Vera


Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 48

Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 48
3 dægurflugur í einu höggi: Andrea Jónsdóttir skrifar um tónlist Jæja, gáð augu, þar sem ég var svo hrika- lega langorð um eina konu [Sheryl Crowj í síðustu Veru, ætla ég að troða þrem í þessa í styttra máli. Ekki að þær séu ómerkilegri í poppsögunni, a.m.k. tvær þeirra, en á þá þriðju er ekki komin virkileg reynsla...og er þá kannski bara rétt að byrja á henni. NATALIE IMBRUGLIA heitir hún, áströlsk og líklega af ítölskum ættum skv. nafn- inu. Hún er næstelst fjög- urra systra, og að ég held fædd 1975. NATALIE IMBRUQLIA NATALIE varð þekkt fyrir leik sinn 1 áströlsku sápunni Neighbours, og enda þótt hún hafi ekki verið nema 17 ára þegar hún byrjaði að leika Beth í þáttunum var þá þegar búið að bjóða henni samning sem söng konu. Henni fannst hún ekki vera tilbúin að fleygja sér út í tónlistarbransann þá, og leist líka þannig á að hún fengi ekki að ráða miklu um gang mála. En þegar hún hafði fengið nóg af því að vera önnur en hún sjálf með Nágrönnunum í tvö ár, klippti hún hár sitt knallstutt, flutti til London og smellti sér í fjörið og poppið þar, með þessum líka ágæta árangri. Upphafslagið á fyrsta fulla geisladisknum hennar, LEFT OF THE MIDDLE, er þrælsterk poppmelódía og kom henni enda í efstu sæti vinsældalista víða um heim í fyrra. TORN heitir sá söngur, og annað smáskífulag af sama fulla diski er far- ið að hljóma við bærilegar vinsældir: BIG MISTAKE. Um diskinn í heild má segja að hann sé mjög vel heppnaður. Tónlistin er rokkað popp með smá þjóð- laga- og tripp-hopp-ívafi og Natalía hefur líka þessa á- gætu rödd. Textarnir eru vel fyrir ofan meðallag að gæðum og fjalla t.d. um búin sambönd eða lausleg, með mátulegum pirringi, heimþrá, yfirborðsmennsku, en einn (Smoke) um vont fjölskyldusamband - íað að mis- notkun fjölskylduföður á bæði eiginkonu og dóttur - vel gerður. Natalía leit í byrjun aðallega á sig sem textasmið. En þegar hún fór að vinna að plötunni í hljóðveri fór hún að skipta sér af Iagasmíðunum og á grunnhugmyndina að 10 lögum plötunnar. Helsti tónlistarmaður plötunn- ar, Phil Thornally, er skráður meðhöfundur að þeim á- samt fleirum sem ég kann lítil deili á, en Phil hefur m.a. unnið með Cure, Duran Duran, Edwin Collins og Thompson twins. Af 12 lögum eru bara tvö sem mér finnast nálgast það að vera leiðinleg, hin standa öll undir því að verða smáskífu- og/eða myndbandslög, einkum og sér í lagi SMOKE og IMPRESSED. Sem sagt: áheyrileg og dálítið töff plata, eiginlega í samræmi við útlit söngkonunnar: fínleg, falleg og/en töff. Madonna Það er svo sem ágiskun hjá mér að Natalie Imbruglia sé af ítölsk- um ættum, en MADONNA er það örugglega, samkvæmt eig- in yfirlýsingum. Sú magnaða kona var að senda frá sér stóra plötu eftir langt hlé, en þá teljum við ekki með Evitu-plötuna sem fylgdi myndinni og er auðvitað ekki hennar eigið verk. Hins vegar þykir fólki Evitu-verkefnið hafa gert Madonnu að miklu betri söngkonu, en hún kvað hafa farið í raddþjálfun til að ráða betur við lög Andrews Lloyd-Webber, sem hún þótti líka skila með prýði - og leiknum að vísu líka. Ferill Madonnu er í stuttu máli svona: Fæddist í Michigan 16. ágúst 1958 - verð- ur því fertug í sumar. Ætlaði að verða dansari - fékk styrk til að fara í Michig- an-háskólann - yfirgaf hann 1978 og flutti til New York þar sem hún dansaði með ýmsum nútímadanshópum og reyndi líka fyrir sér í París. Kom aftur til New York og gerðist trommari í rokksveitum, en var jafnframt mjög virkur gestur á helstu diskóstöðum borgarinnar. Fékk plötusamning 1982 og sama ár komu út hennar fyrstu smáskífur og myndbönd. Arið 1986 voru vinsældir Madonnu slíkar orðnar að ekki varð flóarfriður fyrir henni í fréttum - né heldur mun hún hafa haft mikinn frið vegna ofsókna fjölmiðla. En Madonna hefur að ég held aldrei kvartað undan þeim, tekur pressunni sem hverju öðru hundsbiti - jafnvel nauðsynlegu, sem fylgi frægðinni sem hana hungraði í. Þessi nýja Madonnu-plata heitir RAY OF LIGHT og er að mestu leyti textalega séð hugleiðingar Madonnu um eigið líf í ljósi sólar- geislans í lífi hennar, litlu dótturinnar Lourdesar, sem elskar hana skilyrðislaust og veit ekkert um stöðu hennar, eða þeirra mæðgna. Öfugt við það fólk sem baðað hefur sig upp úr frægð Madonnu sem elskhugar hennar eða „vinir” - skilyrðislaus ást dóttur til móður, sem Madonna sjálf fékk ekki notið vegna þess að ung að árum missti hún móður sína úr krabbameini. Tónninn er sem sagt nokkuð alvarlegur í Madonnu á þessari skífu, en þó engin sjálfs- vorkunnsemi á ferðinni, og ég held að mjög fáar svo stórfrægar manneskjur aðrar en Madonna hafi náð að halda haus og fótfestu og sínu striki og sjálfstæði í frægðinni, og jafnframt ögrað stofn- unum eins og kirkjunni, Móralska meirihlutanum bandaríska og fordómum almennt, t.d. í sambandi við alnæmi, kynþætti og sam- kynhneigð. Eg dáist t.d. fremur að Madonnu sem karakter, ögrandi baráttukona fyrir ýmsum mannréttindum, heldur en músi- kant, en það má auðvitað ekki gleyma því að tónlistin er hennar vopn. Og hugsið ykkur bara hvað glansáratugurinn níundi hefði verið hrikalega miklu sléttari, felldari og sviplausari án hennar. Þrátt fyrir alvarleikann í textunum á RAY OF LIGHT er langt frá því að lögin séu samfelldur vangadans. Utsetningar eru flottar, með strengjum og góðum danstakti í ágætis lögum, sem maður fellur ekki fyrir í einu vetfangi, en eiga örugglega eftir að endast 48 \€ra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.