Vera - 01.05.1995, Side 2

Vera - 01.05.1995, Side 2
liöari SKÁKA FANGELSISYFIRVÖLD í SKIÓLIÞAGNARINNAR? Islenskum föngum er bannaö aö fá heimsóknir fyrrverandi fanga. Þetta brot á mannréttindum beinist ekki einungis gegn þeim sem sitja inni heldur einnig fyrrverandi föngum, fólki sem þegar hefur goldið keisaranum það sem keisarans er. Aö því búnu eru menn skuldlausir viö samfélagið og eiga því að njóta sömu réttinda og allir aörir landsmenn. Áfengis- og fíkniefnaneysla er höfuðorsök þess að konur lenda í fangelsi. í þessu tölublaði heimsækir VERA konur í fangelsi og talar við þrjár þeirra sem nú dvelja í fangelsinu í Kópavogi. Það er ekki sjálfsagt mál að fá að tala við fanga, við þurftum sérstakt leyfi Fangelsismálastofnunar sem vildi fá að sjá þaö efni sem út úr heimsókn- inni kæmi áður en það færi í blaðið. Föngum er semsagt ekki frjálst að tala við hvern sem er og þaö hlýtur aö vera álitamál hvort taka megi málfrelsiö af mönnum á meðan þeir taka út sína dóma. Svo mikið er víst að okkur þykir það ekki réttlátt þegar við erum að tala um mannréttindabrot í fjarlægum löndum. Þær konur sem fremja auðgunarbrottil að fjármagna vtmuefnaneyslu fá langa dóma fýrir afbrot sem einkennast af sjálfseyðileggingu en ekki af ofbeldi gegn öðrum. Það er athyglisvert að dæmdir nauögarar og barnaníðingar fá yfirleitt vægari dóma en þessar konur sem fyrst og síðast eru að vinna sjálfum sér mein. í þvf ferli öllu eru peningar aukaatriði. Það vakti undrun VERU að í fangelsinu er ekkert gert til að aðstoða konurnar við að takast á við vanda sinn. Ekkert skipulegt meðferðarstarf til að reyna að koma í veg fyrir að þær lendi aftur í sama farinu þegar þær losna úr fangelsinu. í 3. mgr. 10. greinar Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi segir hins vegar að f refsikerfinu skuli gert ráð fyrir meðferð fanga, þar sem aðalmarkmiðið skal vera þetrun og félagsleg endurhæfing þeirra. Vandi þeirra kvenna sem VERA ræddi við er meiri en fólk almennt ræður við, án aðstoðar. Margar þeirra kvenna sem lenda í fangelsi koma úr mjög erfiðu umhverfi, þær hafa alist upp við óreglu, sumar hafa sætt kynferðislegri misnotkun og líf þeirra einkennst af ofbeldi. Því er Ijóst að þær þurfa á mikilli aðstoð að halda og jafnvel áfallahjálp. í fangelsinu er einungis verið að fást við afleiðingar. Orsakir afbrotanna geta legið djúpt en ekki er veriö að garfa í slíku. Orsök afbrota vímuefnaneytenda er að öllum líkindum ekki vímuefnaneyslan sem slík. Flún er mjög líklega afleiöing þeirra óblíðu aðstæðna sem einstaklingurinn hefur alist upp við og þeirra áfalla sem lífið hefur dengt yfir hann. Því er mikilvægt að þeirfangar sem eru í þessum sporum fái sálfræðimeðferö svo unnt sé að ráðast að rótum vandans. Auk þess sem fangavistin sjálf, með þeirri innilokun, einangrun og niöurlægingu sem henni fylgir, eykur enn á vandann. Alkóhólismi, eða vímuefnafíkn, er skilgreindur sem sjúkdómur og viðurkenndur sem slíkur af Alþjóöa heilbrigðisstofnuninni. Það er því spurning hvort opinberar stofnanir sem vista slíka sjúklinga séu ekki siðferðilega skyldugar til þess aö sinna þeim með þeim aðferðum sem viðurkenndar eru sem ráð við sjúkdómnum. Ég efast ekki um að ef fangi væri haldinn einhverjum öðrum sjúkdómi fengi hann viöhlítandi meöferð. Forstjóri Fangelsismálastofnunar segir að til þess að fangar fái að fara í meðferð í lok afplánunar verði þeir sjálfir að hafa vilja til að taka á vanda sínum. Þetta skilyrði kemur undarlega fyrir sjónir með tilliti til þess að í fangelsinu fer ekki fram neitt starf sem gæti orðið til þess að hvetja fólk til að sækjast eftir slíkri meðferð. Vinnan í fang- elsinu ætti að miða að þvt að beina sjónum fanganna að þvt að þeir eigi möguleika á betra lífi þannig aö þeir veröi fúsirtil að snúa við blaöinu og beina lífi sínu í nýjan farveg. Hafi fangi ekki öðlast löngun til þess í fangavistinni er hún greinilega misheppnuð og gagnslaus. Fangar hafa engan talsmann. Þeir þurfa að koma sínum óskum sjálfir á framfæri við „kerfið" sem lokaði þá inni. Forstjóri Fangelsismálastofnunar telur minni þörf á tals- manni fanga hér en t.d. í Bretlandi þar sem starfandi er sérstakur umboðsmaður fanga. Þó eru Islenskir fangar alveg jafn berskjaldaðir gagnvart tslenskum fangelsisyfirvöldum og breskir fangar gagnvart bresku fangelsisyfirvöldunum. Nú er enginn félagsráðgjafi starfandi hjá Fangelsismálastofnun og hefur fangavörðunum verið falið þeirra starf, án sérstakrar þjálfunar, en félagsráðgjafar hafa að baki fjögurra ára háskólanám. Það er greinilega ýmislegt að í íslenskum fangelsum enda fáir til að taka málstað fanga. Fangar þurfa sérstakt leyfi til að fá að tjá sig auk þess sem þaö krefst mikils hugrekkis að stíga fram og segja sögu sína. Það fylgir því mikil niðurlæging að vera dæmdur t fangelsi og því skiljanlegt að fyrn/erandi fangar kjósi að þegja þegar þeir sleppa út og fara að reyna að endurheimta sína mannlegu reisn. Fangelsisyfirvöld skáka í skjóli þessarar þagnar. wra blað kvennabaráttu 2/95 -14. árg. Pósthólf 1685 121 Reykjavík Stmar 91-22188 og 91-26310 Fax 91-27560 útgefandi Samtök um kvennalista forsíða bára ritnefnd Auður Styrkársdóttir Drífa Flrönn Kristjánsdóttir Kolfinna Baldvinsdóttir Nína Helgadóttir Ragnhildur Helgadóttir Ragnhildur Vigfúsdóttir Rannveig Traustadóttir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Vala S. Valdimarsdóttir ritstýra og ábyrgðarkona Sonja B. Jónsdóttir skrifstofustýra Vala S. Valdimarsdóttir útlit og tölvuumbrot Grafít Ijósmyndir bára o.fl. auglýsingar Áslaug Nielsen Stmi: 91-641816 Fax: 91-641526 filmuvinna Prentþjónustan hf. prentun ísafoldarprentsmiðja bókband Flatey plastpökkun Vinnuheimilið Bjarkarás © VERA ISSN 1021-8793 ath. Greinar í VERU eru birtar á ábyrgð höfunda sinna og eru ekki endilega stefna útgefenda. Sonja B. Jónsdóttir

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.