Vera - 01.05.1995, Qupperneq 23

Vera - 01.05.1995, Qupperneq 23
„Virgina Woolf sagði að allar konur ættu að hafa herbergi út af fyrir sig og peninga sér til fram- færslu. Þetta hef ég, svo ég skulda henni þaö, að minnsta kosti, að skrifa.“ Sú sem segir þetta heitir Leena Lander, finnskur rithöfundur, sem var hér á ferð þegar bókin hennar Heimili dökku fiðrildanna kom út á íslensku og samnefnt leikrit var frumsýnt í Borg- arieikhúsinu. Þessi saga hefur farið víða og verð- ur væntanlega kvikmynduð í Hollywood áður en langt um líður. „Góð skáldsaga er eins og hús þar sem hver vistarvera hefur sitt hlutverk. Eldhúsið er hjarta heimilisins og þar kemur tiölskyldan saman. Við bjóöum gestum til stofu og eigum þar notalegar stundir með þeim og bömin eiga sín eigin her- bergi. Síðan er svefnherbergið þar sem maður sefur og gerir ýmislegt annað því þar eiga ástríð- umar og kynlífið gjaman heima. Svo fer maður upp á háaloft, ekki eins oft að vísu, en það er þó alvegjafn mikilvægt því þaö geymir minningar'um gengnar kynslóðir. Þar eru gömlu ástarbréfin hennar ömmu, brúðarvöndurinn og eitthvað úr fórum afa. Þangað fömm við í ævintýraleit og ylj- um okkur við hlýjar og góðar minningar. Kjallarinn er andstæða háaloftsins, hann er dimmur, kald- „Ég er minn eigin húsbóndi og get gert það sem ég vil.“ ur og ógnvænlegur. Þar hanga beinagrindur í skápum þvl þargeymum við leyndarmálin. í öllum fiölskyldum em einhver leyndarmál sem reynt er að fela og í öllu fólki em eins konar leynikjallarar sem við viljum ekki fara inn í. Fyrr eða síðar verð- um viö þó að fara niður í þennan kjallara og hreinsa út. Þetta gildir líka um góðar sögur." Þetta er svar Leenu viö þeirri athugasemd minni að Heimili dökku fiðrildanna segi ekki bara eina sögu, heldur fleiri og að hún taki ekki bara á einu máli heldur fleimm, t.d. einmanaleika, vam- arleysi bama og fullorðinna, kúgun og mengun. „Góö skáldsaga getur ekki verið bara á einni hæð,“ heldur, hún áfram, „hún verður að vera á mörgum hæðum og rúma margar sögur og mörg sjónarhorn. Hún á t.d. aö geta sagt aðra sögu eft- ir tíu ár en hún segir okkur í dag. Svo em bækur dýrar og því verður að taka á mörgum málum í hverri bók." Eins og kaka Prousts Heimili dökku fiðrildanna er sprottin úr bemskuminningum Leenu, en þær mnnu Ijóslif- andi upp fyrir henni þegar móðir hennar afhenti henni gamlar dagbækur og sögur sem hún skrif- aði fyrir 15 ára aldur. Hún ólst upp á heimili fyrir afvegaleidda og heimilislausa drengi sem faðir hennar veitti forstööu. „Þessar gömlu dagbækur og sögur vom mér eins og kökuilmurinn var franska rithöfundinum Marcel Proust. Þegar ég fór aö lesa þær rifiuðust upp fyrir mér alls konar smáatriöi úr bemskunni sem ég hélt að væm gleymd. Ég var þá byrjuð á annarri sögu, en persónur og viðburðir úr bernsk- unni leituðu svo sterkt á mig að aðalpersónan „Góö skáldsaga getur ekki ver- ið bara á einni hæö, hún verður aö vera á mörgum hæöum og rúma margar sögur og mörg sjónarhorn. Hún á t.d. að geta sagt aðra sögu eftir tíu ár en hún segir okkur í dag.“ varð að fara út á eyjuna þar sem heimiliö var. Ég byggi söguna því á raunverulegum atburöum þótt ég noti náttúrlega ímyndunaraflið til aö dýpka hana. Ég vann mikla undirbúningsvinnu fyrir þessa bók því mér finnst mikilvægt að þeir at- burðir sem ég segi frá í bókum mínum geti hafa gerst þótt þeir hafi kannski ekki verið nákvæm- lega eins og ég lýsi þeirn." Kvennablöö og kappakstur Leena skrifaði sína fyrstu bók þegar hún var 24 ára gömul en þá tók hún þáttí samkeppni um af- þreyingarbókmenntir. í framhaldi af því var hún gjarnan flokkuð sem afþreyingarfiöfundur í sínu heimalandi allt þar til hún sendi frá sér söguna um Heimili dökku fiörildanna sem vann til ýmissa verðlauna og hefur verið þýdd á mörg tungumál. „Mér finnst ekkert skammarlegt við það aö skrifa afþreyingarbækur en gagnrýnendur virðast ekki kunna að meta þá vinnu sem oft liggurí slík- um bókum. Ég skrifaöi fyrstu bókina mína þegar ég átti von á fyrsta baminu mfnu. Maðurinn minn stakk upp á því að ég notaði tímann til aö taka þátt í keppninni og ég ákvað að slá til. Þetta var söguleg skáldsaga, sem gerðist á 17. öld, þannig aö ég þurfti aö kynna mér minnstu smáatriði um þaö tímabil. Til þess aö skrifa svona bók veröur maður að vinna svipaða rannsóknarvinnu og fólk sem er aö skrifa doktorsritgerö þannig aö ég get nú ekki séð hvað er svona ómerkilegt við það. Það er alls ekki eins auðvelt að skemmta fólki og gagnrýnendur vilja vera láta og ég held nú að það sé miklu auöveldara að vera leiðinlegur. Síöan hafa kvennablöðin f Rnnlandi oft haft viðtöl við mig og þaö þykir gagnrýnendunum heldur ekki fínt þótt þeir setji ekki út á það að karlrithöfundar lýsi áhuga sínum á fótbolta og kappakstri í íþrótta- blöðunum. Annars er ég er nú orðin þreytt á því að taka viö skipunum frá körlum um þaö hvemig ég eigi aö skrifa og þarf heldur ekki lengur að hlusta á þessa gagnrýni, því ég hef fengið viðurkenningu sem rithöfundur. Ég held að það sé aö ýmsu leyti erfiðara fyrir konur en karla að byrja að skrifa og ýmsir fordómar að kljást við. Ef kona fer t.d. út í búð og kaupir sér tölvu og kemur svo heim og til- kynnir gölskyldunni að hún sé að fara að skrifa halda allir að nú sé hún gengin af göflunum. Ef karlmaður gerir slíkt hið sama fær hann allt önn- ur viöbrögð. Konan hans heldur umsvifalaust að hún sé gift snillingi og tekur sjálfviljug að sér að sussa á bömin til aö pabbi hafi friö til að skrifa. Það er því miklu auðveldara fyrir karimenn að hefla ritstörf og alltaf erfiðara fyrir konumar að flnna sér tíma. Sjálf þarf ég þó ekki að kvarta, því maðurinn minn hefur alltaf stutt mig og ég er hans uppáhalds rithöfundur." Leena Lander er gift finnskum blaðamanni og á þrjá stráka á aldrinum 6-13 ára. Auk skáldsagn- anna skrifar hún leikrit fýrir sjónvarp og er einnig dálkahöfundur ýmissa blaða og skrifar m.a. um pólitík, menningu og málefhi kvenna. „Ég er minn eigin húsbóndi og get gert það sem ég vil. En þessi húsbóndi," segir hún og bendir á sjálfa sig, „er mjög harður og fyrirgefur ekkert sluks. Mér finnst mikilvægast að skipu- leggja tímann vel og ég sit inni í herberginu mínu 8-9 tíma á dag og skrifa. Fyrir mér eru allar bæk- ur ævintýri og mig langar til að gefa lesendum mínum þaö ævintýri sem bækur hafa verið mér.“ sérherbergi I enu lander

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.