Vera - 01.05.1995, Blaðsíða 34

Vera - 01.05.1995, Blaðsíða 34
FRÁBJERT kvenna ✓ _ LEKHUS Hópurinn sem stendur aö sýningunni: F.v. Guöbjörg Thoroddsen, Ingrid Jónsdóttir, Ingibjörg Hjartardóttir, Sigríöur Margrét Guömundsdóttir og Guölaug María Bjarnadóttir. Aö undanförnu hafa þrír afar athyglisverðir einþáttungar eftir Ingibjörgu Hjartardóttur vehö sýndir í Listaklúbbi Leikhúskjallarans siödegis a sunnu- dögum. Einþáttungarnir heita Dóttirin, Bóndinn og Slaghörpuleikarinn og eru byggðir á viðtölum sem Ingibjörg tók við konur sem hafa glimt við þau mak efni sem verkin fjalla um. . , Ingibjörg hóf feril sinn sem leikritahöfundur fyrir um tíu árum með því að skrifa leikrit með félögum sínum í Hugleik. Siðan hefur hun sknfað flem leikrit fyrir Hugleik og nokkur útvarpsleikrit og hún er annar tveggja höfunda Sápu tvö - Sex við sama borð, sem nú er venð að syna i Kaffileikhusmu. Fyrsti einþáttungurinn, sem nefnist Dóttirin, segir frá konu sem hefur verið beðin um að lýsa móöur sinni fyrir útvarpsþatt sem venö er að gera um hana. Hún sest niður og reynir að koma oröum aö æviferli móður sinnar en um leið er hún farin að tala um sjálfa sig og þeirra samskipti. Moöir henn- ar var landsþekkt kona, en ekki kemur fram fyrir hvað hún öðlaðist frægöina. Það kemur hins vegar fram að hún var fremur afskiptalaus og kuldaleg og taldi sig jafnvel hafna yfir nágranna sína í sveitinni. Og hún var alkóhólisti rétt eins og dóttirin sem ber með sér sektarkennd gagnvart moður smm. Hún kemst að þeirri niðurstöðu að annarri manneskju verði ekki lýst, nema yfirborðslega. . Bóndinn fjallar um konu sem er nýkomin frá því að jarða son sinn, en hann féll fyrir eigin hendi. Hún lýsir Iffi sínu frá því að hun byrjaði að eignast börnin, vart komin af barnsaldri sjálf, og baslinu í framhaldi af því. Hún lýsir einnig hjónabandinu og því sambandsleysi sem virðist alltaf hafa venð a milli þeirra hjónanna. Hún hefur leyft honum að ráöa og þau hafa snuddast hvort í sínu án þess að tala míkið um það. Og þau eru enn hvort i sinum heimi, jafnvel eftir ab hafa horft á eftir einkasyninum ofan í moldina, en það er BOLHOLTI 6 - SÍMI 568 7760 - FAX 568 8761 INTERNET: pallo@centrum.is því miður algengt um fólk sem missir börn. Þessi þáttur er afburða vel skrifað- ur og sýnir meiri skilning á aðstæðum konunnar en oft vill verða þegar um slík mál erfjallað. Slaghörpuleikarinn er ein af þessum hressu konum sem ekkert virðist bíta á, en undir niðri er fullt af sársauka. Þaö þýðir ekkert að vera að velta sér upp úr þessu, segir glæsilegur slaghörpuleikarinn í hvíta smókingnum, sem var alin upp á alkhóhólíseruðu heimili og misnotuð kynferðislega í æsku. Mamma henn- ar var hundleiðinleg náttúrlega og ekki nema von að pabbi drykki - klisjurnar og réttlætingarnar frá alkóhólistanum föður hennar eru eitt af því sem endurspegl- ast í eintali hennar. Karlmennirnir f lífi hennar hafa flestir veriö í hlutverkum kúg- ara og nauðgara og nú hefur hún snúið sér að konum, þótt ástæðan sé að sjálf- sögöu ekki framkoma karlmanna í hennar garð. Þetta var óvenju ánægjuleg stund í.leikhúsi, þótt viðfangsefni einþáttung- anna væru ekki af léttasta tagi. Það hvarflar aö manni að þarna sé komin góð leið fyrir höfunda að koma verkum sínum á framfæri og leikkonur aö spreyta sig á spennandi og krefjandi hlutverkum. Guölaug Maria Bjarnadóttir lék Dótturina, Guðbjörg Thoroddsen Bóndann og Ingrid Jónsdóttir Slaghörpuleikarann. Þær fóru allar mjög vel meö hlutverk sín og var ákaflega ánægjulegt að sjá þær í svo þitastæöum hlutverkum. Leikstjórn varí höndum Sigriðar Margrétar Guömunds- dóttur, og hefur greinilega tekist með ágætum. Sonja B. Jónsdóttir og Vala S. Valdimarsdóttir Heimilistækjadeild Falkans • Góða nótt og sofðu rótt land allt Reynsla Þjónusta fAlkinn SUÐURLANDSBRAUT 8 • S: 91-814670 ÞARABAKKA - MJÓDD • S: 91-670100 . Heimilistækjadeild Fálkans • Heimilistækiadeild Fálkans •

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.