Vera - 01.05.1995, Blaðsíða 29

Vera - 01.05.1995, Blaðsíða 29
norræn mannréttindaráðstefna í júní: Þann 1. og 2. júní n.k. verður haldin hér á landi 11. Norræna mannréttindaráðstefnan. Þessi ráðstefna er haldin á vegum Norrænu Mann- réttindastofnananna og er Mannréttindaskrif- stofa íslands skipuleggjandi hennar að þessu sinni. Viðfangsefni 11. Norrænu Mannréttinda- ráðstefnunnar verður mannréttindi kvenna og er ráöstefnan liöur í undirbúningi Norðurlanda fyrir Heimsþing Sameinuðu þjóðanna um málefni kvenna í Peking 4.-15. september n.k. í umræðum á ráðstefnunni verður stuðst við framkvæmdaáætlunina sem birt verður í apríi af nefnd Sameinuðu þjóðanna um stöðu kvenna og niðurstöður fjölþjóölegra svæða- funda sem haldnir hafa verið til undirbúnings Heimsþinginu. Ræöumenn á ráðstefnunni eru alþjóölega kunnir sérfræöingar á sviði mann- réttinda, þeirra á meðal eru Katarina Tomas- evski, Ann Marie Penngart, Halfdan Mahler, Thomas Hammarberg, Ólöf Þórhildur Ólafs- dóttir og Elsa Stamatopoulou-Robbins. Þeir sem vilja fá nánari upplýsingar um ráðstefnuna geta leitað til Mannréttindaskrif- stofu íslands, Laugavegi 31, sími 552 2720. ráðstefna í haust: OG MANNRÉTTINDI KVENNA 1995 Rannsóknastofa í kvennafræðum viö Háskóla íslands og mannréttindaskrifstofa íslands hafa ákveöið að halda ráðstefnu um íslenskar kvennarannsóknir og mannréttindi kvenna helgina 20.-22. október n.k. Ráðstefnan verður þverfagleg og á að endursþegla stöðu íslenskra kvennarannsókna áriö 1995. Ráðstefna um íslenskar kvennarannsóknir var síðast haldin fyrir tíu árum og því við hæfi aö blása til annarrar núna. Komið hefur fram tillaga um aö hafa ráðstefnuna tvískipta: annars vegar fræöilega fyrirlestra og hins vegar erindi úr kvenna- baráttunni. Kvennarannsóknastofan lýsir nú eftir tillögum að fyrirlestrum meöal þeirra sem hafa stundaö rannsóknir á sviði kvennafræða og meðal kvennabaráttukvenna og skulu þær sendar til Rannsóknastofu í kvennafræðum, Sumarhöll, Háskóla islands, 101 Reykjavík, fyrir 1. júní n.k. Þær/þeir sem hafa áhuga eru beðnar/ir að senda tillögu aö fyrirlestri á u.þ.b. hálfri til einni blaðsíðu. Einnig óskar stofan eftir uppástungum um sérstök þemu fyrir ráöstefnuna. Fyrirhugaö er að gefa út ráöstefnurit meö fyrirlestrum ráðstefnunnar. Taktu þátt í átaki sem skilar árangri til framtíðar ráðstefnur

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.