Vera - 01.05.1995, Blaðsíða 27

Vera - 01.05.1995, Blaðsíða 27
LIFSREGLUR TIL AÐ STJÓRNA ÞYNGDINNI Ekki vera píslarvottur. Foröastu a. svelti b. gremju c. sektarkennd. aö hugarfarinu og foröast neikvæöar tilfinn- ingar í eigin garð. Ef ykkur verða á mistök skulið þiö kryfja þaö sem gerðist. Þá gengur þetur næst og mistökin ala ekki á sektar- kennd. Árangurinn stendur ekki og fellur með einu atriöi, sem algengt er aö kallaö sé vilja- styrkur. Margir líta svo á að annað hvort hafi þeir viljastyrk eða ekki. Hafi þeir hann geti þeir hætt að reykja eða orðið grannir, annars sé baráttan til einskis. Það sem þeir kalla viljastyrk er miklu fremur samheiti yfir sjálfs- þekkingu, skipulag og ótal önnur atriði sem við reynum aö ná auknum skilningi á og nota eins og við getum okkurí hag. Kryfjið málin til mergjar og notið þekkinguna til að ná tökum á þeim. Lærið að sleppa EF-innkaupunum og að setja spurningarmerki við það hvað „góð húsmóðir" þarf að eiga í ísskápnum. Mikilvægt er að setja upp forgangsröð og hafa hreyfingu og hollar matarvenjur í önd- vegi. Með skipulagi og andlegum undirbún- ingi er hægt að takast á við freistingar og komast hjá árekstrum. Undirbúið t.d. frídaga með áherslu á útivist og leiki og dragið úr þungu máltíðunum. „3-0-l-aðferðin“ Með því að borða ekkert fyrr en um miðjan dag, eins og algengt er um þá sem fara í megrunarkúr, er einungis verið að undirbúa hömlulaust hungur og græðgi. Látlaust át á kvöldin er eðlileg afleiðing af morgunsvelti. Nýju matarvenjurnar eru einfaldar: Borðið allan venjulegan mat en sneiðið hjá óþarfa fitu og sykri. Þið ætlið ekki í megrun eða á sérfæði, heldur hafið þið skiþt um lífsstíl, ætlið að þorða reglulega og í hófi. „3-0-1 að- ferðin" hljóðar upp á þrjár máltíðir á dag, ekk- ertá milli mála ogað taka einn dagfyriríeinu. Sjálfstraust er hægt að byggja upp á marga vegu. Ég hvet ykkur til að ákveða fyrst af öllu aö reynast sjálfum ykkur vel, eins og væruð þið besta vinkona ykkar sjálfra. Forðist kvöldnart, því þrennsla líkamans er hagstæðari ef ekkert er borðað stðustu þrjá tímana fyrir svefn. Byrjið daginn með hollum og góðum morg- unmat strax og þið farið á fætur, helst ein- hverju úr öllum fæðuflokkum. Fariö rólega af stað, lítið í fýrstu og aukið smám saman við ykkur ef þið eruð ekki vanar morgunmat. Síð- an borðið þið fjölbreyttan og vel samsettan hádegis- og kvöldverð. Með þessu móti ætt- uð þið ekki að vera svangar og þið losnið við að velta fyrir ykkur aukaþitum. Þeir eru ein- Yfirvigt er vandamál til að leysa, en ekki sjúkdómur til að lækna. Stjórn á þyngdinni er ekki sama og viljastyrkur. Stjórnin felst í a. skilningi á eigin persónuleika. þ. uppsetningu á forgangsröð. c. skipulagi fram í tímann. m Stjórn á þyngdinni felst ekki í stríði við hungurtilfínninguna. ■ ■■■ V-7 \«J ^0^ .... 1 \ V Hægt og örugglega næst sá ár- angur sem þú ætlar að ná. Viðhald réttrar þyngdar felst í því að breyta um lífsstíl. Ekkert ann- að endist. (Linda Craighead, University of North-Carolina, Chapel Hill.] faldlega ekki á dagskrá. Þó getið þið nælt ykkur T hrökkbrauð eða bita af banana ef hungriö sverfur að. Forðist öfgar. Takið þátt í því sem er að gerast í kringum ykkur, veislum meðtöldum, en kappkostið að ná taumhaldi á græðginni. Undirbúið ykkur í huganum og farið ekki af stað banhungraðar. Þið ætlið að fá „kikkið” T lífinu út úr öðru en sTfelldu áti, fylla lífið af öðr- um nautnum, borða til að lifa en ekki að lifa til að boröa. Það er gaman að fá „kikkið" út úr því að þorða í hófi. Af stað að hreyfa sig Fólki sem er allt of þungt hentar ekki hvaða hreyfing sem er. Sund, vatnsleikfimi og ganga á góðum skóm eryfirleittí lagi, en haf- ið samráð við lækni ef þið efist um getu ykk- ar. Ég veit að þið eruð flestar feimnar við að Margir líta svo á að annað hvort hafi þeir viljastyrk eða ekki. Hafi þeir hann geti þeir hætt að reykja eða orðið grannir, annars sé baráttan til einskis. Það sem þeir kalla vilja- styrk er miklu fremur samheiti yfir sjálfs- þekkingu, skipulag og ótal önnur atriði sem við reynum aö ná auknum skilningi á og nota eins og við getum okkur í hag. sýna ykkur léttklæddar T Tþróttasölum, sund- laugum eða búningsklefum innan um straum- línulagað fólk. Best er að hafa sérstaka tíma fyrirykkur. Ef þiö eigið ekki kost á því getið þið fariö nokkrar saman út aö ganga, í sund eða leikfimitíma ef ykkur finnst þaö léttara. Muniö aö finna hreyfingu sem fullnægir ýmsum skilyrðum af ykkar hálfu, annars end- ast góðu áformin ekki. Ykkur þarf umfram allt að finnast gaman. Það er ekki nóg að vinkonu ykkar finnist gaman í eróbikk, þið veljið fýrir ykkur. Hlustið á ykkar eigin óskir. Reynið að fá stuðning fiölskyldunnar, þaö er líka hennar hagur að ykkur líöi betur. Gefist svo ekki uþþ þótt ykkur líki ekki við það sem þið þrófið fyrst. Aðrir möguleikar eru fyrir hendi. Og mun- ið endilega að aukna sjálfstraustið er þrátt fyrir allt miklu meira virði en kílóin sem kunna að fjúka. Það er sjálfstraust og væntumþykja í eigin garð sem gefur ykkur vellíðan, útgeisl- un og kjark til aö halda áfram. Gangi ykkur vel! Eina hegöunin sem þú getur breytt er þín eigin. nýr lífsstíll

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.