Vera


Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 28

Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 28
Meö pabba, Óskari Valdemarssyni, í eldhúsinu á Kleppsveg- inum í apríl 1968. veitti þeim. „Áður en mamma dó hafði pabbi greinst með kransæðastíflu. Hann hætti þá að vinna við smíðar og gerðist húsvörður í Austurbæjarskólanum og síðar Iðnskólanum. Hann hafði verið hjartasjúk- lingur í 23 ár þegar hann dó, snemma á þessu ári.” Með mömmu, Aðalheiði Þorsteinsdóttur, á sumardaginn fyrsta 1967. ímyndasköpun hjá Röskvu Þegar Steinunn byrjaði í Menntaskólanum við Sund segir hún að miklar breytingar hafi orðið á lífi sínu. „Eg kynntist nýjum vinum, tók mikinn þátt í félagslífinu og sló slöku við námið. Auk þess vann ég með náminu í sjoppu og seinna við afgreiðslu hjá TBR. Ég var hins vegar fljót að ná átt- um og einkunnirnar fóru upp á við. Áður en ég lauk 2. bekk fór ég sem nokkurs kon- ar skiptinemi til Portúgal. Það var ágæt reynsla en ég aðlagaðist fjölskyldunni ekki vel og held engu sambandi við hana. Ég var í bæ norðarlega í landinu og í fjölskyldunni voru þrír strákar eldri en ég. Portúgal er mjög kaþólskt svæði og það urðu ákveðn- ir kúltúrárekstrar á milli mín og fjölskyld- unnar,” segir hún. Vorið 1986 lauk Steinunn stúdentsprófi og vann um sumarið á launaskrifstofu fjár- málaráðuneytisins. Mál æxluðust þannig að hún hélt þeirri vinnu áfram næsta vetur en var orðin leið á að taka á móti kvörtun- um yfir launum kennara vorið eftir og dreif sig til Finnlands á vegum Nordjobb. Þar vann hún við færiband í rafmagnsverk- smiðju í bænurn Vasa og gerði sömu þrjú handtökin allt sumarið en þarna voru m.a. framleiddir varahlutir í bíla. „Vinnan var aukaatriði þetta sumar, henni lauk klukkan fjögur á daginn og þá tók við skemmtilegt líf á stúdentagörðun- um með félögum frá öðrum Norðurlönd- um. Ég held enn sambandi við fólk sem ég kynntist þar. Þegar heim kom, haustið 1987, hóf ég nám við Háskóla Islands og lærði sagnfræði. Það var hálfgerð tilviljun, ég hafði ætlað í stjórnmálafræði og byrjaði þar en leist ekkert á námið og hætti fljót- lega. Ég bjó heima fyrstu tvö árin og tók ekki námslán því ég vann fyrir mér með skúringum í Iðnskólanum og afgreiðslu í sjoppu á Brekkulæknum. Ég byrjaði að skúra þegar ég var í 3. bekk í MS og hélt því áfram öll háskólaárin eða þangað til ég var komin á kaf í stúdentapólitíkina og eini tíminn sem ég hafði til að skúra var klukk- an þrjú á nóttinni. Þá var mér bent á að hætta þessu og gerði það eftir að ég var orðin formaður Stúdentaráðs. Mér fannst aldrei leiðinlegt að skúra og þetta var góð leið til að vinna fyrir sér.” Steinunn fór snemma að hafa afskipti af félagsmálum í Háskólanum. Hún varð fljótlega formaður Félags sagnfræðinema og kynntist þannig innviðum skólans, m.a. með setu á deildarfundum. Vorið 1988 var Röskva stofnuð en Steinunn tók ekki virk- an þátt í því, fylgdist bara með úr fjarlægð. Það var svo vorið 1990 sem hún var beðin að vera í fyrsta sæti á lista Röskvu til Stúd- entaráðs. „Þegar Pétur Már Ólafsson, sem nú er útgáfustjóri hjá Vöku Helgafelli, kom til mín og bauð mér þetta hélt ég að hann væri orðinn vitlaus,” segir Steinunn og hlær. „Ég hugsaði mig þó vel um og ákvað að slá til. Við töpuðum fyrir Vöku í þess- um kosningum. Ég var kjörin í Stúdenta- ráð til tveggja ára og sá strax að ýmislegt var hægt að gera. Vorið eftir beitti ég mér fyrir breytingum á listanum og það varð mjög skemmtileg kosningabarátta.Við á- kváðum að breyta um ímynd með því t.d. að fá fólk úr deildum sem Röskva hafði ekki áður verið með fólk úr. Þetta var nokkurs konar New Labour leið þess tíma þar sem reynt var að koma mussu-vinstri- manna stimplinum af félaginu. Einn af þeim sem vann að þessu með mér var Berg- þór Bjarnason, sem nú býr í París. Við sendum frambjóðendur í myndatöku þar sem þeir voru snurfusaðir og þegar ég skoða kosningaplakatið í dag minnir það mig á Duran Duran tískuna. En listinn var sigurstranglegur. Skúli Helgason var í fyrsta sæti, Kristrún Heim- isdóttir í öðru sæti en bróðir minn Pétur í 7. sæti, sem var baráttusæti. Guðmundur Við störf í rafmagnsverksmiðjunni í Vasa sumarið 1987. Birgisson, þekktur sem mikið félags- ntálatröll úr MS var í fyrsta sæti til Há- skólaráðs og þarna voru einnig Ármann Jakobsson og Kolfinna Baldvinsdóttir. Á listanum var fólk úr verkfræði og við- skiptadeildum þar sem Röskva hafði fram að þeim tíma haft lítið fylgi. Dæmið gekk upp og við unnurn kosningarnar. Eftir sig- urinn varð ég formaður Stúdentaráðs og tók mér frí í skólanum því það er fullt starf. Ég sat líka í stjórn Félagsstofnunar stúdenta í tvö ár en þar hafa því miður fáar konur setið. Árið eftir varð Pétur bróðir formaður Stúdentaráðs. Við systkinin vor- um á kafi í stúdentapólitíkinni saman en við erum nánir vinir. Árið sem ég var for- maður sat hann í stjórn LIN og þá fór fram hörð barátta gegn breytingum á Iögum unt lánasjóðinn. Við stóðum fyrir öflugri and- stöðu sem endaði með frægum mótmælum á þingpöllum og táknrænni athöfn við leiði Jóns Sigurðssonar,” segir Steinunn og bæt- ir við að margt af því fólki sem starfaði með þeim systkinum í Röskvu séu vinir þeirra í dag og vilji veg Reykjavíkurlistans sem mestan. Pétur og maður Steinunnar, Ólafur Haraldsson, reka saman fyrirtækið Reykvísk útgáfa, sem er hönnunar- og út- Með Óla í vatnsrússíbana á Bakken í Kaupmannahöfn. gáfufyrirtæki. Ólafur kom inn í líf hennar árið sem hún var formaður Stúdentaráðs. Þau byrjuðu saman um áramótin og giftu sig 1. ágúst 1992. 28 vera

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.