Vera


Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 3

Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 3
Hið sterka systralag Slagarð nýju kvennahreyfingarinnar „sisterhaod is pewerful" hefur aldrei verið þýtt almennilega á íslensku þó að sá boðskapur hafi borist yfir hafið að samstaðan gerði konur sterkar eg sú sam- staða hafi vissulega orðið að veruleika hér á landi á blómatimum hinnar nýju kvennahreyfingar. Kannski er það vegna þess að við íslendingar tölum minna um tilfinningar heldur en t.d. Banda- ríkjamenn eg erum feimin við erö sem tákna sterkt samband á milli fólks. Séra Auður Eir er reynd- ar að umurða þetta slagorö þegar hún segir: „Sterk vinátta sterkra kvenna breytir heiminum," og margar hafa tekið þá túlkun upp eftir henni. Hvers vegna skyldum við annars ekki eiga sambæri- legt orð við enska oröið sisterhood? Bein þýðing orðsins er auðvitað systralag en af hverju skyldi það orð ekki hafa festst i íslensku máli eins og orðið bræðralag? Þegar nýja kvennahreyfingin efldist fyrir nokkrum áratugum var mikil áhersla lögö á það sem sam- einaði konur - konur sem hópur bjuggu við kúgun og réttleysi sem barist var gegn. Þegar einhver hópur sameinast i valdaleysi sinu er auðvelt að höfða til samstöðunnar og hún er raunar drifkraft- ur og hreyfiafl slíkra hreyfinga. Þaö er sérstök tilfinning að sitja í hópi með ókunnugum konum sem eru saman komnar af þeirri ástæðu einni að þær eru konur. Otal slíkir hópar hafa hist á vett- vangi íslensku kvennahreyfingarinnar, komið mörgum mikilvægum málum á framfæri og leitt þau til betri vegar. Þar var það systralagið/vináttan sem skipti sköpum. Konur horfðu framhjá því sem sundraði þær og lögðu áherslu á það sem sameinaði þær. Aöalefni þessa blaðs er íslenska kvennahreyfingin - hugmyndafræði hennar og þróun. Þar er margt aö athuga enda um gífurlega mikilvægt málefni að ræða. Frá því að Rauðsokkahreyfingin var stofn- uö hér á landi fyrir 28 árum hefur mikið áunnist og staða konunnar breyst verulega. En þessi breytta staða færir okkur vanda á hendur. Það er auðvelt að sameinast í valdaleysinu en þegar ár- angur baráttunnar kemur í ljós og konur hafa færst nær miðju valdsins koma upp vandamál. Þeg- ar farið var af stað í upphafi var ætlunin að breyta samfélaginu og það hefur tekist að ýmsu leyti þó að draumsýn margra sé ekki orðin aö veruleika. Konur kröfðust réttlætis og sú krafa má aldrei dvína,- þær vildu koma sjónarmiöum sínum að og axla ábyrgð. Árangur baráttunnar felst m.a. í því að konur eru ekki lengur valdalaus hópur á útjaðrinum, vald þeirra á ýmsum sviðum þjóðfélagsins hefur aukist þó enn sé langt í að þær deili því jafnt með körlunum. En um leið er baráttan ekki eins skemmtileg og hún var og þess sakna margar konur. Eru tímar hressilegra mótmælaaðgeröa liðn- ir? Hvaö viljum við? Viljum við vera í hlutverki gagnrýnandans á útjaðri samfélagsins eöa færa okk- ur inn aö miðjunni? Skrefin hafa verið stigin en ekki eru allar ánægðar með árangurinn. Leiðin er grýtt og löng en viö megum ekki gleyma systralaginu né heldur upphaflega markmiðinu - að breyta samfélaginu konum í hag. Hverjir hafa lagt sitt á vogarskálar jafnréttis? Hverjir hafa unnið jafnréttis- baráttunni gagn og hverjir ógagn? Sendu VERU ábendingar. plús Konur sem ætla aö ganga yfir Grænlands- jökul Fjórar íslenskar konur eru um þessar mundir að ganga yfir Grænlandsjökul og óskar Vera þeim góörar ferðar og heim- komu. Hver man ekki eftir aðdáuninni sem „strákarnir okkar” fengu þegar þeir unnu það mikla afrek? Öllu minna hefur far- ið fyrir umfjöllun um ferð kvennanna og þeim hefur gengið mun verr en strákunum að fá stuöning fyrirtækja viö leiöang- urinn. Hvaö segir það okkur um mismunandi viðhorf til kynj- anna? Sama fálætiö og rikir almennt gagnvart kvennaíþrótt- um. „Nokkrir góðir dagar án íhaldsins” stjórnmálaskóli sem ungt fólk í Kvennalistanum, Alþýöu- bandalaginu og Alþýðufokknum stóð sameiginlega aö. Farið var yfir stefnur stjórnmálanna og vel hugaö aö þvi aö kynna kvenfrelsishugsunina og mikilvægi hennar. Margar ungar konur tóku þátt í verkefninu og áttu góöar rökræöur viö strák- ana. Ef stjórnmálamenn framtíöarinnar - bæöi karlar og kon- ur - læra aö skilja samhengi hlutanna og mikilvægi kvenfrels- isbaráttunnar er von til þess að eitthvaö breytist. Félag leikskólakennara fyrir átakiö „Karla í leikskóiana". Hér á landi vinna langtum færri karlmenn viö uppeldi yngstu kynslóöarinnar en á öörum Norðurlöndum, þar sem karlar eru aöeins 1% leikskólakenn- ara hér á landi en t.d. 20% í Danmörku. Hvetja þarf unga karlmenn til þess að fara í leikskólakennaranám sem hefur verið samhæft kennaranámi og er nú einnig hægt aö stunda í Háskólanum á Akureyri. Gettu betur spurningakeppni framhaldsskólanna fyrir aö huga ekki betur aö því aö stelpur taki þátt. Mætti ekki endurskoða þaö mat sem ræöur vali keppenda? Stelpur eru alveg jafn gáfaðar og strákar, þaö er óumdeilt. Hvers konar vitneskju er veriö aö kanna? 3 stelpur en 21 strákur, sem komust i lokaúrslit, gefa ekki rétta mynd af nemendum framhaldsskólanna. Er kannski nauösynlegt aö innleiða kynjakvóta í keppnina? Þjóðkirkjan fyrir aö ráöa ekki konur til jafns viö karla í prestsstörf. Undan- farna 15 mánuði hafa konur sótt um 16 prestsembaetti en aö- eins þrjár verið ráönar, þar af ein sem sóknarprestur en hinar sem aðstoöarprestar. Prestar hljóta aö krefjast þess aö sömu reglur gildi um þau og aöra embættismenn, þ.e. aö starfsald- ur, menntun og hæfileikar gildi við ráöningu en ekki tilviljana- kennt val eins og vill veröa þegar sóknarnefndir kjósa presta. Fyrirsætukeppnir þar sem tugir stúlkna láta móta sig eftir strangri feguröar imynd sem stjórnaö er af tískuiönaðinum. Nýlega sigruöu tvær stúlkur undir fermingaraldri i fyrirsætukeppni og hlýtur það að orka tvímælis gagnvart barnaverndarlögum. Setja verður reglur um aldurstakmörk í keppnir af þessu tagi - eöa hreinlega leggja þær niöur. Hvenær ætlar unga kynslóöin aö risa upp og mótmæla þessari meöferö á sér? 3 v ra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.