Vera - 01.05.1995, Blaðsíða 16

Vera - 01.05.1995, Blaðsíða 16
knur í fangelsi Elns og tímasprengja Hallgeröur tók þaö fram hvaö eftir annaö að henni fyndist aö þaö ætti aö breyta fyrirkomu- laginu í fangelsinu þannig aö „fólk gæti unniö sig þrep af þrepi upp í eitthvaö," eins og hún orö- aöi þaö. Aö dvölin heföi einhvern tilgang og þaö væri eitthvað uppbyggilegt aö gerast. „Þaö vantar alveg prógramm til aö byggja okkur upp," segir hún. Þegar ég spurði hana hvað hún vildi sjá í slíku prógrammi þá sagöist hún vilja sjá fasta og reglulega vinnu og hjálp við að stokka upp sitt líf. Allar konurnar sem þarna koma inn þurfa hjálp við slíkt. „Maöur kemur inn niöurbrotin manneskja á sál og líkama eftir neyslu og er í sömu brotunum - jafnvel enn viökvæmari - þegar maöur fer. Maður er skemmdur eftir neyslu og svo kemur maöur allt í einu inn og verður edrú. Maöur kann ekki á lífið edrú og þarf hjálp til aö takast á viö það. Maður þarf ekki síst hjálþ við aö læra að lifa edrú utan viö fangelsiö." Þaö er aö renna af fólki fyrstu vikuna eftir að það kemur inn. Hallgerður sagöi að þó þekking á vímuefnum hefði aukist innan fangelsanna þá væri ekki mikil þekking á því hvernig ætti aö af- Þaö er Ijóst af viðtölum viö starfsfólk og fanga aö helsta vandamál kvennanna er vímuefnaneysla. Afbrotin eru langflest tengd vímuefnum og konurnar koma venjulega inn illa farnar af neyslu og í vímu. Þaö rennur harkalega af þeim og læknishjálpin viröist felast í því aö þeim eru gefin geðlyf. Þær halda því áfram aö vera í vímu en nú bregður svo við aö hún er lögleg. eitra fólk smátt og smátt. Venjulega væri bara öllum efnum kippt af og óspart ávísað á geðlyf, sem eiga alls ekki viö alla. „Maður er alltaf á taugum yfir fangavöröun- um. Ef við hlægjum of mikiö þá kemur pissi- prufa. Þaö er mikil pressa á manni og maöur verður alltaf aö sitja á sér. Má ekki fá útrás á neinn hátt. Maöur er stundum á suöu en veröur að kyngja öllu. Þaö er komið fram viö mann eins og smábam. Ef fykur í mann er maöur sendur í Síðumúlann í einangrun. Þess vegna er maður eins og tímasprengja þegar maöur kemur út.“// VVV £?/€,[/|N\ L.X-<A Geislar sólarinnar brjóta sér leiö í gegnum slæð- una sem Bergþóra hefur hengt fyrir gluggann í herbergi sínu, „svo þeir kveiki ekki í útþránni," segir hún. Á veggjunum hanga mjög fallegar vatnslitamyndir sem hún hefur málaö sjálf. Hún hefur lagt frá sér prjónana til þess að tala við mig, með kaffibolla og sígarettu í hönd mösum við langt fram eftir degi. Ég haföi búist viö aö hitta fyrir niðurbrotna konu fulla af sorg og sút, en það var ööru nær. Þrátt fyrir afar sorglegan æviferil, er Bergþóra glaðleg, afar viökunnanleg og skýr í máli og háttum. Stór og sterkleg situr hún meö krosslagöarfæturí litlu rúminu og seg- ir mér frá, gagntekin hlusta ég á átakanlega sögu hennar. Hún er 34 ára gömul og hefur set- ið tvisvar inni. „Ég er aö vestan, frá ísafirði. Ólst upp ásamt 6 systkinum mínum á venjubundinn hátt, svosum engin vandamál, fyrir utan að pabbi var oftast fullur. Eins og stór fíll í stofunni, fyrir öllum en við létum öll eins og vandamálið væri ekki til staö- ar. Ég kláraöi gaggann, vann í fiski og fór á sjó- inn þess á milli. Eins og gengur og gerist var ég byrjuð á hinni hefðbundnu helgardrykkju á ung- lingsárunum, sem jókst þegar á leiö. Ég var bara tvítug þegar ég eignaöist barn, var ekki nógu þroskuð andlega til aö ráöa viö þetta. Þaö var tekið af mér, loksins að barnaverndarnefndin haföi eitthvað aö gera. Nokkrum árum seinna eignaöist ég annað barn. Þá var ég byrjuð í eit- urlyfjum, hassi og spítti. Ég ákvað því aö láta Sumir kvenfangarnir kvörtuöu yfir því aö vera í fangelsi meö körlum. Ein þeirra sagöi: „Karlarnir og konurnar sitja inni fyrir ólíka hluti. Karlarnir eru hér aöallega fyrir ölvunarakstur. Þeir stoppa stutt, klára kannski bara síðustu vikuna hér. Þetta er eins og strætóstoppistöö, þeir bara koma og fara. Þetta er vont. Maöur kemur hér illa farinn og niður- brotinn vegna vímuefnaneyslu og er hálfgerö mannafæla. Þaö er erfitt aö hafa alltaf nýja og nýja karlmenn í húsinu, sífellt ný og ny andlit. Maður þorir stundum varla niður.“ bamiö frá mér, til sömu fjölskyldu. Þau eru hjá góöu fólki sem ég þekki, ég ætla ekki að reyna að fá þau aftur, þeim líður vel þar sem þau eru og ég ætla ekki að taka áhættu með þeirra líf. Þó að ég sé ákveðin í því að taka lífið réttum tök- um þegar ég kem út, þá veit ég ekkert hvernig þaö á eftir aö ganga hjá mér, hvorki meö vinnu né samastað." 1985 flutti hún suður og giftist, eignaöist barn en ekki leið langur tími þar til hún var enn á ný byrjuð í eiturlyfjum, í þetta sinn T sterkari efnum. Hún fann sér samastað - á Keisaran- um. „Þar fann ég mig, eignaöist kunningja og vini sem voru allir í sama rugli og ég. Hjónabandiö gekk vitaskuld illa og við ákváðum aö flytja til Svíþjóðar. Eflaust var þaö flóttatilraun eins og venjulega, í stað þess að taka á vandamálunum hef ég haft þann ósið aö flýja þau. Ekki leystust þau þar, þvert á móti. Heimili okkar varð aö mið- stöö fyrir íslendinga og ég var á sífelldum hlaup- um að redda þeim vinnu eöa húsnæði, mér fannst þaö gaman en um leið gleymdi ég að rækta hjónabandiö. Meö þessum íslendingum byrjaði ég að rugla aftur, var jafnvel farin að sprauta mig. Þannig aö leiðir okkar skildu, barn- iö varð eftir hjá honum. Ég dvaldi þó enn um hríð í útlandinu, á flakki með öðrum dópistum. End- aöi T sambúö meö manni sem barði mig svo illi- lega að ég þurfti að fara á spítala. En mér fannst ég bara eiga það skiliö, var svo full sektarkennd- ar. En svo kom aö því að ég áttaöi mig á því aö svona gengi þetta ekki lengur og fór heim í meö- ferö. Sú var endaslepp, var alltaf með áhyggjur , af sambýlismanni mínum þáverandi sem var í rugli. Innan skamms var ég komin aftur niður á Keisara. í eilífri leit aö eiturlyfjum og peningum til að kaupa þau, byrjaði ég að falsa ávfsanir og víxla og endaði náttúrulega hér. Ég fékk 15 mán- uöi fyrir auðgunarbrot. Eftir tveggja mánaöa af- plánun var mér sagt svona í framhjáhlaupi að ég væri laus, samdægurs var ég komin út. Þetta vinna við aö líma saman alls konar öskjur. Þaö , stytti daginn rosalega. Nú hefur engin vinna ver- iö í 3 vikur og þessi mánuöur hefur veriö lengi aö líöa; eins og heil eilífö." Aðspurð um hvaö þær geri til aö fá tímann til aö líða sagöi hún: „Viö prjónum og gerum handavinnu. Áslaug kaupirgarn fyrir okkur. Hún hefur reynst okkur vel, hún er mikil prjónakona sjálf. Á kvöldin spilum viö.“ Þeim er refsaö ef þær bijóta af sér. Hallgerö- ur segir aö refsingin felist í þvT aö þær séu send- ar T einangrun í Síðumúla. „Ég hef tvisvar veriö sett í einangrun. í ann- aö skiptið strauk ég og í hitt skiptiö fundust vímuefni í þvagprufu. Maður er settur í einangr- un í lítinn klefa og fær ekkert aö lesa og ekki aö skrifa. Ég var í einangrun T15 daga og fékk bara aö fara út úr klefanum í 1/2 klukkustund á dag."

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.