Vera - 01.05.1995, Síða 38

Vera - 01.05.1995, Síða 38
j.^1 Um þessar mundir sýnir íslenska óperan eina af frægustu óperum Verdis, La Traviata. Giuseppe Verdi, (1813-1901), er réttnefndur hinn mikli jöfur ítalskrar óp- eru á nítjándu öld. Hann var mjög afkasta- mikiö tónskáld og náöi gífurlegum vin- sældum á ferli sínum; óperur hans urðu 28 talsins en auk þess samdi hann nokk- ur kórverk, sönglög og einn strengjakvar- tett. Snemma bar á tónlistargáfu Verdis og 26 ára aö aldri samdi hann sína fyrstu óp- eru. Verdi og eiginkona hans misstu bæði börnin sín áriö eftir og skömmu síðar féll hún í valinn úr skæöum heilasjúkdómi. Þessi mikla sorg var Verdi mikið áfall en hann er sagður hafa veriö hlédrægur og skapþungur aö eðlisfari. Löngu síðar, eftir áralanga sambúö, giftist hann frægri óp- erusöngkonu, Strepponi aö nafni, en hún var af almúgastétt og átti „vafasama" for- tíð aö baki. Verdi lést eftir heilablóðfall 88 ára að aldri. Óperutextinn í La Traviata er byggður á leikgerö skáldsögunnar um „Kamelíu- frúna“ eftir Alexandre Dumas yngri. Dumas var þeirrar skoðunar að leikhús ætti að fjalla af raunsæi um ýmis konar þjóðfélagsmál og koma að gagni í baráttu fýrir umbótum. Kamelíufrúin (1852) fjallar um siðbætandi áhrif göfugrar ástar konu sem selur blíðu sína. Sagan í La Traviata, eða „hin afvegaleidda" fylgir leikgerð Dumas í öllum meiginatriöum. Óperan var frumsýnd árið 1853 og voru viðbrögð áhorfenda blendin. í sögunni um hina berklaveiku gleðikonu, Violettu, er ádeila á hræsni tíöarandans, og olli hún nánast hneyksli á fyrstu sýningu. Þjóðfélagsstaða hinnar „föllnu" konu veldur því aö þau S T Ó R K O Að mörgu leyti þekkti Verdi söguefniö um Kamelíufrúna af eigin raun. Sjálfur haföi hann oröið fyrir sárum ástvinamissi og tvöfalt siðgæði tíðarandans var honum ekki að skapi. Þau Strepponi urðu fyrir miklu aðkasti fyrir aö lifa í óvígðri sambúð og fyrirfólkið átti erfitt með að líta á hana sem jafningja. Að sjá og heyra La Traviata í flutningi ís- lensku óperunnar er einstök upplifun. Tón- list Verdis er hrífandi og þegar best lætur er mannsröddin fegurri en nokkurt hljóö- færi. Það þarf mikla rödd til að fylla óperu- hús af söng sem hefur þau áhrif að maður finnur hljóðhimnur sínar titra og hver ein- asta taug hrífst með. Þannig leið undirrit- uðum á sýningunni þegar einsöngvararnir gáfu sig alla í aríurnar og tvísönginn. Sig- rún Hjálmtýsdóttir, Diddú, er stórkostleg prímadonna í hlutverki Violettu, og söngur hennar og leikur aðdáunarverður. Það eru þeir Ólafur Árni Bjarnason og Kolbeinn J. Ketilsson sem skiptast á að fara með hlut- verk Alfredos. Þessir ungu tenórsöngvarar hafa báðir hrífandi raddir og var afar gam- an að heyra og sjá þá í þessu krefjandi hlutverki. Bergþór Pálsson og Keith Reed deila með sér hlutverki föður Alfredos. Báðir hafa löngu sannað sig í óperuheim- inum og ber söngur þeirra og leikur þess glöggt vitni. Þær Signý Sæmundsdóttir og Hrönn Hafliðadóttir í hlutverkum Flóru og þernunnar stóðu sig einnig vel, og kór ís- lensku óperunnar er prýðilegur. Þá settu tveir dansarar skemmtilegan svip á sýning- una í einu atriðanna. Leikstjórn varí örugg- um höndum Bríetar Héöinsdóttur og hljóm- sveitin skilaði sínu vel undir stjórn Robin Stapelton. Lýsingin féll vel að leikmynd- S T L E G Violetta og Alfredo, sem er af fínum ætt- um, fá ekki aö elskast. Faðir Alfredos krefst þess af Violettu að hún slíti sam- bandinu svo bjarga megi heiðri fjölskyld- unnar, en þaö ertilvonandi mágur Alfredos og fjölskylda hans sem sætta sig ekki við þá hneisu sem sambúð Alfredos og Violettu skapar. Vilji föðurins var máttugur og honum varð að lúta. Violetta fórnar stóru ástinni í lífi sínu og ber göfuglyndi hennar vott um fölskvalausan kærleika, sem lætur engan ósnortinn. inni, einkum á sveitasetri Violettu. Búning- arnir eru látlausir og sviösmynd sömu- leiðis. Sýning þessi stenst vafalaust samanburð viö uppfærslur stóru óperu- húsanna erlendis og við megum vera hreykin af því að eiga íslensku óperuna. Vala S. Valdimarsdóttir Sonja B. Jónsdóttir Heimildir: Leikskrá íslensku óperunnar- La Traviata 1994-1995, Encyclopedia of Music - Collins 1984, The Oxford Junior Companion to Music -Scholes 1977

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.