Vera - 01.05.1995, Page 24

Vera - 01.05.1995, Page 24
kj rasamningar Enn einu sinni hafa verið gerðir tímamóta- samningar. 1986 fengum við eina slíka. Þá fengum við stórgallað húsnæðislánakerfi sem mörgum reyndist skammgóður vermir. Þá fengum við líka tollaiækkanir á bílum því þannig mátti lækka framfærsluvísitöluna með einu pennastriki. Og við sem erum í druslubransanum yljum okkur nú við offram- færslulist má reyndar fá það til að heita tekjujöfnun: Hinir tekjulágu eyða hlutfalls- lega meiru af launum sínum í matarinnkaup og þess vegna græddu þeir hlutfallslega mest. Ég veit að vísu engan kaupmann sem lætur kúnnann borga matvöruna í hlutfalli við tekjur. En fátæklingarnir verða auövitað bara að skilja þau einföldu sannindi að „sá Skýrslan staðfestir að karlar njóta jákvæðrar mismununar vegna kynferðis síns. Það hlýtur að vera íslenskum konum áhyggjuefni að við gerð þessara kjarasamninga var ekki tekið mið af skýrslu Jafn- réttisráðs frekar en hún væri ekki til. boð '86 árgerðarinnar á bílasölum bæjar- ins. '89 fengum við þjóðarsáttarsamninga sem enn er ekki bitið úr nálinni með. '92 var samiö um lækkun matarskatts. Stórfelld kjarabót, einkum fyrir þá efnameiri þar sem langtum fleiri krónur rötuðu í buddu þeirra en láglaunafólksins. Með útsjónarsamri rök- á nóg sér nægja lætur". Þá var líka samið um aðgerðir í atvinnumálum, en ennþá skuldar ríkisstjórnin þjóðinni efndir í þeim efnum. Voru menn búnir að gleyma þessu í samningaviðræðunum eða fyrnast gömul loforð milli samninga? Látið steyta á einhverju Að þessu sinni var svo samið með fagran morgunroða efnahagsbatans í augsýn, þann efnahagsbata sem ríkisstjórnin hafði svo lengi ákallað og loks galdrað fram með aðgerðaleysi sínu. Fyrst setti Alþýðusam- bandiö fram kröfur sínar á hendur rikinu. Því það er til siðs nú orðið - hvort sem er í kreppu eða uppsveiflu - að setja fýrst í brýrnar við ríkið áður en atvinnurekendum eru kynntar kröfur. Það er líka til siðs að sitja þungbúinn svo sem eins og eina nótt í Karp- húsinu og láta steyta á einhverju. Annars gæti fólk haldið að verið væri að gera lélega samninga. í þetta sinn strandaði á kröfu ASÍ um afnám tvísköttunar lífeyrisgreiðslna. Ekki voru nú allir með á tæru hvað þetta þýddi svona beinlínis í krónum og fýrir hverja, en réttlætismál var það, já og kjara- bót. Og þá er gott að eiga leiðtoga sem fórna jafnvel nætursvefni til að tryggja hag okkar. Þetta með lánskjaravísitöluna er nú heldur ekkert smá mál. Hvorki meira né minna en tímamót. Við þá sem finnst skrýt- ið að verkalýðshreyfingin þurfi að semja í kjarasamningum um sjálfsagðar og eðlileg- ar stjórnvaldsaðgerðir er bara þetta aö segja: já, það er margt skrýtið í kýrhausnum. Af skiljanlegum ástæöum urðu Þórarinn Vaff og félagar fljótt sáttir, munduöu skrifföngin og biðu í ofvæni eftir undirskrift. Fram- kvæmdastjórinn tók sig vel út þegar hann hafði yfir sitt venjubundna ábyrgöarhjal, enda næst besti leikari landsins á eftir Guð- mundi Joð. Ekki stóð á hrósinu til strák- anna: enginn sómakær maður hefði setið kinnroðalaust undir mærðarvellu stjórnar- liðsins dagana á eftir, svo ekki sé nú minnst á eldhúsdagsumræðurnar. Þórarinn Vaffog félagar urðu fljótt sáttir, munduöu skrifföngin og biðu í ofvæni eftir undirskrift.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.