Vera


Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 18

Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 18
Halldór Þorgeirsson Umhverf i Veð u r f a r s b reyti n g a ri I manna völdum í síðasta tbl. Veru var fjallað um uppsöfnun gróðurhúsaloft- tegunda í andrúmsloftinu og bent á að þær hefðu áhrif á varmajofnuð jarðarinnar og leiddu til hlýnunar. Þessar loft- tegundir eru jafnframt forsenda fyrir lífi á jörðinni. An þeirra væri um 33°C kaldara en nú og meðalhitinn mínus 18°C en ekki plús 15°C. Gróðurhúsaáhrifin eru þvi náttúru- legt fyrirbæri. Spurningin sem mannkynið stendur frammi fyrir í dag er hversu mikil aukning verður á gróðurhúsaáhrifunum vegna losunar gróðurhúsalofttegunda á næstu áratugum og hvaða afleiðingar sú aukning mun hafa. Eldfim umræða mfjöllun um aukin gróðurhúsaáhrif af manna völdum er mjög eldfim um þessar mundir enda eru miklir hagsmunir í húfi. Aðilar sem hafa hagsmuni af óbreyttu ástandi og vilja koma í veg fyrir að dregið verði úr notkun jarðefnaeldsneytis, hafa varið gífurlegu fjármagni til að gera tortryggilegar niðurstöður vís- indamanna um veðurfarsbreytingar af manna völdum. Þessi áróð- ursherferð náði hámarki skömmu fyrir Kyoto ráðstefnuna í desem- ber s.l. Spár um veðurfar á næstu öld byggja á veðurfarslíkönum sem nýta vel þekkt eðlisfræðileg lögmál. Margt er þó enn óvíst í þess- um efnum m.a. varðandi áhrif skýjafars, lífríkisins, hafstrauma og hafíss. Mest er óvissan um losunina sjálfa og hvenær takast muni að draga úr henni. I einu af virtustu vísindaritum heims Science var nýlega fjallað um stöðu þekkingar á auknum gróðurhúsaáhrifum og afleiðingum þeirra 11 og þekkingin flokkuð eftir því hve mikil vissa er að baki. Hér fara á eftir nokkur dæmi: Staðreyndir Styrkur gróðurhúsalofttegunda hefur aukist í andrúmsloftinu. Þær gleypa varmaorku og munu hafa áhrif til hlýnunar í langan tíma. Sótmengun hefur dregið úr sólgeislun og þar með úr hlýnun. Heið- hvolfið, sem er næsta lag andrúmsloftsins ofan við veðrahvolfið, hefur kólnað vegna minni útgeislunar frá jörðinni. Meðalhiti jarð- arinnar hefur hækkað um 0.5°C síðustu hundrað árin (sjá mynd). Erfitt er að greina áhrif mannsins frá öðrum áhrifaþáttum og það mun taka meira en tíu ár að draga úr óvissu í veðurfarslíkönum. Mjög mikil vissa (99%) Heiðhvolfið mun halda áfram að kólna. Loftraki mun aukast. Mikil vissa (90%) Hlýnun síðustu 100 ára samræmist tilgátum um aukin gróður- húsaáhrif. Erfitt er að skýra hana með öðrum hætti. Breytingar á sólgeislun er ekki fullnægjandi skýring. Sérfræðinganefnd SÞ um loftslagsbreytingar (IPCC) hefur komist að þeirri niðurstöðu að í hlýnun síðustu 100 ára komi fram merkjanleg áhrif mannsins og hefur spáð því að hlýnun á jörðinni næstu 100 ár verði um 2°C (1,5 - 3°C) og að á sama tíma muni sjávarborð hækka um 50 sm (15 - 95 sm). Líklegt ímeiri en 2/3 líkurj Jarðvegur mun þorna. Litlar breytingar verða við Suðurskauts- landið. Draga mun úr djúpsjávarmyndun og hringrás heimshaf- anna. Mjög évíst Ymislegt af því sem tengt hefur verið við aukin gróðurhúsaáhrif á ekki við rök að styðjast. Þar má nefna að ekki virðist stefna í aukna hættu á hamfaraveðrum. Spár um veðurfar á afmörkuðum svæðum eru einnig háðar mikilli óvissu. Hvað með ísland? Hér að framan hefur verið fjallað um áhrifin á jörðina í heild. Flestum okkar stendur þó nær að spyrja: Hvernig verður veður- farið hér á landi á næstu öld? Þessari spurningu er ekki hægt að svara í dag. ísland er staðsett á mótum hlýrra og kaldra haf- og loftstrauma. Þetta leiðir til þess að sveiflur í veðurfari eru hér meiri en almennt gerist. Þrátt fyrir þessar miklu sveiflur má merkja hlýnun hér á landi á síðustu hundrað árum. Hafstraumar munu ráða miklu um veðurfar á íslandi á næstu öld. IPCC hefur varað við hættunni á því að draga muni úr styrk hlýrra hafstrauma sem berast norður eftir N-Atlantshafi. Ef þetta verður raunin mun það draga úr hlýnun á okkar slóðum og hugs- anlega kólna. Við lok síðasta jökulskeiðs áttu sér stað örar veðurfarsbreyting- ar á okkar slóðum eins og lesa má úr borkjörnum úr Grænlands- jökli. Þessar öru veðurfarsbreytingar hafa verið tengdar við snögg- ar breytingar á ferskvatnsstreymi til hafs. Ef mikið ferskt vatn berst inn á hafsvæðið á skömmum tíma dregur úr djúpsjávar- myndun og hlýr yfirborðssjór berst í minna mæli til svæðisins og það kólnar. Lagt hefur verið mat á það magn ferskvatns sem ber- ast þarf til sjávar til þess að þetta ástand endurtaki sig. Hér er uni gífurlegt magn að ræða. Hraði hlýnunar og bráðnun jökla mun ráða úrslitum um hættuna á snöggri kólnun á okkar svæði. Þessi hætta hefur verið til umræðu hér á landi eftir að vakin var athygli á henni í grein í Science í nóvember s.l.2’. Tekið skal fram að í greininni er því ekki spáð að fimbulkuldi verði ríkjandi hér við lok næstu aldar. Þar er hins vegar varað við því að slíkt sé hugsanlegt verði hlýnun mjög hröð. Af þessu er Ijóst að við íslendingar eigum mikið undir því að þjóðum jarðarinnar takist með sameiginlegu átaki að draga úr hraða uppsöfnun- ar á gróðurhúsalofttegund- um í andrúmsloftinu. Einnig er brýnt að efla rannsóknir á veðurfari og hafstraumum á svæðinu umhverfis landið og djúp- Ar Meðalhiti á jörðinni sem frávik frá meðalhita áranna 1961-1990. Gögn frá Háskólanum í East Anglia í Bretlandi. sjávarmyndun norður af landinu. Rannsóknarráð íslands er um þessar mundir að undirbúa átak í rannsóknum á þessu sviði og mun standa fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um málið hér á Iandi í sept- ember. 1. Science (1997), 278:1416-1417. 2. Science (1997), 278:1582-1588. Gögn frá Háskólanum i East Anglia Bretlandi 18 vfra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.