Vera - 01.05.1995, Blaðsíða 40

Vera - 01.05.1995, Blaðsíða 40
kcínur og sjónvarp SJÓNVARPIÐ O G FRAMTÍÐIN VERÐA KONUR Þaö kemur -fyrir, þegar staðið er og gramsað í skrám filmusafns Sjónvarpsins, að maður hugsar með sér: Hvað munu mannfræðingarframtíðarinn- ar halda þegar við erum löngu horfin og ekkert stendur eftir af samfélagi okkar nema þessar skrár? Ég efa ekki að T því tilviki myndu þessir mannfræöingar spyrja eitthvað í þessum dúr: Sjónvarpið var vinsælasti upplýsingamiðill þessa tíma og sá sem sterkust skoðanamyndandi áhrif hafði á almenning. Var það talið öryggisatriði að takmarka þátttöku kvenna í sjónvarpsefni? Eða: Var algengara aö sjúkdómar í talfærum eða almennir tjáningaerfiðleikar legðust á konur? Eöa: Voru konur, þrátt fyrir opinþerar skýrslur um mannfjölda, ekki nema 18% þjóðarinnar árið 1993? Eða munu þeir draga þá ályktun, sem einna næst kemst sannleikanum þó ekki sé um full- nægjandi svar að ræða: Sjónvarpið sýndi samfé- lagið nokkurn veginn eins og það var: Þar var ekki ástunduð meövituð sögufölsun og því segja þess- ar skrár okkur aö árið 1993 voru konur ekki áber- andi í hóþi þeirra sem fóru meö stjórnun og völd í samfélaginu. í júlí 1994 kom út skýrsla sem unnin var á veg- um Félagsvísindastofnunar Háskóla íslands og sýnir hlutdeild karla og kvenna í fréttum Ríkissjón- varpsins. Skýrslan er unnin aö fyrirmynd skýrslu sem dr. Sigrún Stefánsdóttir vann áriö 1988 og má því segja að hún sé nokkurskonar framhald eöa „update" á skýrslu dr. Sigrúnar. í báöum skýrslum Þeir sem lesa skýrslurnar og staöráönir eru í aö sýna jákvæöa afstööu geta glaöst yfir því að vissulega hefur fjöldi kvenviömælenda aukist frá því aö vera 0% fyrstu fimm árin sem Sjón- varpið var starfrækt upp í aö vera 18,2% 27 árum eftir að Sjónvarpið hóf útsendingar. eru skoðaðir allir fréttatímar sem sendir voru út í april og nóvember, annars vegar á árunum 1966- 1986 og hinsvegar árið 1993. Það er úr skýrslu Fé- lagsvísindastofnunar sem fjallar um árið 1993 sem prósentin 18 em fengin. Talið er ákjósanlegt að konur sem fram koma líti vel út. Þær eru yfirleitt grannar, vel klædd- ar og fallegar („fallegar“ er ekki algert skilyrði en „afskap- lega geöþekkar" er lágmark). Litlar kröfur af þessu tagi eru gerðar til karla. Karlamái - kvennamál Könnunin fór þannig fram að skráður var niöur fjöldi þeirra kvenna sem viðtöl voru tekin við í fréttatímum Sjónvarpsins og ennfremur var kann- að hvort efnislegur munur var á viðtölunum eftir því hvort um kven- eða karlviðmælanda var að ræða. Niöurstaðan er sú aö konur eru 18,2 prósent þeirra sem tekin eru viðtöl við og hvað varðar við- fangsefni er þar einnig stór munur og greinilegt er að til eru málefni sem teljast karlamálefni (s.s. sjávarútvegsmál og efnahagsmál þar sem pró- sentufjöldi karla eru 94.0% og 92.5%) og önnur sem teljast mega kvennamálefni (s.s. félags- og heilþrigðismál og málefni daglegs lífs þar sem pró- sentufjöldi kvenna nær því að vera 33.1% og 30.8%). Sjónvarp mótar skoðanir og afstööu þeirra sem á þaö horfa, beint eöa óbeint, og þaö hefur gíf- urlega mótandi áhrif á böm. Sjónvarpiö getur því verið tæki sem hægt er aö nýta mun betur í jafn- réttisbaráttu. Þeir sem lesa skýrslurnar og staðráðnir eru í að sýnajákvæða afstöðu geta glaðstyfir því aö vissu- lega hefur fjöldi kvenviðmælenda aukist frá því að vera 0% fyrstu fimm árin sem Sjónvarpið var starf- rækt upp 1 að vera 18,2% 27 árum eftir að Sjón- varpiö hóf útsendingar. Dr. Sigrún hefurframreikn- að þessar tölur og komist aö því aö árið 2038, þ.e.a.s. eftir 43 árverði konurorðnar50% viðmæF enda í fréttatímum. Ef reiknað er meðaltal út frá meðalaldri, meðalþyngd og líkamlegu atgervi þeirra kvenna sem nú birtast á skjánum verður aö gera ráð fyrir því að fæstar eða engin þessara kvenna sem árið 2038 munu birtast á skjánum séu enn fæddar. Innan húss og utan Án þess að gerðar hafi verið á því kannanir má leiða líkum aö því að þátttaka kvenna í annars kon- ar þáttagerð Sjónvarpsins, s.s. umræðuþáttum, dægurmálaþáttum og heimildaþáttum, sé álíka mikil. Árið 1991 gerði NRK, Norska Ríkisútvarpið

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.