Vera - 01.05.1995, Blaðsíða 15

Vera - 01.05.1995, Blaðsíða 15
%r\r í r* uninni. Ef maður mætir ekki á fundi og vill ekki taka þátt í prógramminu er manni sagt að fara og ég hef gert þetta viljandi því ég hef ekki hald- ið þetta út. Ég græt inni í mér, mig langar svo að hætta. Þetta er ekkert Hf. Ég hef ekki þrek í þetta leng- ur, líkaminn er búinn. Mig langar aö lifa lífinu lif- andi." Hún sagðist vera hrædd um aö ef hún færi ekki beint í meöferö þegar hún losnaði, heldur stoppaöi einhvers staðar á milli, þá væri hún fallin. Hún sagðist þekkja sig. Það væri púki á öxlinni á henni sem kæmi í vegfyrir aö hún gerði þaö sem hún vissi að væri sérfyrir bestu. „Ég stefni aö því að fara í Krísuvík í langtímameöferö. Þaö er mín eina von. En ég er mjög hrædd um að það takistekki. Éger hrædd um að hlaup- ast í burtu. Þess vegna vildi ég fá að afplána hluta af dómnum í meöferö því þannig væri tryggt að ég færi í gegnum alla meðferöina. En fangels- isyfirvöld neituöu mér um þessa beiöni." Hallgeröur er svo langt leidd vegna vímuefnaneyslu að líkaminn þolir ekki mikið meira. Ef hún hættir ekki núna mun hún deyja fljótlega og hún veit sjálf að þetta er sþurning um líf eöa dauöa. „Þrekið er búið," sagöi hún, „lík- aminn getur ekki meira. Ég byrjaði aö sprauta mig í fæturna og núna eru allar æðarí líkamanum ónýtar. Hand- leggirnir á mér eru búnir. Ég get ekki sprautaö mig meira. Allar æðar eai stíflaðarvegna kalkmyndunar. Lækn- ar hafa sagt viö mig aö ég sé heppin að hafa ekki misst handleggina og ef ég hætti ekki að sprauta mig þá sé stutt í að ég geti misst hendurnar." Hún sýndi mér handleggina. Þeir eru alsettir djúpum örum sem mynd- ast þegar hún hittir ekki í æö og efn- iö fer í vöðvann og brennir hann. Handleggirnir, frá upphandleggjum og fram á úlnliði, eru afmyndaöir, bólgnir, öróttir og aflagaðir, og hend- urnar sjálfar bólgnar. Samt sagðist Hallgeröur vera óvenju góð núna því hún hefur ekkert sprautaö sig í þá mánuði sem hún hefur setiö inni. „Ég átti ekki glæsilega æsku," segir Hallgerður og vill ekki tala meira um þaö. Hún bætti þó við að fyrsta víman sem hún komst í hafi verið þannig að hún stal valíum frá móöur sinni þegar hún var 11 ára og fannst víman strax góð. Heimsóknartímarnir erfiöir Hallgeröur á tvö börn 16 og 19 ára. Hvorugt þeirra er hjá henni. Eldra barniö var gefið þegar það var ungt, án hennar vitundar. Það var mikið áfall. „Ég gaf forræðið á yngra barninu eftir til föð- ur hans fyrir mörgum árum. Ég sé alltaf eftir því. Þegar ég var búin að missa barnið fannst mér ekkert vera eftirtil aö berjast fyrir. Þetta hefur átt sinn þátt í því að ég hef ekki barist harðar viö að hætta í fíkniefnunum." Það eru ekki margirsem koma að heimsækja Hallgerði. Móöir hennar og sonur koma ööru hvoru og eins einn vinur hennar. Heimsóknartím- amir eru mjög erfiöir tímar fyrir Hallgerði: „Mér finnast heimsóknirnar hræðilega erfið- ar. Maöur hefur ekkert aö segja; ekkert aö tala um. Hér gerist ekkert. Mér finnst ég vera svo leiðinleg." Vantar uppbyggjandi starf „Það er ömurlegt aö vera hér," segir Hallgeröur. „Hér er ekkert um aö vera. Ekkert uppbyggilegt. Nú er hér aðeins vinna fyrir þrjá: tvo í þvottahús- inu og einn við þrif á húsinu. í desember var '•'&íSfffÁ' Erfitt að kyngja reikningasúpunni? Haföu samband við þjónustufulltrúa okkar, hann kynnir þér Vörðuna einfalda og þægilega leið til þess að fá betri mynd á fjármál þín. Varða - útgjaldadreifing og greiðsluþjónusta okkar: • Sór um að greiða föst gjöld s.s. afborganir af lánum, síma, rafmagn, bifreiöagjöld, áskrift o.fl. • Millifærir fasta upphæð mánaðarlega fyrir útgjöldum þínum • Jafnar greiðslur þínar niður á mánuði og lánar þér mismuninn ef útgjöld einhvers mánaðar eru hærri en millifærslan • Gerir fjárhagsáætlun fyrir þig og sér um að þú hafir gott yfirlit yfir stöðu þína og greiðslur Komdu eða hringdu það getur reynst þér ánægjulegur léttir ▲ varða - víðlak fjármáloþjónusta fyrir fólk á öllum aldri L Landsbanki íslands Ðanki allra landsmanna nur í fangelsi

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.