Vera - 01.05.1995, Page 7

Vera - 01.05.1995, Page 7
M m Kristín Halldórsdóttir - aftur á þing þar meö væntanlega að bæta hag kvenna en viö hljótum auövitað að kafa undir yfirborðiö í leit að skýringum á fylgistapinu, því svo mikið er víst að enn er langt í land í kvennabaráttunni. ► Þiö hafiö ekki hækkaö kaupiö Kosningabaráttan skýröi aö hluta til fyrir mér þá stööu sem við erum komnar í. Konur sem við hittum víða á vinnustöðum voru greinilega vonsviknar, þreyttar og þrautpíndar. Þær sögðu: þið hafið ekkert gert fyrir mig. Þið hafið ekki hækkað kaupið okkar, þið hafið engum ár- angri skilað. Sem sagt sú leið sem viö höfum farið í kvennabaráttunni skilar ekki árangri. Við svöruðum á móti: Af hverju að skamma okkur sem erum þó að reyna, viö semjum ekki um kaup og kjör. Er líklegra aö Davíð og Halldór bæti stöðu kvenna? Önnur skýring sem mér finnst sennileg er það hve konur voru áberandi í kosningabaráttunni fyrir alla flokka. Þær beittu sér mikiö þótt þær væru ekki í öruggum sæt- um. Það var um mikið kvennaval að ræða í þessum kosningum. Ekki veit ég hvort framtak Sjálfstæöra kvenna haföi eitthvað aö segia, en það var sérkennilegt að horfa á auglýsingar frá þeim sem gátu verið frá Kvennalistanum og sögöu nákvæmlega það sem við höfum verið að segja um mismunun kynjanna, launajafn- réttiö og það aö litlu börnin verði jafngild þegar þau vaxa upp. Hvað áttu kjósendur að halda? Þá er öruggt að Þjóðvaki og G-listarnir óháðu höfðu sitt aö segia því þar var greinilega verið að fiska á sömu miöum með áherslum á stööu kvenna ogtilhöfðun til kjósenda Reykjavíkurlist- ans (sem Þjóðvaki er reyndar ekki aðili að). Þá kann aö vera að krafan um samstarf og sam- einingu svokallaðra „félagshyggjuafla" hafi ver- iö sterkari en við gerðum okkur grein fyrir og að það hafi verið kjósendum okkar vonbrigöi hvernig við tókum á tilburöum Jóhönnu sl. sum- ar og haust. Þaö er eins og fólk skoöi ekki hvaö er á bak við, hvað á að gera og hvort fólk á eitt- hvað sameiginlegt þegar á reynir. Síðast en ekki síst er ég sannfærð um aö okkar innri mál og deilur undanfarinna ára hafi haft sitt að segja. Þar vísa ég til frétta af landsfundinum á Varmalandi sem voru afar neikvæðar og til um- fjöllunar um upþstillingu á lista bæöi í Reykjavík og á Reykjanesi sem einfaldlega sendu þau skilaboö til fólks aö þaö væri allt í háalofti inn- an Kvennalistans. Þær miklu umræður sem staðið hafa innan Kvennalistans einkum í Reykjavík um áherslur í kvennabaráttu og af- stööu til einstakra mála hafa með öðru breytt Ingibjörg Sólrún - var hún of hlutlaus? ímynd Kvennalistans og því miður gert okkur ótrúverðugar í augum kjósenda. ► Áhrif Reykjavíkurlistans Þá velti ég því fyrir mér hvaöa áhrif þátttaka Kvennalistans I Reykjavíkurlistanum hafi haft. Viö töldum okkur vinna mikinn sigur í Reykjavík voriö 1994 og aö við værum að nýta tækifæri til að láta til okkar taka í borginni og axla ábyrgð. Borgarstjórinn er Kvennalistakona, viö eigum tvo borgarfulltrúa og margar konur í nefndum. Ef allt hefði veriö með felldu hefði þessi þátttaka átt aö skila Kvennalistanum auknu fylgi. En það er nú eitthvað annað. Breytti þátttaka okkar í Reykjavíkurlistanum ímynd Kvennalistans, var hún túlkuð þannig að með henni værum við að segja að við þyrftum Borgarstjórinn undirstrikaði ákveðið hlut- leysi með því að mæta á fundi hjá þeim aðH- um R-listans sem báðu hana um það, jafnvel hjá Aiþýðufíokknum sem við gagnrýndum mjögharðlega á Alþingi allt síðasta kjörtíma- bil og var aðili að ríkisstjórn sem við vorum að reyna að fella ekki aö vera til sem sérstakt afl og aö viö gæt- um vel sameinast hinum? Borgarstjórinn undir- strikaði ákveöið hlutleysi með því að mæta á fundi hjá þeim aöilum R-listans sem báðu hana um þaö, jafnvel hjá Alþýðuflokknum sem við gagnrýndum mjög harðlega á Alþingi allt síð- asta kjörtímabil og var aðili að ríkisstjórn sem við vorum að reyna aö fella. Hún mætti líka hjá Þjóðvaka, aöal keppi- naut okkar í kosningunum, sem ekki er aöili aö Reykjavíkurlistanum. Hvaða skilaboð voru þar á ferö til fólks? Kjósendur í Reykjavík hafa ekki gleymt því aö Kvennalistinn er aðili aö borgar- stjórninni, það fékk maöur rækilega að heyra í kosningabaráttunni þar sem ýmislegt bar á góma sem varðar Reykjavík og fólk setti greini- lega samasemmerki á milli Kvennalistans og borgarstjórans. Hér er eitthvað á ferð sem erfitt er aö skilja, en þau skilaboð sem mér finnast vera skýrust eru vantrú á að sérframboö kvenna skili meiri árangri en orðiö er. Er það rétt? Þaö er hin stóra spurning. ► Er sagan aö endurtaka sig? Það er fróðlegt í þessu samhengi aö bera sam- an framboðshreyfingu kvenna sem bauö fram Guörún Agnarsdóttir - hefur útskiptareglan afsannað sig? til bæjarstjórnar í Reykjavík 1908-1916 og til Al- þingis 1922 og 1926. Áriö 1922 vannst góöur sigur og fyrsta konan var kjörin á þing. Hún gekk síöar til liðs við íhaldsflokkinn sem olli miklum vonbrigðum og deilum. Framboöið 1926 mistókst herfilega þótt sjálf Bríet Bjarn- héðinsdóttir væri t framboði. Bríet stóð þá á sjö- tugu sem kann að hafa haft sitt að segja, en að- alástæðan tel ég þó að hafi verið umrót og átök í flokkakerfinu sem kallaði konur ákaft til fylgis við stefnur og hagsmuni þeirra hópa sem þær tilheyrðu. Mannréttindabarátta þeirra sjálfra vék rétt einu sinni fyrir öðru og kvennahreyfing- in snéri sér að ferskum baráttumálum með nýj- um baráttuaðferðum. Það hefur mikið gengið á í íslensku flokka- kerfi á undanförnum árum með klofningi og samframboðum en sú barátta snýst mun meira um persónur en hugsjónir. Að því leytinu er erfitt að bera saman tíma gömlu framboðs- hreyfingarinnar þegar allt logaði í hugmynda- fræðiumræðum og ttma okkar núna þegar allar hugsjónir (nema feminisminn) eru meira og minna komnarí graut. Niðurstaðan á þriöja ára- tugnum varð sú að framboðsleiðin var gengin á enda en það er enn allt of snemmt að spá til um hvort sagan er að endurtaka sig eöa hvort svipað er komið fyrir okkur Kvennalistakonum og Græningjum t Þýskalandi sem misstu mikiö fylgi eftir að aðrir flokkar tóku upp þeirra bar- áttumál, en náðu sér svo aftur á strik. Hvaö um það, enn stöndum við Kvennalistakonur á krossgötum og þurfum að skoða stöðu okkar t hinu pólitíska litrófi, vega og meta hvemig við getum orðið íslenskri kvennabaráttu að mestu liði og hvað það er sem skiptir máli fyrir framtíð- ina. Minnumst þess aö skipulögö íslensk kvennabarátta er meira en 100 ára gömul. Hún hefur iðulega lentí mótbyr, en alltaf risið upp aö nýju, fersk og baráttuglöð, vegna þess að hún er mannréttindabarátta sem snertir ekki aðeins þær konur sem í henni standa heldur konur, karla og börn framtíðarinnar. Kvennabaráttan er á dagskrá heimsmálanna og þvt er spáö að næsta öld verði öld kvenna. Eigum viö ekki að stefna ótrauðar inn í þá nýju öld með alla okk- ar reynslu ákveðnar í að vefa nýja þræði I heimsvefinn, hvernig sem við förum að þvt. k sningarnar

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.