Vera - 01.05.1995, Blaðsíða 41

Vera - 01.05.1995, Blaðsíða 41
I R MEO I N U ATLADOTTUR könnun svipaða þeim sem hér hafa verið gerðar. í Ijós kom að hlutfall kvenna í fréttum sjðnvarps var 30% en hlutfall kvenna í umræöuþáttum var 23% í sama miðli. Þessar niðurstöður ollu því að hjá NRK hefur verið gert átak og komiö upp tölvu- banka með nöfnum kvenna úr öllum hópum þjóð- félagsins sem tilbúnar eru til þess að koma fram í útvarpi og sjónvarpi. Ef horfið er inn fyrir dyr stofnunarinnar og athug- að hvemig málin snúa við starfsmönnum hennar er það sama uppi á teningnum. Um íþróttaumfjöll- un Sjónvarpsins sjá nær einvörðungu karlmenn. Á Innlendri dagskrárdeild eru 9 upptökustjórar (pródúsentar) og af þeim eru 2 konur (sem reynd- ar sjá báðar um upptökur á barnaefni). Fastir um- sjónarmenn eru 9 og eru 3 þeirra konur. Hins veg- ar bregður svo við að þegar rætt er um aðstoöarmenn þá eru þeir menn flestir konur og þær loks komnarí meirihluta. Greppitrýni og feitabollur Reyndar er enn einn flötur á því hvernig konum og körlum er mismunað í starfi í sjónvarpi. Talið er ákjósanlegt aö konur sem fram koma líti vel út. Þær eru yfirleitt grannar, vel klæddar og fallegar („fallegar" er ekki algert skilyrði en „afskaplega geðþekkar" er lágmark). Litlar kröfur af þessu tagi eru gerðar til karla. Sjónvarpsáhorfendum er ætL að að horfa á misfríða karlmenn, suma að vísu stórglæsilega en aðra sem jafnvel eru hin ótótleg- ustu greppitrýni og feitabollur. Það er ekki líklegt að þessar tölur komi þeim sem fylgiast með sjónvarpsfréttum á óvart. En vissulega valda þær vonbrigðum, ekki eingöngu varðandi frammistöðu Sjónvarpsins heldur einnig með það hversu seint almenn jafnréttisbarátta ætl- ar að skila sér. Vissulega er það rétt sem haldið hefur verið fram að erfiðara sé að fá konur til þess að koma fram í sjónvarpi en karla, en samkvæmt upplýsingum sem koma fram í erindi sem dr. Sig- rún Stefánsdóttir hélt á málþingi hjá Sjónvarpinu er það að breytast. Auk þess sem erfitt er að hugsa sér að konur, sem beönar eru að koma fram í nafni embættis síns eða stöðu, neiti slíkri beiðni. En þrátt fýrir að 18,2% geti sagt til um hlutfall kvenna í valda- og stjómunarstörfum hlýtur þátttaka kvenna í samfélaginu að vera mun meiri og ætti að skila sér í sjónvarpi. Á valdi karlmanna Mikilvægt er að sjá til þess að gerðar séu kannan- ir sem sýna nákvæmlega stöðu kvenna innan þessa miðils. Ekki er síður mikilvægt að kanna þá mynd sem dregin er upp af konum, hvort sem um er að ræða kvenímyndir eða þær myndir sem dregnar eru upp af konum sem þátttakendum í samfélaginu. Það er víst að sjónvarp er sterkur miðill sem við sækjum stóran hluta þekkingar okkar til, hvort sem um er að ræða meðvitaða þekkingarupptöku af okkar hálfu eða ekki. Sjónvarp mótar skoðanir og afstöðu þeirra sem á það horfa, beint eöa óbeint, og það hefur gífurlega mótandi áhrif á börn. Sjónvarpið getur því verið tæki sem hægt er að nýta mun beturíjafnréttisbaráttu. í dager þess- um áhrifamikla miðli stjórnað einvörðungu af karl- mönnum og þeir hafa vald til þess aö ákvarða hvaða efni er sýnt og þá hvaða skilaboðum er komið á framfæri, beint eða óbeint. Þetta er mik- ið vald, meira en flestir gera sér í hugarlund. Því ber stjórnendum Sjónvarpsins aö fara vel meö þetta vald, muna að valdi fýlgir alltaf ábyrgð og gæta þess að það sé notað sem flestum til hags- bóta. Og konur verða að krefjast þess að raddir þeirra heyrist og andlit þeirra sjáist. Sjónvarp er framtíöin og við verðum að eignast meiri hlutdeild í framtíðinni en útlit er fýrir nú. Höfúndur er leikhúsfræðingur og fyrrverandi starfsmaður Sjónvarpsins örbylgjuofnar Hágæðaofhar, framleiddir af rafeindarisanum DAEWOO Verð við allra hæfí Þjónusta sem þér býðst ekki annars staðar. Við bjóðum þér á kvöldnám- skeið í matreiðsluskóla Drafnar þar sem þú lærir að matreiða grænmeti, steikja kjöt, sjóða fisk, baka, búa til sultur og margt margt fleira. DAEWOO, heilsusamleg nútímamatreiðsla sem sparar tíma, fé og fyrirhöfn. 10 gerðir af örbylgjuofnum fyrír öll heimili. Veldu þér hágæðaofn með landskunnri þjónustu. rm Einar Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28 - Simi 622901 og 622900 k^ínur og sjónvarp

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.