Vera - 01.05.1995, Qupperneq 26

Vera - 01.05.1995, Qupperneq 26
nýr lífsstíll jjr viöjum Valgeröur Magnúsdöttir sálfræöingur skrifar um nýjan lífsstíl Ifstrausts Samspil útlits og andlegs ástands er flókiö og best að fullyröa ekki mikiö um það. Þó er alþekkt aö of feitt fólk hefur oft lítiö sjálfs- traust. Það uröu þær Valgerður Magnúsdótt- ir sálfræðingur og Guörún Siguröardóttir fé- lagsráögjafi áþreifanlega varar vlð þegar þær hófu hópstarf, á vegum Félagsmála- stofnunar Akureyrar, með of feitum konum, en offitumörkin eru 30% yfir kjörþyngd. Þær leggja áherslu á að byggja upp sjálfstraust og móta nýjan lífsstíl til aö ná tökum á holdafarinu, og hafa séö margvíslegar fram- farir hjá sínum konum. Sumar léttast veru- lega, aðrar bæta heilsuna og enn aörar ööl- ast kjark og þor. VERA fékk Valgerði til aö gefa uppskrift aö nýjum lífsstíl. Konur fá gjarnan aö heyra aö þær séu uppteknar af útlitinu. En skyldi nokkurn undra? Um allan heim er framleitt og selt eitt og annað sem á að gera þær fallegar og ung- legar. í fjölmiðlum blasir við fallegasta fólkið og endalaus áróöur. Og hvort sem okkur líkar betur eöa verr hefur margsinnis verið sýnt fram á að útlit hefur áhrif á viðhorf í garö fólks. Fallegu og vel útlítandi fólki eru gjaman gerðir upp jákvæðir eiginleikar og því getur gengið betur en hinum að fá gott starf, svo dæmi séu nefnd. Líkamsbygging kvenna og holdafar er margbreytilegt og einstaklingsbundin fjöl- breytni er eðlileg. Hugmyndir um að allar kon- ur eigi að vera þvengmjóar geta haft háska í för með sér. Gullni meðalvegurinn er bestur. Með því að halda á stálpuðum krakka dá- góða stund getum við fundið að aukakílóin eru ótrúlegt álag fyrir líkamann. Yfirvigt eykst venjulega með árunum og heilsufarsleg vandamál vaxa. Þess vegna er mikilvægt aö komast að rótum vandans sem fyrst, þótt aldrei sé of seint að byrja. En nýi lífsstíllinn þarf aö festast I sessi, annars sígur aftur á ógæfuhliðina. Galdurinn erfólginn í að gefast ekki upp heldur halda sífellt áfram út úr af- neitun og viðjum vanans. Einnig þótt nokkur spor séu stigin aftur á bak eða út á hlið. í hópstarfinu leggjum við áherslu á aukna vellíðan, bætta heilsu ogfærri hindranirí dag- legu lífi kvenna sem eru allt of þungar og setj- um eftirfarandi markmið: Að auka sjálfs- traust, þannig að konum þyki vænt um sjálfar sig og líkama sinn. Einnig að yfirvigt valdi ekki lengur heilsufarslegum vandamálum og hindri eðlilega notkun líkamans. Offita og matarvenjur Of feitt fólk borðar of mikið, hefur aðrar mat- arvenjur en fólk af kjörþyngd, er næmara fyrir áhrifum ytri fæðuáreita og léttist ef matar- venjur þess verða eins og hjá fólki af kjör- þyngd. Þiö sem eruð allt of þungar þurfiö því aö kenna sjálfum ykkur aö boröa minna og umfram allt reglulega. Þið þurfiö aö finna hvaða fæðuáreiti hafa óæskilegust áhrif á ykkur og nota þekkinguna til aö losna undan fjötrum þeirra. Þetta eru einstaklingsbundin atriöi sem virka eins og þau lokki ykkur til að borða mikiö eða óskynsamlega. Geta veriö freistandi matur fyrir eina ykkar, sælgæti fyr- ir aðra og nautnin af fullum munni eða maga fyrir enn aðra. Flestir sem eru of feitir hafa ekki næga þekkingu á næringu, hollum matarvenjum og hreyfingu og þurfa því að verða sér úti um öfgalausa fræðslu. Kynnið ykkur samsetn- ingu fæðu og lesið á umbúöir þegar þið versliö. Veltiö fyrir ykkur hráefni í uppskriftum og hafnið þeim hitaeiningaríkustu. Nóg er til af bragðgóðum og hollum mat með hóflegum hitaeiningum. Að auka sjálfstraust Sjálfstraust er hægt að byggja upp á marga vegu. Ég hvet ykkur til að ákveða fyrst af öllu að reynast sjálfum ykkur vel, eins og væruð þið besta vinkona ykkar sjálfra. Viö ætlumst til þess að hún sé til staðar og hrósi okkur þegar vel gengur, tali í okkur kjark þegar á þarf að halda og umfram allt aö hún sé já- kvæð og heiðarleg en ekki neikvæö og nöldr- andi. Jákvætt sjálfstal byggir upp en nei- kvæöar hugsanir brjóta niður. Mikilvægt er að þið áttið ykkur sem best á skoðunum ykkar, þörfum og tilfinningum til að geta tjáð það í samskiptum við aðra og haft að leiðarljósi i lífinu. Ef sjálfstraustið er í molum þurfið þið ef til vill aö spyrja aðra um Ykkur þarf umfram allt a& finnast gaman. Það er ekki nóg að vinkonu ykkar finnist gaman í eróbikk, þið veljiö fyrir ykkur. Hlustið á ykkar eigin óskir. Reyniö að fá stuðning fjölskyldunnar, það er líka hennar hagur að ykkur líðí betur. jákvæðar hliöar ykkar til að byija með. Reyn- ið aö komast á námskeið til að byggja upp sjálfstraust, lærið að auka sjálfsþekkingu ykkar, setja ykkur markmið og vinna að þeim. Hugarfarið Lífsreglur Lindu Craighead sálfræðings eru eitt besta efni sem ég þekki til að hjálpa fólki að takast á viö aukakílóin. Offita er vandamál til að leysa og það tekur sinn tíma. Gæta þarf

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.