Vera - 01.05.1995, Page 13

Vera - 01.05.1995, Page 13
y>'í> ^C/iNV „Þegar ég missti frelsið skildi ég fyrst málshátt- inn „enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hef- ur“, en mér líöur samt alveg ágætlega hérna inni. Maður ræður því í rauninni sjálfur hvernig manni líöur hérna og ég hef ákveðið að láta mér líöa vel. | Ég mátti alveg búast við því að það kæmist upp um mig en ég var ekkert að pæla neitt sér- . staklega í því. Ég var búin að vera í algjöru rugli ’ frá því aö kærastinn minn var stunginn til bana. Síðan lentum við í slysi, ég og vinkona mín, og fengum þá bætur sem voru greiddar út vikulega. Við breyttum ávísununum og fölsuðum þannig 700 þúsund á tveimurtil þremur mánuðum." Sú sem talar er 23ja ára gömul, dökk yfirlit- um, falleg stúlka og ótrúlega jákvæö miðað viö aðstæöur. Hún hefur verið í fangelsinu frá því í nóvember. Hún afplánar tvo dóma, annan 10 mánaöa og hinn tveggja mánaða. Átti þvt að sitja inni í heilt ár en fær reynslulausn eftir helnn- ing afplánunarinnar vegna þess að þetta er í fýrsta sirin sem hún er í fangelsi. „Margir halda að þetta fangelsi sé allt öðru vísi en þaö er, en þetta er bara eins og hvert annað fangelsi - við erum fangar en ekki fólk. Fangaverðirnir virðast ekki treysta manni og tala við mann eins og maður sé tveggja ára. Maður fær aldrei svör við neinu, ef maður spyr um eitt- hvað er svarið alltaf BARA... Mér finnst aö maöur ætti að fá að vinna sig upp í eitthvaö á meöan maöur er hérna. Þaö væri t.d. gott að geta farið í sund og unnið sig upp stig af stigi. Ég sótti um aö fá að fara 1 skóla eða fá kennslu hingað fyrir jól en er ekki enn búin að fá neitt svar. Mig langaði til að taka þessi tvö eða þrjú próf sem ég á eftir af grunn- skólaprófinu svo ég gæti byrjað i framhalds- skóla næsta haust. Þannig heföi ég getað und- irbúið mig fyrir áframhaldandi nám því mig langartil að veröa þroskaþjálfi. Mig langar líka til aö læra aö temja, ég hef verið mikið í kringum hesta því ég var mikið í sveit allt frá átta ára aldri. Þar leið mér best, innan um öll dýrin og þar var líka svo ofsalega kyrrt og hljótt." Ekkert samband við mömmu Guöbjörg er alin upp hjá ömmu sinni. Fyrstu mánuði ævinnar var hún ásamt föður sínum hjá föðursystur sinni, sem einnig átti nýfædda dótt- ur. Síðan fór hún til fööurömmu sinnar. „Amma sagöi mömmu aö ég vildi ekki hafa neitt samband við hana, en ég var aldrei spurð. Það var mikill feluleikur í sambandi við mömmu, ég veit að hún var alkóhólisti og pillusjúklingur en þetta var ofsalega góö kona. Hún dó þegar ég var 11 ára, amma segir að sambýlismaður hennar hafi myrt hana en það var aldrei sannað. Eg fékk símhringingu fýrir jarðarförina og þá sagöi hann að ef ég kæmi yrði ég drepin. Ég þoröi ekki aö fara. Eins og kemur fram í máli viðmælenda Veru þykir þeim leitt að fá ekki að stunda nám meðan á afplánun stendur. Hvergi er boðið upp á það nema á Litla-Hrauni. Hvers vegna er einungis karlmönnunum þar boðið upp á nám. Myndi það ekki nýtast konunum í Kópavogi jafn vel - eða betur? En eins og kemur fram í ársskýrslu Fangelsismála- stofnunar eru aðrar áherslur í því fangelsi: „Öryggismál hafa veriö í brennidepli í þessu fangelsi. Nýtt myndavélakerfi var sett upp, gluggar og hurðir styrktar og allt eftirlit með föngum hert.“ Pabbi hefur aldrei haft nein afskipti af mér og ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna hann af- neitaðj mér. Hann á sjö önnur börn með tveim- ur eöa þremur konum og ég hef ekkert samband við þau. Ég á eina hálfsystur sem mér þykir mjög vænt um, hún er dóttir mömmu, einu ári eldri en ég. Hún var líka í rugli en er edrú núna. Ég var 16 ára þegar ég kynntist henni því hún ólst upp í sveit hjá móöurömmu okkar. Stundum hugsa ég um það aö ég hefði viljaö eiga mömmu og pabba, en amma gerði allt týrir mig sem hún gat. Þaö vantaði kannski að hún talaði við mig, tæki utan um mig og segði aö henni þætti vænt um mig. Hún gerði það ekki fýrr en ég byrjaöi á því. En hún gerði meira fýrir mig en sín börn, ég fékk allt upp í hendurnar, m.a.s. hestí fermingargjöf." Guðbjörg leggur ríka áherslu á það að hún kenni engum um hvernig komið sé. Hún segist hafa verið voöalega góöur unglingur fram aö 16 ára aldri en þá kynntist hún fólki sem var í fíkni- efnum. „Ég byrjaði á því að reykja mikið hass en þeg- arégvar 17 ára kynntistégspíttinu. Égtókí nef- ið í viku og byrjaði svo aö sprauta mig. Ég fór ofsalega hratt niður, alveg niður á botninn, en ég hef getað náö mér upp aftur." Það var árið 1993 sem kærastinn hennar var stunginn. Vinur hans reyndist henni vel í framhaldi af því og nú er hann vinur hennar. Hún segir aö hann hafi hjálpað sér mikið en hún hafi samt fariö á bak við hann. Hann fær ekki aö heimsækja hana í fangelsið en hún skrifar hon- um daglega. Amma hennar kemur stundum um helgar og einnig uppáhaldsfrænkan. Vinkona hennar ætlaði að koma um jólin og aftur eftirjól en kom f hvorugt skiptið. Það var sárt og síöan vill húnekki heimsóknirvina. Hún segirað marg- ir þeirra sem dvelja í fangelsinu séu daufir um helgar, þegar heimsóknir eru leyfðar, því þegar maður erí fangelsi er voða vont að vera alltaf að bíöa eftir því að einhver komi í heimsókn. Grét í marga mánuði Það er ekki mikið um aö vera í fangelsinu. AA fundir eru þó tvisvar í viku og einu sinni í viku koma eldri hjón sem eru trúboðar. „Þau koma hingað með bænastund og syngja með okkur. Ég bið þau alltaf um aö biðja fýrir litla stráknum mínum sem ég missti í mars í fýrra eftir 6 mánaöa meðgöngu. Þá var ég alveg niöurbrotin og fór aftur í rugliö í stað þess aö takast á við sársaukann. Ég grét í marga mán- uði og var alveg ónýt. Ég hugsa ofsalega mikið um hann og er kannski ekki búin að sætta mig við að hann skuli ekki hafa fengiö aö lifa. Ég hefði átt aö eiga hann í ágúst og þegar ég sé lít- knur í fangelsi

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.