeirra eru aðrir. Fyllirí á Ljósm. Ruth Orkin sref nuskrónni? Fyrir rúmum áratug hófust kvennafræði- legar rannsóknir á áfengisneyslu. Þær eru hálft í hvoru andsvar við of mikilli einföldun í öðrum áfengisrannsóknum, þar sem niðurstöður eru oft notaðar til þess að hræða konur og hefta ásókn þeirra á yfir- ráðasvæði karla. Það er útbreiddur mis- skilningur að kvennahreyfingin berjist fyrir jafnrétti hvað sem tautar og raular. Konur vilja jafnrétti án aukaverkana. Aukin drykkja og ofbeldi er tæpast á stefnuskrá neinnar kvennahreyfmgar. En vinna kvenna utan heimilis stækkar félagahóp þeirra og gefur þeim fleiri tæki- færi til að Iyfta glasi. Almenn launavinna kvenna hefur aukið drykkju þeirra, en samkvæmt rannsóknum er ekkert sem bendir til þess að konur hafi upp til hópa aðlagast drykkjuvenjum karla. Nýlega sagði visindamaður sem stundar áfengis- rannsóknir að áhugaverðasta spurningin í fræðigreininni um þessar mundir væri sú hvers vegna hin almenna þátttaka kvenna í atvinnulífinu hafí ekki leitt til víðtækari breytinga á drykkjuvenjum þeirra. Spurningin er sem sagt ekki sú hvers vegna drykkja kvenna hafi aukist upp á síðkastið heldur hvers vegna hún hafi ekki aukist meira. Á næstu síðum verður leitast við að svara þeirri spumingu. BÁ 1 RegnhHfar, hringir, visitkortabcekur og hverskyns hlutir sem heyrdu til úthúnaðar dömu höfðu állir aðeins þann eina tilgang að geta falið stœrri eða minni viskiskammt. O tn 3 3 ffi O* o 3 C
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.