Vera - 01.05.1995, Blaðsíða 31

Vera - 01.05.1995, Blaðsíða 31
nmengasamarar og iug asKDDenaur Deilur um innihald fem- inismans - eða feminismanna - eiga sér stað víöar en á íslandi þar sem ungar hægri konur hafa sakaö Kvennalistakonur um svo- kallaða mæðrahyggju og margar þeirra reynt að sverja þá hyggju af sér eins og um meiri háttar villutrú væri að ræða. Þannig halda bresku feminist- arnir Susan Watkins og Jane Hill því fram nýlega, t breska tímaritinu Red pepper, aö feminisminn hafi misst pólitískt innihald sitt og þær velta fyrir sér muninum á banda- ríska „valda“-feminismanum og breska „fórnarlambs“-feminisman- um, sem viröist vera nokkurn veg- inn það sama og hin svokallaða mæörahyggja sem þykir heldur úr- eltur ismi hér á landi. Viö lestur greinanna í Red pepper vaknar hins vegar sú spurning hvort ís- lenskir feministar - Kvennalista- konur rétt eins og ungu hægri kon- urnar - séu ekki upp til hópa hallir undir bandarísku valdahyggiuna því margar Kvennalistakonur hafa svo sannarlega ekki viljaö láta flokka sig til einhverra hallæris- legra fómarlamba. Susan Watkins beinir spjótum sínum að bandaríska rithöfundin- um og valdafeministanum Naomi Wolf og segir að þótt auðvelt sé að samþykkja margt af því sem Wolf heldur fram sé staöreyndin sú aö „niöurstreymis“-áhrif valdafemin- ismans breyti sáralitlu um síversrv andi lífskjör meirihluta bandarískra kvenna. Wolf vilji fleiri konurí valda- stööur, hún vilji að konur geri sér grein fyrir valdi neytandans og eyði þeim peningum sem þær hafa til ráðstöfunar konum til framdráttar - með því t.d. að versla viö konur og þeirra fyrirtæki - rækti sjálfs- EÐA FRAiyiSÆKIÐ POLITISKT AFL traustið og kynferði sitt og komi sér upp al- mennilegum klæðaskáp. Wolf gagnrýni „eðlishyggju“-femin- isma sem skilgreini konur sem um- hyggjusamari, mannlegri og - í einu orði sagt - „betri“ en karla þótt hennar eigin lýsing á „kven- Þannig birtist feminisminn ekki lengur sem sjálfsögö barátta gegn kúgun kvenna heldur sem lokað heimspekilegt kerfi, al- gjörlega einangrað frá Irfi flestra kvenna. Þessa umræðu skortir alveg tengslin við hið raunveru- lega pólrtíska landslag... væddum" - kapítalisma hvíli á al- veg jafn óræðum hugmyndum um yfirburði kvenna. Watkins segir bresku pressuna hafa hampaö bandarísku valda- feministunum á kostnaö þeirra bresku en sú umræða sem fram hafi farið í bresku blöðunum sýni feminista sem lítinn en heittrúaðan hóp sérfræðinga, rétt eins og um væri aö ræöa hóp af frímerkjasöfrv urum eða fuglaskoðendum. Þannig birtist feminisminn ekki lengur sem sjálfsögö barátta gegn kúgun kvenna heldur sem lokaö heimspekilegt kerfi, sem sé algjör- lega einangraö frá lífi flestra kvenna. Þessa umræöu, segir Watkins, skortir alveg tengslin viö hiö raunverulega pólitíska lands- lag í Bretlandi, og hún heldur því fram að umræður um mál eins og stefnumóta- nauögan- ir, sem eru ofar- lega á baugi meðal er- lendra feminista, og átvandamál kvenna fari fram í ein- hvers konar tímalausu rúmi án tengsla við aöra þætti í Iffi kvenna. Hægrí öflin og kvenfrelsið Watkins segir að ómöguiegt sé aö hugsa alvarlega um stöðu kvenna án þess aö huga að stjómmálaá- standinu og þeirri sterku hægri sveiflu sem nú ríkir. Hún spyr hvemig konur geti rétt sinn hag á meðan grundvallarkröfur femin- ista, eins og t.d. ókeypis dagvist fyrir öll böm, er eins órafjarri raun- veruleikanum og nú er. Auk þess sem stytting vinnudagsins - sem sé forsenda þess að karlar og kon- Watkins er sem sagt efins um það að á meðan ástandið sé svona sé nægilegt að ein og ein kona, með herðapúða og í há- hæluðum skóm, komist í topp- stööu og þá muni hagur kvenna almennt batna. Hún efast um að frami einstakra kvenna „leki“ kvenfreisinu niður úr toppstöö- unni og til allra hinna. ur geti skipt með sér umönnun barna, heimilisstörfum og þátttöku í atvinnulífinu - sé jafnvel ekki fyrir- sjáanleg í fjarlægustu framtíö. Watkins finnst undarlegt að feminisminn hafi þróast svona á undanförnum árum vegna þess að á árum áður hafi kvennabar- áttan átt sína bestu spretti þegar konur voru að bregðast gegn skertum lífskjörum almennings. Hún rifjar upp aö fyrir 20 árum eða svo hafi breskir feministar rang- hvolft í sér augunum yfir „systrum" sínum í Chile, Pakistan eða Suður- Afríku sem héldu því fram aö fyrir þær væri það forgangsmál aö berj- ast gegn einræðisstjómum sinna landa og aðskilnaðarstefnunni. Því- líkt afturhald! Hvers vegna í ósköp- unum sáu þessar konur ekki að Ráðherrar íhaldsstjórnarinnar hafa ásakað mæður fyrir vanda- mál barna og unglinga, á meðan þeir hafa sjálfir skorið niður skólastarf, heilbrigðisþjónustu og fleiri þætti velferðarkerfisins og atvinnuleysistölurnar halda áfram að versna. það var miklu mikilvægara að berj- ast fyrir grundvallaratriðum eins og sósíalískri-feminískri-psychoana- lískri stefnu í bameignamálum eða einhverju álíka spennandi máli? En núna erum við í þeirra sporum, seg- irWatkins. Konurmunu ekki öðlast frekari réttindi nema þeim takist að beina stjómmálunum í framfaraátt. Hún heldur því fram að íhaldssöm stjómvöld séu fíllinn sem loki leið- inni og ekki veröi unnt að komast neitt áfram í kvenfrelsismálunum fyrr en þeim veröi komið frá. Watk- ins rekur síöan framgöngu breskra íhaldsmanna viö það að auka fá- tækt og stéttaskiptingu í Bretlandi og þau versnandi lífskjör og þá auknu kúgun kvenna sem fylgt hef- ur í kjölfarið. En þær aðgeröir hafa ráðherrar íhaldsstjómarinnar kór- ónaö með þvf að ásaka mæður fyr- ir vandamál barna og unglinga, á meðan þeir hafa sjálfir skorið niður fminisminn

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.