Vera - 01.05.1995, Síða 33

Vera - 01.05.1995, Síða 33
hún sinnir sínum málum. Launamál kvenna eru enn sama grundvallaratriöið og þau hafa alltaf veriö. Og svarið viö því segir Hill að liggi í baráttu fyrir kerfi sem metur fólk meir en gróöa en ekki I því að einni og einni konu takist að klifra upp nokkur þrep í ríkjandi kerfi. Atvinnulaus verka- maður af karlkyni er alveg jafn illa staddur og ung einstæð móðir sem berst viö illan leik fyrir því aö framfleyta fjölskyldu sinni. Þarfir þeirra og hagsmunir tilheyra ekki tveimur ólíkum heimum og við veröum að gera okkur grein fyrir samheng- inu ef við ætlum að bæta samband kynjanna. Endurheimtum „f“-oröið HiH endar grein sína á því að fullyrða að það þurfi að endurheimta „f"-oröið - ekki vegna þess að feminisminn sé farinn úrtísku, eða sé ekki eins skemmtilegur og hann var heldur vegna þess að hann hafi misst pólitíkina. Og - ef feminisminn eigi að eiga einhverja möguleika á því að skipta okkur einhverju máli verði hann að endurheimta hinn upprunalega drifkraft sinn, en hann var sá að breyta samfélaginu. (Sonja B. Jónsdóttir gluggaði í Red pepper.) A F S Ö K U N Það leiða atvik átti sér staö við út- gáfu síðasta tölublaös VERU að í þemaumfjöllun blaðsins, sem sner- ist um konur og kosningar, var birt mynd af Þóru Þórarinsdóttur. Mynd- in var sótt í myndasafn VERU og hafði þann eina tilgang aö sýna konu við vinnu sína. VERA harmar að þessi myndbirting hafi valdið óþægindum og sárindum og biður hlutaöeigandi afsökunar. JAPAN Konur sentiarheim RTkisstjórn Japans hefur loks viðurkennt að konur beri hitann og þungann af samdrættinum í japonsku efnahagslífi. Aö lokinni könnun, sem staðið hefur yfir sl. tvö ár, á stöðuveitingum hjá helstu fyrirtækjum landsins, er niðurstaðan sú aö misrétti riki á vinnumarkaðinum. Á undanförnum árum hafa mjög margir vinnuveitendur sagt fjölda kvenna upp störfum og neit- aö giftum konum um stööuhækkanir. I fyrra tilkynnti stærsta tryggingafyrirtæki Japans, og í ár Mitsubishi, að þau myndu taka fyrir mannaráöningar í skrifstofudeildum sínum, en þar starfa nær eingöngu konur. Kvennasamtök segja þessa ákvöröun fyrirtækjanna vera sönnun þess að konum hafi eingöngu tekist að brjótast inn á vinnumarkaðinn á níunda áratugnum vegna þeirrar miklu þarf- ar fyrir vinnuafl sem þá hafði skapast. Könnun, sem gerö var árið 1993 hjá rúmlega þúsund fyrir- tækjum, sýnir að forsvarsmenn fyrirtækja telja konur vera óáreiðanlegt vinnuafl og að þær hætti í vinnu vegna giftinga og barneigna. Bandalag kvenlögfræðinga grannskoðar um þessar mundir lög landsins um jafnan rétt til at- vinnuþátttöku, sem banna kynjamisrétti, en refsa hins vegar ekki þeim fyritækjum sem virða lögin að vettugi. Fulltrúar kvenna telja að niðurstaða könnunarinnar breyti litlu nema aö refsilöggjöf fylgi T kjölfarið. var spurður að því hvort ekki væri eðlilegt að þeir fengju sérstakan talsmann sem þeir gætu leitað til og talaði þeirra máli við fangelsisyfir- völd sagði hann að fangar hefðu bæði aðgang að lögmönnum, stjórnsýsluaðilum, dómstólum og fleirum sem tryggðu réttarstöðu fanga. Haraldur var hins vegar þeirrar skoðunar að vel kæmi til álita aö sérstakur umboðsmaðurfanga færi með mál þeirra gagnvart kerfinu eins ogt.d. tíðkaöist í Bretlandi. Þó væri minni þörf á slíku hér á landi en víöast annars staðar. Að lokum eitt af því sem vakti undrnn VERU í öllu þessu máli: Hvers vegna mega fyrrverandi fangar, fólk sem hefur tekiö út sinn dóm, ekki heimsækja fanga? Haraldur segir þær verklags- reglur T gildi um heimsóknir til fanga sem eigi lagastoð í fangelsislöggjöfinni að að öllu jöfnu skuli fangar ekki fá heimsókn frá fyrrverandi föngum. Þær reglur hafa verið settar á síöasta ári til að tryggja öryggi og eftirlit í fangelsunum. Verklagsreglurnar hafa veriö settar af illri nauö- syn til aö koma í veg fyrir fíkniefnasmygl inn í fangelsin og önnur vandamál sem af slíkum heimsóknum sköpuðust. Hins vegar væri verk- lagsreglan ekki fortakslaus og í raun hvert tilvik metiö. Fangelsiskerfiö væri i mikilli gerjun og breytingar bæði hvað varöar öryggismál og önnur mál í stööugri endurskoðun. Þó þessi regla sé í gildi varöandi heimsóknir þá útiloki hún ekki samband milli aöila t.d. í gegnum síma eöa bréflega að sögn Haraldar. Framhald af bls. 20 Þegar Haraldur var spurður að því hvort ekki bæri að auka meðferð og aðstoö við fanga inni í fangelsunum og auðvelda þeim að fara aftur út í lífið utan fangelsismúranna sagði hann: Eins og fram hefur komið áöur veröum við að raða verkefnum í ákveðna forgangsröö og þar ráða fjárveitingar að miklu leyti ferðinni. Að sjálf- sögðu viljum við efla innra starf fangelsanna einmitt í þeim tilgangi að stuðla að þvf að fangar snúi af afbrotabraut. Hins vegartel ég að rétt sé að byrgja brunninn áður en barniö er dottið ofan í hann og því eigi að leggja kapp á forvarnarstarf. Hins vegar þarf jafnframt að sinna fyrirbyggjandi starfi innan veggja fangelsanna. Þaö ber þó að hafa í huga að fangelsin eru endastöð vanda- málanna ef svo má að orði komast og þangað koma einstaklingar eftir mjög mikla og langvar- andi neyslu vímuefna. Of oft er vandinn þá oröinn illviðráðanlegur og í sannleika sagt órétt- mætt að gera þá kröfu til fangelsisyfirvalda aö þau geti á skömmum tíma leyst vanda sem ýmsir aðrir aðilar hafa fram til þess tíma ekki getaö leyst. Þaö gerist sem betur fer oft að starfsfólki fangelsiskerfisins tekst betur til. Það sýna lifandi dæmi. Eins og fram kom í viötali við eina af þeim konum sem rætt var viö hér að framan hafa fangar ekki sérstakan talsmann. Þegar Haraldur aö utan

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.