Vera - 01.05.1995, Síða 18

Vera - 01.05.1995, Síða 18
kénur í fangelsi voru einum of mikil umskipti fyrir mig, var þá rétt aö komast í jafnvægi. Vissi ekki hvert ég átti að fara. Ein taugahrúga þrammaði ég upþ og niður Laugaveginn þann daginn, og endaði á Keisar- anum um kvöldið. Engan átti ég samastaðinn og engan átti ég aurinn. Það leið þvt ekki á löngu þar til ég var komin inn aftur, í þetta sinn í 23 mánuöi, 15 frá því í fyrra plús 8 til viðbótar — fyrir auögunarbrot. Ég sótti þá um að fara fyrst t meðferð svo éggæti nýtt vistunina beturtil upp- byggingar á sjálfri mér og var búin að fá jákvætt svar. En vegna óskiljanlegs samskiptaleysis vissi enginn af því og svo þegar ég mætti ekki t fangelsið á réttum tíma, var ég oröin eftirlýst. Þá var mér stungiö t gæsluvaröhald í 17 daga í Síðumúlanum, sem er hræöilegur staður. Geymsla fyrir afbrotamenn af öllu tagi, öllum hrúgaö saman. Ég var í næsta klefa við morð- ingja barnsfööur míns. Þó var ég lengur en þurfti í Síöumúlanum af þvt aö þaö var ekkert þláss fyr- ir mig í Kópavoginum, sem er eina fangelsiö fyr- ir konur. Samt eru karlmenn hérna, þeir mega ekki koma inn fyrir þröskuldinn á herbergjunum okkar, að öðru leyti er frekar erfitt að forðast samskipti við þá." Bergþóra Ittur yfir farin veg meö eftirsjá. í fullri einlægni á hún sér þann draum að ná taki á lífi stnu. Hún vill nýta tækifærið á meðan hún er t fangelsinu og byggja sig uþp, líkamlega sem andlega. Hún hefur kynnt sér fangelsismál vel og hefur margt við þau að athuga þó ekki kvarti hún undan eigin hlutskipti. „í reglum fangelsismálastofnunar segir að meta eigi aðstæður og ástand hvers fanga fyrir sig og meöhöndla samkvæmt því. Þessum regl- um er ekki framfylgt. Fiestallar konurnar sem hingað koma eru fíkniefnaneytendur sem hafa framiö auðgunarbrot. Þær eru ekki hættulegar eöa líklegar til að strjúka. Samt erum viö með- höndlaðar eins og allir aörir fangar, njótum ekki neins trausts. Sem dæmi nefni ég að t fyrra kveiktu einhverjirfangarí Stöumúlanum í klefarv um stnum. Þá voru þær reglur settar að fangar mættu ekki vera með eldfæri á herbergjunum, sem er auövitaö mjög óþægilegt, þar sem við gerum lítiö annað en aö reykja. Viö fáum enga meðferð hérna, þegar við hefj- um afplánun, þó flestallir fangarnir séu fíkni- efnaneytendur. Viö fáum lyf til að trappa okkur niður en enga aðstoö í framhaldi af því. Það er hægt aö sækja um meöferö í lok afplánunar en ekki allir fá jákvætt svar. Þaö kemur hér sál- fræðingur einu sinni í viku og M-fundir eru tvisvarí viku. Það er ágætt en meira er þaö ekki. Viö þurfum fyrst og fremst að styöjast hver við aðra. Ég hef verið t tilfinningakreþpu t mörg ár og hef engan styrk til aö vinna bug á mínum vanda- málum sjálf, þó viljinn sé til staðar. Það þarf svo margt annað. Fangaverðírnir eru ágætir en þeir vilja ekki vera að blanda sér t málin. Viö fáum enga útrás, hvorki fyrir reiöi né gleði. Ef við erum of glaöar einn daginn, þá er leitað að dópi í her- bergjunum, ef viö erum of reiöar erum við dæmdar fyrir agabrot. Þetta er allt á skjön viö þróun fangelsismála í heiminum aö fangar séu settir í geymslu og ekkert fyrir þá gert. Þróunin fer afturábak, einu sinni gátu fangar hér fariö í skóla en nú búa ein- ungis fangarnir á Litla-Hrauni viö þau forréttindi. Viö sitjum hérí fullkomnu aðgerðarleysi, sem er ekki einu sinni hollt fyrir heilbrigðan einstakling. Þá grtpum við til prjónanna, þ.e. þegar við höfum efni á að kauþa garn. Aöaláherslan ætti að vera á forvörnum. Þannig er hægt aö koma í veg fyrir aö við komum hingað aftur og aftur. Okkur vant- ar talsmann, einhvern sem sinnir okkur og að- stoðar þegar við komum aftur út f þjóöfélagið. Einhvern sem gætir okkar mannréttinda, því við erum líka manneskjur. Ég sótti í fyrra um aö vera flutt á Kvíabryggju, þar er meiri vinna, beitning á veturna og hey- skapur á sumrin, en var neitað á þeim forsend- um aö einungis karlmenn eiga að vera þar. Kon- urnar eiga vera í Kóþavogi. Ég hef líka sótt um að komast að hjá Vemd, til þess aö fá það verð ég aö vera meö vinnu, sem er svo aö segja óger- legt, ekki satt?" Bergþóra hefur listræna hæfileika, þaö leyn- ir sér ekki, auk þess hefur hún veriö hárskeri samfanga sinna. Hún myndi gjarnan vilja setjast á skólabekk, fara f lönskólann, læra t.d. hár- greiðslu. Ætli hún fái einhvern tímann tækifæri til þess?// 'TÓ/^C/Wv S'TC/ÁíWlNV £ Vi\& CATY KLV í fangelsinu við Kópavogsbraut eru þrjár konur meðal fangavaröanna . Við hittum tvær þeirra, þær Sigríði Jónasdóttur varðstjóra og Áslaugu Óiafsdóttur verkstjóra, en hún hefur yfirumsjón meö þeirri vinnu sem fram fer í fangelsinu. „Vímugjafaneysla er þaö sem kemur fyrst upþ í hugann þegar viö erum beönar að nefna eitthvað eitt sem þær konur eiga sameiginlegt sem hingað koma. Um 90% af brotunum tengjast vímuefna- neyslu og þá hafa þær veriö dæmdar fyrir skjala- fals sem þærprmagna neysluna meö," segirSig- riður. „Restar þeirra hafa átt erfiða æsku og sumar verið misnotaöar kynferðislega," segirÁslaug, „og það hvílir mjög þungt á þeim. Margar þessara kvenna vantar ást og umhyggju, þær hafa ekki not- ið mikillar hlýju í uppvextinum og líflnu og kunna því ekki að gefa slíkartilfinningar." „Það fylgja því ákveðnir erfiðleikar að hafa bæði kynin saman," segir Sigriöur, „þaö myndast ákveðin spenna og togstreita sem erfrtt getur reynst að hafa hemil á. Kariar og konur mega ekki fara inn í klefa hvort hjá öðru, það getur skapaö ákveðna óánægju en um leið skapast óánægja hjá mökum utan fangelsisins og jafnvel af- brýðisemi hjá fólki sem veit af maka sínum í svo lokuðu sambýli með fólki af hinu kyninu. Ég tel að þaö væri miklu betra aö hafa hér eingöngu konur, þaö hefur sýnt sig bæði hér og í öðrum löndum. Ég hef t.d. skoðað fangelsi í Noregi þar sem ákveðiö var að loka kvennaálmunni þannig að ekki væri samgangur milli kynjanna. Þar vom menn sam- mála um að þaö væri betri kostur en blöndunin." Þær Sigriður og Áslaug eru sammála um þaö aö dvöl í fangelsi gangi betur þegarfangamirfái að vinna. „Þaö er allt annað andrúmsloft hér í húsinu þegar við höfum vinnu," segir Áslaug. „Reyndar er hér föst vinna við þvotta því viö þvoum fyrir öll fangelsin á höfuðborgarsvæöinu og Litla Hraun. En hún dugar ekki nema handa tveimur og svo hefur ein kvennanna tekiö að sér þrifin. Við höf- um fengiö hingaö vinnu við aö brjóta og líma um- búðir og hnýta endurskinsmerki en það er vinna sem hentar mjög vel hérna, því við höfum lítiö pláss. Við reynum sjálfar aö útvega þessa vinnu og höfum allar klær úti." „Það er mikilvægast aö fangarnir hafi nóg aö gera, annars verða þeir eirðarlausir. Svo er líka nauðsynlegt aö hafa brosandi fangaverði," seg-

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.