Vera - 01.05.1995, Blaðsíða 12

Vera - 01.05.1995, Blaðsíða 12
knur í fangelsi L&K, LOK CjQ LfcS CjQ- ALLXT > LXÍxLS- Á íslandi sitja aö jafnaði 6-8 konur í fangelsi og þær eru vistaðar í fangelsinu í Kópavogi, sem í daglegu tali kallast „kvennafangelsiö“. VERA heimsótti þetta fangelsi og hafði tal af þremur konum sem segja okkur sögu sína hér á eftir. íslenskar konur lenda fyrst og fremst í fangelsi vegna auðgunarbrota sem þær fremja til að fjármagna vímuefnaneyslu. Afbrot þeirra eru ólík afbrotum karla að því leyti að það er sjaldgæfara að þær fremji ofbeldisverk. Annað sem skilur kynin að í þessu efni er að meirihluti karla kemur aftur og aftur en það er sjaldgæfara með konurnar. í fangelsinu í Kópavogi er rúm fyrir 12 fanga og þar afplána allar konur dóma sína. Síðan koma karlar í lausu plássin. Upphaflega var þetta fangelsi nokkuð „opið“ að því leyti t.d. að fangar gátu unnið sér rétt til ákveðinna hluta eins og að fara í sund. Þetta er liðin tíð - fangelsið er nú harðlæst og rekið með svipuöu sniði og önnur fangelsi landsins. Sumir af viömælendum okkar telja að ástæðan fyrir því að reglur voru hertar sé sú að karlmennirnir hafi brotið þær og fangaverðirnir voru á því að ef þarna væru eingöngu konur væri unnt að hafa regiurnar ögn sveigjanlegri. Sögur kvennanna sem VERA talaöi við eru átakanlegar og höfðu djúp áhrif á okkur sem ræddum við þær. Við lærðum margt um líf þeirra og aöbúnaö en viðtölin vöktu ekki síöur spurningar en svör. Og það er þá einkum yfirvalda að svara.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.