Vera - 01.05.1995, Blaðsíða 3

Vera - 01.05.1995, Blaðsíða 3
h&wu-néM þa^r/téY'ZiAY' Ekki alls fyrir löngu var ég meö framsögu um jafnréttismál á fundi hjá sagnfræði- nemum í HÍ. Hann var dável sóttur og þaö sem meira var, það voru fleiri strákar á fundinum en stelpur. Þó aö þaö sé merkilegt út af fyrir sig þá var þaö sem ég ætla aö segja ykkur frá hér, enn merkilegra. Sá eini sem andmælti mér er ég lét óvægar staðreyndirnar dynja yfirfundargestum, var stúlkukind ein. Hún stóð upp og sagðist bara ekki vita hvað ég væri aö pípa, aldrei heföi hún oröið vör við nokkuð ójafnrétti, hvorki í daglegum samskiptum né í starfi. Þó ég hafi orðiö hvumsa, þá varð mér ekki orðavant og las yfir hausamótunum á henni, svo kannski er hún vitrari í dag. En ég skal segja ykkur það að þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég verð vör við þessa tregðu hjá ungum stúlkum, jafnöldrum mínum. Ónei. Þegar ég segi með þjósti ogstolti við alla sem heyra þurfa: égerfeministi, þá bregðast sumir við eins og ég hafi sagt berklar holdsveiki eyðni. Með ofsa- hræðslu í augunum flýtir það sér í burtu með orðum sem ég nota einungis á hermenn hjálpræðisins sem vilja selja mér Herópið. Það eru ekki síst ungar stúlkur sem forðast mig sem helsýkta. Ef mér tekst að grípa I frakkalafið á flótta- manninum og segja: „Ég vil búa við sama rétt og frelsi og karlmenn og auðvitað sætti ég mig ekki við minni laun, en þú?“ tekst mér stundum að smita þessar stúlkur og þá líður mér ofsalega vel, eins og hamingjusamri bakteriu sem komst á leiðarenda. Sem komst í gegnum þykkildi hræðslu og fordóma gagnvart orðinu einu: feministi !!!, sem undirróðursöflunum í þjóðfélaginu hefur með stakri þolinmæði og þrautseigju tekist að kenna aö fari ekki vel í munni háttvísra ungra stúlkna, enda samnefnari frekju og yfirgangs. Ég hef fundið það út að þetta eru oft á tíðum stúlkur sem ætla sér mikið í lífinu, þær eru fullar sjálfsöryggis og vissu um eigin getu. Þær eru vissar um að þær eigi aldrei eftir að verða fórnarlömb ójafnréttisins og guð gefi að svo haldist. Þær líta fram hjá tölulegum staðreyndum sem birtast reglulega á forsíðum blaðanna og taka þátt í því að fussa og sveia yfir þessum „konum sem aldrei hætta aö kvarta", sem draga allar aðrar konur inn T þennan einsleita hóp kúgaðra kvensnifta. - Þetta eru konur sem borga ekki tryggingarnar vegna þess að þær keyra svo varlega. Það öfugsnúna er að það eru aðrir sem ætla að borga tryggingarnarfyrir þær. Það færist sífellt í aukana að ungir strákar kalli sig feminista, þeim finnst óeðlilegt að brotiö sé á rétti skólasystra þeirra og vinkvenna og þeir eru óhræddir viö að segja svo. Það kom mér því ekkert á óvart, að könnun Veru sýndi að það eru fleiri karlar (11,7%) en konur (6,7%) sem segja að það þurfi að aukajafnrétti almennt ogað þessi munurer mestur í yngsta aldurshópnum, þ.e. aðeins 3,9% kvenna og 16,9% karla á aldrinum 18-29 nefna þetta. En 11% þátttakenda telja að ekkert þurfi að bæta. Það er álíka mikið og ca 7 þingmenn hafa að baki sér. HUGSIÐ YKKUR!!! þema Konur í fangelsi 11-21 fastir liðir Leiðari 2 Pistill 3 Athafnakonur 4 Frumkvöðullinn 9 Dagbók Auðar Haralds 30 Úr síðu Adams 42 Matur 44 viðtöl Leena Lander rithöfundur 22 Amnesty International 36 greinar Kosningarnar 6 Kjarasamningar 24 Nýr lífsstíll 26 Leikskólamál 28 Feminisminn 31 Konur og sjónvarp 40 Kvennaathvarfið 46 menning Diddú og La Traviata 38 Dóttirin, bóndinn og slaghörpuleikarinn 34 Babbidí-bú 44 annað Ráðstefnur 29 Að utan 33 Af rifi Adams 43 Kolfinna Baldvinsdóttir fnisyfirlit

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.