Vera - 01.05.1995, Blaðsíða 47

Vera - 01.05.1995, Blaðsíða 47
margsinnis sagt að svo væri. Sami starfsmaður annaðist fjármál og bókhald samtakanna frá ár- inu 1989 til 1994 og voru aldrei geröar alvarleg- ar athugasemdir viö störf hans. Álfheiöur Inga- dóttir fullyrðir aö félagslegur gjaldkeri hafi margsinnis rætt um fjármálaóreiðuna á fundum samtakanna, en hún hefur reyndar ekki átt sæti í framkvæmdanefnd. Sé það rétt hefur fjöldi kvenna haft vitneskju um margra ára bókhalds- og fjármálaóreiöu án þess að aðhafast nokkuð í málinu. Verður það að teljast mikið áþyrgðar- leysi. Viðkomandi konur segjast eiga erfitt með að sætta sig við þessa málsmeðferð. Hér vakn- ar spurning um hver tók við athugasemdum endurskoöanda og hvað var gert með þær? Misnotkun á sjóði í sömu fréttatilkynningu er sagt frá misnotkun starfskvenna á neyöarsjóði athvarfsins, fullyrt er að misnotkunin hafi verið almenn. Að sögn frá- farandi starfskvenna var um áramótin 1993-94 hætt að nota tékkhefti í athvarfinu. Var þaö gert að þeirra eigin ósk þar sem erfitt hafði reynst aö halda utanum fylgiskjöl. í staö þess var ákveðið að taka í notkun beiðnakerfi. Eftir áramótin voru engu að síður gefnir út 18 tékkar af viðkomandi reikningi. Tveir voru gefnir út af fráfarandi starfs- konum vegna athvarfsins, en dregist hafði að taka beiönakerfiö í notkun. Hinir tékkarnir voru gefnir út af fyrrverandi starfskonu athvarfsins, sem þá var komin í annað starf innan samtak- anna. Voru þeir allir til einkanota, en upphæðir lágar. Fráfarandi starfskonur vildu ekki una yfir- lýsingu stjórnar og óskuðu eftir að stjórnin léti rekja alla tékka til að ganga úr skugga um hvort um óeðlilega notkun væri að ræða af þeirra hálfu. Stjórnin taldi ekki ástæðu til þess en skrifaði starfskonum bréf þar sem fram kemur að ekkert benti til þess að þær tengdust mis- notkun á sjóði. Greiðslur upp í laun í fréttatilkynningum stjórnar segir að töluverð þrögð hafi veriö aö fyrirframgreiöslu launa og að margar starfskonur hafi nýtt sér þær. Fram kem- ur aö í síðasta ársuppgjöri hafi fyrirfram greidd laun numið um 1,5 milljónum króna. í tilkynning- unni segir enn fremur aö „þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir tókst ekki aö stöðva þessa óæskilegu þróun." Nokkrar fráfarandi starfskonur segjast hafa fariö fram á fyrirframgreiðslur og fengið samþykktar. Voru skuldir jafnaðar um næstu mánaðamót í samræmi við venju á almennum vinnumarkaði. Tvær starfskonur, sem létu af störfum á sföasta ári, virðast hafa veriö í algerri sérstööu hvaö fyrirframgreiðslur varöaöi og skiptu þær hundruöum þúsunda. Var önnur þeirra sú hin sama og gaf úr tékkana sextán. Fyrrum starfskonur og félagi í framkvæmda- nefnd fullyröa að þessar miklu fyrirframgreiðslur „...lög sem takmarkí heimild atvinnu- rekenda til aö segja upp fólki án ástæðu“. Bryndís Hlöðversdóttir í Mbl. 11. apríl um baráttumál sem væru henni efst í huga á Alþingi. hafi eingöngu veriö á vitorði rekstrarfulltrúa og félagslegs gjaldkera. Rekstrarfulltrúi var sá eini í samtökunum sem hafði aðgang að launasjóði og sá um allar launagreiðslur. Félagslegur gjald- keri geröi loks samning við viðkomandi starfs- IVlér finnst aðgerðir stjórnar einkcnnast af kúgun sem gjarnan er kennd við karla og kvcnnaathvarfíð er stofnað til að berjast gcgn. Stjórnin virðist hafa tileinkað sér öll verstu einkenni karlastjórnunar að mínu mati. Að bjóða svo nýjum starfskonum lág- markslaun er hluti af þessari stjórnunar- stefnu, lág laun er ekkert annað en einn þátt- ur kvennakúgunar. Er byltingin nú farin að éta börnin sín? Félagskona í samtökunum. konur um endurgreiðslur. Öörum fulltrúum fram- kvæmdanefndar var ókunnugt um þetta. Starfskonur eru mjög ósáttar við að fyrri félags- lega kjörinn gjaldkeri skuli kosinn í stjórn sam- takanna til að taka á fjármálaóreiðunni en þær látnar víkja úr starfi með svert mannorð. Ef þú spyrðir starfskonur síðustu ára að því hverjir stjórnuðu samtökunum þá myndu þær allar nefna sömu 2-3 nöfnin. Ef starfs- konurnar hafa misboðið þeim eru þær látn- ar tjúka. Þctta með fjárhagsóreiðuna var bara dregið upp á heppilegum tíma. Það er annars athyglisvert hve margar Alþýðu- bandalagskonur hafí tekið þátt í þessari hall- arbyltingu. Félagskona í samtökunum. Launakostnaöur í fréttatiIkynningu frá stjórn segir aö fram- kvæmdanefnd hafi tekiö ákvörðun um það síö- ast liðiö sumar að hækka laun starfskvenna. Þar segir orðrétt: „þessi ákvörðun var fjárhags- getu samtakanna ofviða og úr takti við almenna launaþróun 1 landinu." Kristín Blöndal segir aö skipuð hafi verið launanefnd til að gera tillögur aö launahækkunum. Launanefnd bar þær síöan fram á fundi framkvæmdanefndar þar sem þær Fyrst nú skif ég hvernig þolendum ofbeldis líður. Eg verð að minna sjálfa mig á það oft á dag að ég hafi ekki gert ncitt rangt annars færi ég að trúa því að ég sé þjófur og svikari, það er búið að segja mér það svo oft. Suma daga þorði ég varla að fara út. Auðvitað vilj- um við ekki skaða kvennaathvarfið, cn getur verið rétt að þegja yfir þessu? Fyrrverandi starfskona. voru samþykktar. Launahækkanir höfðu marg- sinnis veriö ræddar á framkvæmdanefndarfund- um og verið á fjárhagsáætlun síöustu tveggja ára. Félagsmaöur sem nú situr í stjórn og sat áður í launanefnd fullyrðir aö hann hafi viljaö fresta ákvörðun um launahækkanir þar til fé- lagslegur gjaldkeri sneri aftur úr fríi. Aörir sem sátu í launanefnd mótmæla þessu og segja hann þvert á móti hafa lagt áherslu á launa- hækkun og kallað hana launaleiðréttingu. Þegar félagslegur gjaldkeri kom aftur til starfa lýsti hann óánægju sinni með meðferð mála. Á sama fundi benti hann á aö stefndi í milljón króna rekstrarafgang á árinu sem nota mætti til að greiða launahækkanirnar, kemur þetta fram í Ijósriti af fundargerð. Starfskonur segjast engu aö síður hafa boðist þá til að endurskoöa málið. Ekki hafði orðið af því fyrir aðalfundinn. Starfskonur sitja fyrir um störf? í framhaldi af fréttatilkynningu stjómar, þar sem starfskonum í athvarfi þótti vegið að mannoröi sínu, óskuðu starfskonur eftir því að stjórnin sendi leiðréttingu þar sem mannorö þeirra væri hreinsað. Óskað var eftir svari áöur en rætt yrði um endurráðningu. Stjórnin svaraði kröfu þeirra engu en boðaði hverja einstaka starfskonu á fundi. Að sögn stjórnar var ætlun þeirra aö ræða endurráðningu á þessum fundum. Þegar starfs- konur höfnuðu þessum einstaklingsfundum, en ítrekuðu ósk sína um mannorðshreinsun, leit stjórnin svo á að þar með hefðu þær hafnað endurráðningu og auglýsti eftir „vönduðu" starfsfólki. Nokkrar starfskonur sóttu um starf á ráöningarstofu og voru boðaðar í viðtal. Þær voru beðnar um meðmæli frá fyrri vinnuveit- anda. Þegar ein þeirra spurðist fyrir um líkumar á endurráðningu var henni tjáð að margir væru um stöðuna. Þessari starfskonu var síðar hafn- að nokkrum dögum fyrir starfslok hennar, þar sem hún hefði unniö nær fjögur ár í athvarfinu og að stjórnin héldi sig við fjögurra ára hámarks- ráöningu. Nýjar konur voru því ráðnar Iflest störf- in, aöeins tvær fyrrverandi starfskvenna voru endurráönar. Þær höfðu stystan starfsaldur. Starfskonur Kvennaathvarfsins fá um þaö bil helmingi lægri laun en áður og búa starfskonur ekki lengur við launajöfnuð. Stoöurn kippt undan athvarfi Starfskonur og ýmsir félagar í Samtökum um kvennaathvarf telja uppsagnirnar skaða athvarf- ið, enda hafi starfsemi athvarfsins verið einstak- lega góð og einkennst af margra ára starfs- reynslu og þekkingu. Meðal annars hafa fyrrverandi dvalarkonur sent stjórninni bréf og beðið um endurskoöun uppsagna. Þaö er skoð- un margra félagskvenna að þaö muni taka mörg ár fyrir nýtt starfsfólk að öðlast þá reynslu sem var til staðar. Hefur þú séð í dag? kvnnaathvarfiö

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.