Vera


Vera - 01.12.1994, Blaðsíða 6

Vera - 01.12.1994, Blaðsíða 6
fr mkvöðullinn Var Ragnheiöur Jónsdóttir (1895-1967) frumkvööull? Þaö er jafn erfitt aö svara þessu neitandi og játandi. Konur höfðu skrifaö á undan henni. í viðtali við kvenna- tímaritið Melkorku, árið 1960, segist Ragnheiður standa í þakkarskuld við kven- réttindabaráttuna, án hennar hefði hún tæpast lagt ritstörf fyrir sig. Ragnheiður var ekki fyrst kvenna til að skrifa en hún var fyrst til að skrifa um ýmislegt í lífi kvenna, sem áður hafði legið í þagnargildi. Margir þekkja Ragnheiði Jónsdóttur ein- göngu sem barna- og unglingabókahöfund en hún skrifaði líka níu metnaðarfullar skáld- sögur fyrir fullorðna. Á fimmta, sjötta og sjö- unda áratugnum skrifaöi hún meðal annars um vændi, fóstureyðingu, lystarstol og tvær af aö- alpersónum hennar gera sér lítið fyrir og myröa eiginmenn sína. Fyrsta fuiloröinsbók Ragnheiðar Arfur (1941) fjallar um unga konu, Hildi, sem hef- ur gifst gömlum og Ijótum karli til fjár. Hún vonast til aö geta þannig hjálpað bláfátækri fjölskyldu sinni. Karlinn reynist nirfill og Hildur er jafn mikill öreigi I hjóna- bandinu og fyrir það. Á bókartíma er karlinn dauðveikur. Samt ákveður hann að skilja við Hildi sem grípurti þess ráðs að gefa honum banvæn- an skammt af hjartadropum. Hún gengur þannig til móts viö framtíð sína meö hæpinn „arf“ að vega- nesti. Það komu sjö ritdómar um Arf árið 1941. Bókin vakti athygli og var hælt fyrir að draga upp áhrifaríka mynd af kjörum hinna bágstöddustu í Reykjavík kreppuáranna. Henni var líka hrósað fyrir fínar mannlýsingar og hraða, þétta frásögn. En einum ritdómaranum var ekki skemmt. Magnús Ásgeirsson, sem naut mik- illar virðingar, skrifaði ritdóm í tíma- ritið Helgafell og finnur bók Ragn- heiðar allt til foráttu. Meðal annars talar hann um Hildi sem „ógeðsleg- an auðgunarmorðingja." Hann end- ar ritdóm sinn á aö segja að „ef“ Ragnheiöur vilji skrifa fleiri bækur geti hún gert það en það sé ekki nóg að vera vel meinandi. Hann segir: „Henni veitist sennilega erfitt aö verða listrænn höfundur á mál og stíl, og gamanskyggni virðist henni varnað í þessari bók..." Skilaboðin eru alveg skýr. Ragnheiður á helst að hætta að skrifa, hún verður aldrei stílisti og hún er ekkert fyndin! I viðtali við Ragnheiði þegar næsta bók hennar / skugga Glæsibæjar kom út, fjórum árum seinna, kemur fram hve mjög þessi rit- dómur hefur sært hana. Þaö komu margir og lofsamlegir ritdóm- ar um 1 skugga Glæsibæjar (1945) en þá átti Ragnheiður eftir að skrifa sínar bestu bækur. Úr minnisblööum Þóru frá Hvammi (1954-64) og Mín liljan fríö (1961) fjalla um flókið samband mæöra og dætra af því vægðarlausa sálfræðilega raunsæi sem einkennir Ragnheiði sem höfund. Hún varð stöðugt betri en samtímis fækkaði ritdómum um bækur hennar. Um smásagna- safnið Deilt meö einum (1959) kom enginn rit- dómur, um Liljuna kom einn ritdómur þremur árum eftir útkomu henn- ar, um tvær síðustu bækurnar var fjallað með öðrum bókum í einu blaðanna. Þögnin getur verið biturt vopn. Síðasta bók Ragnheiðar Villieldur sem kom út eftir dauða hennar, segir frá rithöf- undinum Bryndísi sem skrifar en um hvað? Fyrir hvern? Hver gefur út og hver les? Umhverfis Bryndísi er al- gjört tómarúm. Það var háð kalt stríð gegn kon- um sem skrifuðu á árunum 1940- 1965 og þær voru þagaðarí hel. Þaö er freistandi að spyrja hvort þeir sem fóru með hin menningarlegu völd hafi ekki kært sig um að sjá þær hliðar kvenleikans sem birtast í bók- um kvennanna? Ég held þó ekki að vanvirðingin á konunum hafi verið meðvituð og karlarnir hafi hunsað þær af illum vilja, myndin er miklu flóknari en svo. Þeir voru fyrst og fremst uppteknir af sjálfum sér og hver öörum. í Ijósi sjónvarpsþáttar- ins um „bókmenntir lýðveldisins" sem sýndur var síðast liðinn nóvem- ber, hlýtur maöur hins vegar aö spyrja: Á að endurtaka þennan leik? Er ekki kominn timi til að sýna þess- um gömlu konum þann heiður sem þeim ber og þakka þeim fýrir það sem þær gáfu okkur. Dagný Kristjánsdóttir Höjitiulw tr bðhnemttajfteðmfftr og bdskólakemutri m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.